Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslags- ráðherra, Þorsteinn Másson, framkvæmdastjóri Bláma, Guðmundur Fertram Sigurjónsson, stofnandi og forstjóri Kerecis og talsmaður Innviðafélags Vestfjarða, og Gauti Geirsson, stjórnarmaður í Innviðafélagi Vestfjarða og framkvæmdastjóri Háafells ehf.
Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslags- ráðherra, Þorsteinn Másson, framkvæmdastjóri Bláma, Guðmundur Fertram Sigurjónsson, stofnandi og forstjóri Kerecis og talsmaður Innviðafélags Vestfjarða, og Gauti Geirsson, stjórnarmaður í Innviðafélagi Vestfjarða og framkvæmdastjóri Háafells ehf.
Mynd / Aðsend
Fréttir 23. september 2024

Vilja flýta innviðauppbyggingu

Höfundur: Guðrún Hulda Pálsdóttir

Lélegir samgöngu- og orkuinnviðir hamla verðmætasköpun, vexti og velsæld Vestfjarða að sögn Guðmundar Fertram Sigurjónssonar, stofnanda og forstjóra Kerecis.

Hann er talsmaður nýstofnaðs Innviðafélags Vestfjarða sem ætlar að leggja sitt af mörkum við að flýta uppbyggingu á svæðinu.

Félagið undirritaði á dögunum samstarfssamning við Bláma nýsköpunarfélag um greiningu og ráðgjöf tengda því að flýta uppbyggingu og fjármögnun samgönguinnviða á Vestfjörðum.

Að baki Innviðafélagi Vestfjarða standa kraftmikil fyrirtæki á Vestfjörðum að því er fram kemur í fréttatilkynningu.

Þar kemur fram að velta atvinnulífs á Vestfjörðum hafi þrefaldast á árunum 2016–2023. Haft er eftir Guðmundi Fertram að sóknarhugur sé í Vestfirðingum.

„Efnahagsævintýri Vestfjarða er raunverulegt og sá vöxtur nýtist þjóðarbúinu. Hins vegar kallar áframhaldandi verðmætasköpun og vöxtur á stóraukinn kraft í uppbyggingu samgönguinnviða fjórðungsins. Við trúum því að öflugir innviðir séu forsenda sterkra samfélaga. Finna verður leiðir til fjármögnunar samgönguinnviða Vestfjarða og greiða niður háa innviðaskuld fjórðungsins.

Lélegir samgöngu- og orkuinnviðir hamla áframhaldandi verðmætasköpun, vexti og velsæld Vestfjarða. Það kallar á samstarf atvinnulífs, íbúa og hins opinbera.“

Bláskógabyggð fremst í flokki
Fréttir 12. nóvember 2025

Bláskógabyggð fremst í flokki

Bláskógabyggð hefur verið útnefnd í fyrsta sæti af fjórum „Sveitarfélögum ársins...

Þjónustumiðstöð byggð á Blönduósi
Fréttir 11. nóvember 2025

Þjónustumiðstöð byggð á Blönduósi

Á dögunum voru kynnt áform um opnun þjónustumiðstöðvar, sem Drangar ehf. ætla að...

Nýr verslunarstjóri í Hrísey
Fréttir 11. nóvember 2025

Nýr verslunarstjóri í Hrísey

Ásrún Ýr Gestsdóttir tók í haust við sem verslunarstjóri Hríseyjarbúðarinnar. He...

Kosið um sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings
Fréttir 11. nóvember 2025

Kosið um sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings

Dalabyggð og Húnaþing vestra eru nú á fullu í sameiningarviðræðum en ákveðið hef...

Lítil ummerki varnarefna í lofti yfir Íslandi
Fréttir 10. nóvember 2025

Lítil ummerki varnarefna í lofti yfir Íslandi

Veðurstofan hefur vaktað ýmis efni í úrkomu og lofti á Stórhöfða í Vestmannaeyju...

Hörð andstaða gegn breytingum í samkeppnisátt
Fréttir 10. nóvember 2025

Hörð andstaða gegn breytingum í samkeppnisátt

Umsagnarferli um umdeild frumvarpsdrög þar sem breyta á búvörulögum, lauk 24. ok...

Raflínunefnd umdeild
Fréttir 10. nóvember 2025

Raflínunefnd umdeild

Sveitarfélög og hagsmunasamtök landeigenda hafa gagnrýnt fyrirhugaða stofnun raf...

Auknar rekstrartekjur RML
Fréttir 10. nóvember 2025

Auknar rekstrartekjur RML

Stjórn Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) hélt ársfund í Borgarnesi til þe...