Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Verið að skoða möguleika á hækkunum
Fréttir 15. desember 2017

Verið að skoða möguleika á hækkunum

Höfundur: Vilmundur Hansen

Meðalskilaverð til bænda fyrir dilka- og ærkjöt eftir síðustu sláturtíð er á bilinu 340 til 389,5 krónur á hvert kíló samkvæmt upplýsingum frá sláturleyfishöfum.

Talsmenn afurðastöðvanna segja að verið sé að skoða mögulega hækkun afurðaverðsins en að engin ákvörðun um slíkt hafi verið tekin.

Bændablaðið leitaði til nokkurra sláturleyfishafa um hvert meðalskilaverð til bænda hafi verið fyrir lambakjöt eftir sláturvertíðina í haust.

Samkvæmt svörunum sem blaðið fékk er meðalskilaverðið á bilinu 340 til 389,5 krónur fyrir kílóið eftir síðustu sláturvertíð. Hæst var verðið hjá Sláturfélagi Suðurlands 389,5 krónur fyrir lamba- og ærkjöt, hjá Fjallalambi hf. 375 krónur. Hjá Kaupfélagi Skagfirðinga, 366,1* krónur fyrir kílóið og 340 krónur hjá Norðlenska.

Eiður Gunnlaugsson hjá Kjarnafæði sagði að ekki væri búið að reikna út meðalskilaverð hjá þeim til bænda.

Samkvæmt svörum frá öllum afurðastöðvum sem haft var samband við er í skoðun hvort grundvöllur sé fyrir því að hækka skilaverðið en að engin ákvörðun hafi verið tekin um slíkt enn.

Björn Víkingur Björnsson, framkvæmdastjóri Fjallalambs, sagði að í tengslum við möguleikann á að hækka skilagjaldið skipti mestu hvaða verð fengist fyrir vöruna innanlands og utan og Ágúst Torfi Hauksson, framkvæmdastjóri Norðlenska, sagði að aðstæður til hækkana væru betri en óttast var. 

*Í prentútgáfu blaðsins urðu þau mistök að gefið var upp meðalverð fyrir dilkakjöt hjá KS sem leiddi til skekkju í samanburði á meðalverðinu. Beðist er velvirðingar á þessum mistökum. 

Listeríusýkingar vaxandi vandamál
Fréttir 27. maí 2024

Listeríusýkingar vaxandi vandamál

Tíðni listeríusýkinga í Evrópu fer vaxandi og samkvæmt greiningum á fyrstu þremu...

Göngustígar hjá Geysi
Fréttir 27. maí 2024

Göngustígar hjá Geysi

Framkvæmdir við nýtt gönguleiðakerfi á Geysissvæðinu í Haukadal í Bláskógabyggð ...

Minnsta framleiðsla í ríflega sextíu ár
Fréttir 27. maí 2024

Minnsta framleiðsla í ríflega sextíu ár

Alþjóðlegu vínsamtökin International Organisation of Vine and Wine (OIV) segja í...

Aspir og wasabi ræktuð samhliða
Fréttir 24. maí 2024

Aspir og wasabi ræktuð samhliða

Nordic Wasabi er um þessar mundir að setja á innanlandsmarkað frostþurrkað wasab...

„Bjart fram undan og afurðaverð á uppleið“
Fréttir 24. maí 2024

„Bjart fram undan og afurðaverð á uppleið“

Jóhannes Geir Gunnarsson, bóndi á Efri-Fitjum í Vestur-Húnavatnssýslu, er bjarts...

Fóðra mjölorma til fóður- og matvælaframleiðslu
Fréttir 24. maí 2024

Fóðra mjölorma til fóður- og matvælaframleiðslu

Í samstarfsverkefni Matís og Landbúnaðarháskóla Íslands (LbhÍ) er unnið að því a...

Samdráttur samfélags
Fréttir 23. maí 2024

Samdráttur samfélags

Póstþjónusta landsmanna hefur verið hitamál svo lengi sem menn muna og ekki síst...

Fleiri kostir, meiri sveigjanleiki og bætt nýtni það sem koma skal
Fréttir 22. maí 2024

Fleiri kostir, meiri sveigjanleiki og bætt nýtni það sem koma skal

Út er komin skýrslan Bætt orkunýtni og ný tækifæri til orkuöflunar. Hún hefur að...