Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Verið að skoða möguleika á hækkunum
Fréttir 15. desember 2017

Verið að skoða möguleika á hækkunum

Höfundur: Vilmundur Hansen

Meðalskilaverð til bænda fyrir dilka- og ærkjöt eftir síðustu sláturtíð er á bilinu 340 til 389,5 krónur á hvert kíló samkvæmt upplýsingum frá sláturleyfishöfum.

Talsmenn afurðastöðvanna segja að verið sé að skoða mögulega hækkun afurðaverðsins en að engin ákvörðun um slíkt hafi verið tekin.

Bændablaðið leitaði til nokkurra sláturleyfishafa um hvert meðalskilaverð til bænda hafi verið fyrir lambakjöt eftir sláturvertíðina í haust.

Samkvæmt svörunum sem blaðið fékk er meðalskilaverðið á bilinu 340 til 389,5 krónur fyrir kílóið eftir síðustu sláturvertíð. Hæst var verðið hjá Sláturfélagi Suðurlands 389,5 krónur fyrir lamba- og ærkjöt, hjá Fjallalambi hf. 375 krónur. Hjá Kaupfélagi Skagfirðinga, 366,1* krónur fyrir kílóið og 340 krónur hjá Norðlenska.

Eiður Gunnlaugsson hjá Kjarnafæði sagði að ekki væri búið að reikna út meðalskilaverð hjá þeim til bænda.

Samkvæmt svörum frá öllum afurðastöðvum sem haft var samband við er í skoðun hvort grundvöllur sé fyrir því að hækka skilaverðið en að engin ákvörðun hafi verið tekin um slíkt enn.

Björn Víkingur Björnsson, framkvæmdastjóri Fjallalambs, sagði að í tengslum við möguleikann á að hækka skilagjaldið skipti mestu hvaða verð fengist fyrir vöruna innanlands og utan og Ágúst Torfi Hauksson, framkvæmdastjóri Norðlenska, sagði að aðstæður til hækkana væru betri en óttast var. 

*Í prentútgáfu blaðsins urðu þau mistök að gefið var upp meðalverð fyrir dilkakjöt hjá KS sem leiddi til skekkju í samanburði á meðalverðinu. Beðist er velvirðingar á þessum mistökum. 

Langflestir íbúar á höfuðborgarsvæðinu
Fréttir 8. febrúar 2023

Langflestir íbúar á höfuðborgarsvæðinu

Samkvæmt tölum Byggðastofnunar fyrir árið 2022 var íbúafjöldi landsins 376.248. ...

Samband neysluverðs og framleiðsluverðs í matvælum
Fréttir 8. febrúar 2023

Samband neysluverðs og framleiðsluverðs í matvælum

Bændur og hinn almenni neytandi hafa lengið staðið bökum saman við að tryggja sa...

Rannsakar skyggnar konur
Fréttir 7. febrúar 2023

Rannsakar skyggnar konur

Dr. Dalrún Kaldakvísl Eygerðardóttir sagnfræðingur rannsakar sögu skyggnra kvenn...

Of algengt að hestunum sé gefinn óþverri
Fréttir 6. febrúar 2023

Of algengt að hestunum sé gefinn óþverri

Margeir Ingólfsson og Sigríður Jóhanna Guðmundsdóttir, bændur á bænum Brú í Blás...

Tíu ára starfsafmæli
Fréttir 3. febrúar 2023

Tíu ára starfsafmæli

Tíu ár eru síðan Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins (RML) var sett á laggirnar. Af ...

Innlend fóðurframleiðsla gæti nýtt jarðhita sem fer til spillis
Fréttir 3. febrúar 2023

Innlend fóðurframleiðsla gæti nýtt jarðhita sem fer til spillis

Fjárfestingafélag Þingeyinga hf. hefur unnið að skýrslu í samstarfi við verkfræð...

Markaðssetning utan hefðbundins sláturtíma
Fréttir 2. febrúar 2023

Markaðssetning utan hefðbundins sláturtíma

Nýlega var Sláturhúsi Vesturlands í Borgarnesi veittur styrkur úr markaðssjóði s...

Úrskurður MAST felldur úr gildi
Fréttir 1. febrúar 2023

Úrskurður MAST felldur úr gildi

Matvælaráðuneytið hefur fellt úr gildi úrskurð Matvælastofnunar sem hafði stöðva...