Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Villigróður til að bjarga býflugum og auka uppskeru
Fréttir 30. nóvember 2018

Villigróður til að bjarga býflugum og auka uppskeru

Höfundur: Vilmundur Hansen

Niðurstaða ráðstefnu um líffræðilega fjölbreytni á vegum Sameinuðu þjóðanna er sú að besta leiðin til að hamla geng fækkun býflugna í heiminum sé að fjölga villtum plöntum.

Gríðarleg fækkun býflugna í heiminum er mörgum mikið áhyggjuefni, ekki bara náttúruverndarsinnum heldur líka bændum og neytendum, þar sem býflugur sjá um frjóvgun á um 80% af helstu nytjaplöntum heimsins.

Þrátt fyrir að ekki séu allir sammála því af hverju býflugnadauði í heiminum stafar eru taldar yfirgnæfandi líkur að óhófleg notkun eiturefna í landbúnaði sé meginástæðan, auk þess sem eyðing fjölbreytilegs náttúrulegs gróðurlendis fyrir einhæfa ræktun sem fylgir landbúnaði hefur líka sitt að segja.

Samkvæmt því sem kom fram á ráðstefnu Sameinuðu þjóðanna, sem lýkur í vikunni, mun áhrifamesta leiðin til að draga úr fækkun býflugna að hætta alfarið notkun eiturefna í landbúnaði. Ólíklegt er þó að slíkt gerist fyrsta kastið.

Á ráðstefnunni var bent á að auka mætti lífslíkur flugnanna og um leið auka frjóvgun nytjaplantna og uppskeru með því að sá blómstrandi villijurtum með nytjagróðrinum. Rannsóknir benda til að með því að sá ýmiss konar villigróðri í um fjórðung akra sem reiða sig á frjóvgun býflugna má laða að flugur og þannig auka uppskeruna.

Einnig hefur verið bent á að nýta megi margar villijurtir sem krydd, til ilmolíugerðar, matar- og lyfjagerðar. 

Skylt efni: býflugur | villiplöntur

Mugga bar þremur kvígum
Fréttir 26. júlí 2024

Mugga bar þremur kvígum

Kýrin Mugga 985 frá bænum Steindyrum í Svarfaðardal í Dalvíkurbyggð bar þríkelfi...

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku
Fréttir 25. júlí 2024

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku

Þann 24. júní náðist sögulegt samkomulag í Danmörku, á milli stjórnvalda og nokk...

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?
Fréttir 25. júlí 2024

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?

Því hefur verið varpað fram að þegar kemur að kolefnisbindingu ætti að leggja me...

Snikka til lög um flutningsjöfnuð
Fréttir 25. júlí 2024

Snikka til lög um flutningsjöfnuð

Áform eru uppi um breytingu á lögum um svæðisbundna flutningsjöfnun.

Stofnanir út á land
Fréttir 24. júlí 2024

Stofnanir út á land

Aðsetur nýrra stofnana umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins verður utan h...

Lundaveiðar leyfðar
Fréttir 24. júlí 2024

Lundaveiðar leyfðar

Umhverfis- og skipulagsráð Vestmannaeyja hefur samþykkt að heimila lundaveiði 27...

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum
Fréttir 23. júlí 2024

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum

Rannsóknamiðstöð landbúnaðarins, RML, rannsakar nú erfðaorsakir kálfadauða.

Upphreinsun skurða
Fréttir 23. júlí 2024

Upphreinsun skurða

Búnaðarfélag Austur-Landeyja hefur sent sveitarstjórn Rangárþings eystra erindi ...