Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Verið að skoða möguleika á hækkunum
Fréttir 15. desember 2017

Verið að skoða möguleika á hækkunum

Höfundur: Vilmundur Hansen

Meðalskilaverð til bænda fyrir dilka- og ærkjöt eftir síðustu sláturtíð er á bilinu 340 til 389,5 krónur á hvert kíló samkvæmt upplýsingum frá sláturleyfishöfum.

Talsmenn afurðastöðvanna segja að verið sé að skoða mögulega hækkun afurðaverðsins en að engin ákvörðun um slíkt hafi verið tekin.

Bændablaðið leitaði til nokkurra sláturleyfishafa um hvert meðalskilaverð til bænda hafi verið fyrir lambakjöt eftir sláturvertíðina í haust.

Samkvæmt svörunum sem blaðið fékk er meðalskilaverðið á bilinu 340 til 389,5 krónur fyrir kílóið eftir síðustu sláturvertíð. Hæst var verðið hjá Sláturfélagi Suðurlands 389,5 krónur fyrir lamba- og ærkjöt, hjá Fjallalambi hf. 375 krónur. Hjá Kaupfélagi Skagfirðinga, 366,1* krónur fyrir kílóið og 340 krónur hjá Norðlenska.

Eiður Gunnlaugsson hjá Kjarnafæði sagði að ekki væri búið að reikna út meðalskilaverð hjá þeim til bænda.

Samkvæmt svörum frá öllum afurðastöðvum sem haft var samband við er í skoðun hvort grundvöllur sé fyrir því að hækka skilaverðið en að engin ákvörðun hafi verið tekin um slíkt enn.

Björn Víkingur Björnsson, framkvæmdastjóri Fjallalambs, sagði að í tengslum við möguleikann á að hækka skilagjaldið skipti mestu hvaða verð fengist fyrir vöruna innanlands og utan og Ágúst Torfi Hauksson, framkvæmdastjóri Norðlenska, sagði að aðstæður til hækkana væru betri en óttast var. 

*Í prentútgáfu blaðsins urðu þau mistök að gefið var upp meðalverð fyrir dilkakjöt hjá KS sem leiddi til skekkju í samanburði á meðalverðinu. Beðist er velvirðingar á þessum mistökum. 

Ísteka riftir samningum við bændur
Fréttir 8. desember 2021

Ísteka riftir samningum við bændur

Líftæknifyrirtækið Ísteka hefur rift samningum við þá bændur sem sjást beita hry...

New Holland T6 Metan, sjálfbærasta dráttarvélin 2022
Fréttir 8. desember 2021

New Holland T6 Metan, sjálfbærasta dráttarvélin 2022

New Holland dráttar­véla­framleiðandinn heldur áfram að sópa að sér verðlaunum o...

Konur borða meira af laufabrauði en karlar
Fréttir 8. desember 2021

Konur borða meira af laufabrauði en karlar

Um 90% þjóðarinnar borða laufabrauð um jólin samkvæmt könnun sem Gallup gerði fy...

Skortur á yfirsýn í úrgangs- og loftslagsmálum
Fréttir 8. desember 2021

Skortur á yfirsýn í úrgangs- og loftslagsmálum

Niðurstöður könnunar benda til skorts á yfirsýn í úrgangs- og loftslagsmálum. Sa...

Erfðabreytt búfé
Fréttir 6. desember 2021

Erfðabreytt búfé

Erfðafræðingar binda vonir við að með aðstoð erfðatækni megi koma í veg fyrir al...

Íbúar hópfjármagna byrjun framkvæmda
Fréttir 6. desember 2021

Íbúar hópfjármagna byrjun framkvæmda

„Undanfarin ár hefur sveitarstjórn Húnaþings vestra lagt áherslu á að framkvæmdu...

Óviðunandi vetrarþjónusta við vinsæla ferðamannastaði
Fréttir 6. desember 2021

Óviðunandi vetrarþjónusta við vinsæla ferðamannastaði

Það er til mikils að vinna að koma á bættri vetrarferðaþjónustu á Norðurlandi. E...

Erlendir ferðamenn hafa greitt um 30 milljónir fyrir ferðir um Vaðlaheiðargöng
Fréttir 6. desember 2021

Erlendir ferðamenn hafa greitt um 30 milljónir fyrir ferðir um Vaðlaheiðargöng

Erlendir ferðamenn sem farið hafa um Vaðlaheiðargöng á þessu ári hafa greitt fyr...