Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslags- ráðherra, Þorsteinn Másson, framkvæmdastjóri Bláma, Guðmundur Fertram Sigurjónsson, stofnandi og forstjóri Kerecis og talsmaður Innviðafélags Vestfjarða, og Gauti Geirsson, stjórnarmaður í Innviðafélagi Vestfjarða og framkvæmdastjóri Háafells ehf.
Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslags- ráðherra, Þorsteinn Másson, framkvæmdastjóri Bláma, Guðmundur Fertram Sigurjónsson, stofnandi og forstjóri Kerecis og talsmaður Innviðafélags Vestfjarða, og Gauti Geirsson, stjórnarmaður í Innviðafélagi Vestfjarða og framkvæmdastjóri Háafells ehf.
Mynd / Aðsend
Fréttir 23. september 2024

Vilja flýta innviðauppbyggingu

Höfundur: Guðrún Hulda Pálsdóttir

Lélegir samgöngu- og orkuinnviðir hamla verðmætasköpun, vexti og velsæld Vestfjarða að sögn Guðmundar Fertram Sigurjónssonar, stofnanda og forstjóra Kerecis.

Hann er talsmaður nýstofnaðs Innviðafélags Vestfjarða sem ætlar að leggja sitt af mörkum við að flýta uppbyggingu á svæðinu.

Félagið undirritaði á dögunum samstarfssamning við Bláma nýsköpunarfélag um greiningu og ráðgjöf tengda því að flýta uppbyggingu og fjármögnun samgönguinnviða á Vestfjörðum.

Að baki Innviðafélagi Vestfjarða standa kraftmikil fyrirtæki á Vestfjörðum að því er fram kemur í fréttatilkynningu.

Þar kemur fram að velta atvinnulífs á Vestfjörðum hafi þrefaldast á árunum 2016–2023. Haft er eftir Guðmundi Fertram að sóknarhugur sé í Vestfirðingum.

„Efnahagsævintýri Vestfjarða er raunverulegt og sá vöxtur nýtist þjóðarbúinu. Hins vegar kallar áframhaldandi verðmætasköpun og vöxtur á stóraukinn kraft í uppbyggingu samgönguinnviða fjórðungsins. Við trúum því að öflugir innviðir séu forsenda sterkra samfélaga. Finna verður leiðir til fjármögnunar samgönguinnviða Vestfjarða og greiða niður háa innviðaskuld fjórðungsins.

Lélegir samgöngu- og orkuinnviðir hamla áframhaldandi verðmætasköpun, vexti og velsæld Vestfjarða. Það kallar á samstarf atvinnulífs, íbúa og hins opinbera.“

Hvatningarverðlaun skógræktar
Fréttir 30. janúar 2026

Hvatningarverðlaun skógræktar

Óskað hefur verið eftir tilnefningum til hvatningarverðlauna í skógrækt sem verð...

Nýta mætti afurðir hreindýra betur
Fréttir 30. janúar 2026

Nýta mætti afurðir hreindýra betur

Formaður Hreindýraráðs Austurlands segir að mun betur megi nýta veidd hreindýr e...

Kýrnar í Hólmi mjólkuðu mest
Fréttir 30. janúar 2026

Kýrnar í Hólmi mjólkuðu mest

Samkvæmt nýbirtum niðurstöðum Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins mjólkuðu kýrnar...

Virk endurheimt 30% raskaðra vistkerfa árið 2030
Fréttir 29. janúar 2026

Virk endurheimt 30% raskaðra vistkerfa árið 2030

Auðug líffræðileg fjölbreytni náttúrunnar er forsenda heilbrigðra vistkerfa, sem...

Góð afkoma lykilatriði fyrir nýliðun
Fréttir 29. janúar 2026

Góð afkoma lykilatriði fyrir nýliðun

„Að fólk geti greitt sér laun fyrir vinnuna, byggt upp jarðir, ræktun og bygging...

Skýrt nei við aðildarviðræðum
Fréttir 29. janúar 2026

Skýrt nei við aðildarviðræðum

Ríflega 76 prósent bænda sem eru félagsmenn í Bændasamtökum Íslands eru ósammála...

Dreifikostnaður raforku hækkar
Fréttir 29. janúar 2026

Dreifikostnaður raforku hækkar

Gjaldskrárhækkanir dreifiveitna rafmagns hafa hækkað umfram vísitölu á undanförn...

Meðalafurðir mjólkurkúa aldrei meiri
Fréttir 29. janúar 2026

Meðalafurðir mjólkurkúa aldrei meiri

Samkvæmt niðurstöðum skýrsluhalds Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) fyrir...