Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Villigróður til að bjarga býflugum og auka uppskeru
Fréttir 30. nóvember 2018

Villigróður til að bjarga býflugum og auka uppskeru

Höfundur: Vilmundur Hansen

Niðurstaða ráðstefnu um líffræðilega fjölbreytni á vegum Sameinuðu þjóðanna er sú að besta leiðin til að hamla geng fækkun býflugna í heiminum sé að fjölga villtum plöntum.

Gríðarleg fækkun býflugna í heiminum er mörgum mikið áhyggjuefni, ekki bara náttúruverndarsinnum heldur líka bændum og neytendum, þar sem býflugur sjá um frjóvgun á um 80% af helstu nytjaplöntum heimsins.

Þrátt fyrir að ekki séu allir sammála því af hverju býflugnadauði í heiminum stafar eru taldar yfirgnæfandi líkur að óhófleg notkun eiturefna í landbúnaði sé meginástæðan, auk þess sem eyðing fjölbreytilegs náttúrulegs gróðurlendis fyrir einhæfa ræktun sem fylgir landbúnaði hefur líka sitt að segja.

Samkvæmt því sem kom fram á ráðstefnu Sameinuðu þjóðanna, sem lýkur í vikunni, mun áhrifamesta leiðin til að draga úr fækkun býflugna að hætta alfarið notkun eiturefna í landbúnaði. Ólíklegt er þó að slíkt gerist fyrsta kastið.

Á ráðstefnunni var bent á að auka mætti lífslíkur flugnanna og um leið auka frjóvgun nytjaplantna og uppskeru með því að sá blómstrandi villijurtum með nytjagróðrinum. Rannsóknir benda til að með því að sá ýmiss konar villigróðri í um fjórðung akra sem reiða sig á frjóvgun býflugna má laða að flugur og þannig auka uppskeruna.

Einnig hefur verið bent á að nýta megi margar villijurtir sem krydd, til ilmolíugerðar, matar- og lyfjagerðar. 

Skylt efni: býflugur | villiplöntur

Sláturhús brann til grunna
Fréttir 12. apríl 2024

Sláturhús brann til grunna

Sláturhúsið í Seglbúðum í Landbroti brann til grunna þann 1. apríl.

Ekki farið að lögum um útivist nautgripa
Fréttir 12. apríl 2024

Ekki farið að lögum um útivist nautgripa

Matvælastofnun lagði stjórnvaldssektir á þrjú kúabú á Vesturlandi á dögunum vegn...

Dregur úr kaupvilja
Fréttir 12. apríl 2024

Dregur úr kaupvilja

Niðurstöður tilboðsmarkaðar fyrir greiðslumark mjólkur í byrjun apríl sýna að ja...

Staða framkvæmdastjóra BÍ auglýst innan tíðar
Fréttir 11. apríl 2024

Staða framkvæmdastjóra BÍ auglýst innan tíðar

Vigdís Häsler hefur látið af störfum sem framkvæmdastjóri Bændasamtaka Íslands. ...

Erfiðara verður að fá sphagnum og innfluttur jarðvegur CE-vottaður
Fréttir 11. apríl 2024

Erfiðara verður að fá sphagnum og innfluttur jarðvegur CE-vottaður

Búast má við að innflutningur á mómosamold (sphagnumríkri mold) fari minnkandi á...

Bjarkey ætlar að skerpa línurnar
Fréttir 11. apríl 2024

Bjarkey ætlar að skerpa línurnar

Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir er nýr ráðherra matvælaráðuneytis en Svandís Svavars...

Greiðslumark færist til Norðvesturlands
Fréttir 11. apríl 2024

Greiðslumark færist til Norðvesturlands

Um sjötíu prósent mjólkurkvóta sem skipti um eigendur á síðasta tilboðsmarkaði f...

Nemendur vilja betri hádegismat
Fréttir 10. apríl 2024

Nemendur vilja betri hádegismat

Fulltrúar ungmennaráðs Mýrdalshrepps vöktu máls á skólamáltíðum á sveitarstjórna...