Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Japanir eru hrifnir af hrossakjöti og borða góða vöðva hráa.
Japanir eru hrifnir af hrossakjöti og borða góða vöðva hráa.
Fréttir 24. nóvember 2017

Verð fyrir hrossakjöt á Japansmarkað hækkar

Höfundur: Vilmundur Hansen

Kaupfélag Skagfirðinga og Sláturhúsið á Hellu hafa hækkað skilaverð fyrir hrossakjöt úr 105 krónum fyrir kílóið í 126 krónur fyrir hross sem flokkast á Japansmarkað.

Sveinn Steinarsson, formaður Félags hrossabænda, fagnar því að hærra verð fáist fyrir hrossakjöt og að það sé í gangi vöruþróun við vinnslu á kjötinu. „Japanirnir geta og eru tilbúnir til að taka við talsvert meiru af hrossakjöti en þeir gera í dag. Viðskiptin eru enn í þróun og Kaupfélag Skagfirðinga hefur verið þar í fararbroddi.“

Japanskir kjötskurðarmenn

„Hér voru japanskir kjötskurðarmenn á ferð fyrir skömmu og þeir hafa reyndar komið hér áður. Þannig að það er verið að vinna í þessu og ganga lengra í viðskiptunum.

Okkur er mjög umhugað um að hrossaskrokkurinn verði nýttur sem allra best og betur en gert hefur verið fram til þessa. Japanirnir nýta skrokkinn mun betur en við og kaupa alla fitu, tungur, lifur og alla vöðva af hrossum sem flokkast inn á þann markað og við flytjum allt saman út frosið.“

Betri nýting fyrir Japansmarkað

Sveinn segir að á sama tíma í fyrra hafi skilaverð fyrir hrossakjöt verið 65 krónur fyrir kílóið og engin úrvinnsla að ráði á kaupinu. „Á þeim tíma voru aðeins notaðir vöðvar eins og lundir og file sem fóru á veitingahúsamarkaðinn. Í Japan er aftur á móti mun meira af hrossinu nýtt sem hingað til hefur verið hent og nýting sláturhrossa því mun betri.

Afurðahæsta sauðfjárbúið í níu skipti á síðustu tíu árum
Fréttir 26. apríl 2024

Afurðahæsta sauðfjárbúið í níu skipti á síðustu tíu árum

Gýgjarhólskot í Biskupstungum var útnefnt ræktunarbú síðasta árs á fagfundi sauð...

Sumarkomunni fagnað
Fréttir 25. apríl 2024

Sumarkomunni fagnað

Að venju verður opið hús í Garðyrkjuskólanum á Reykjum á sumardaginn fyrsta, fim...

Burðarhjálp: Leiðbeiningarmyndbönd
Fréttir 24. apríl 2024

Burðarhjálp: Leiðbeiningarmyndbönd

Síðan 2019 geta bændur og aðstoðarfólk notað fjölda leiðbeiningarmyndbanda, sem ...

Afurðamestu sauðfjárbúin
Fréttir 24. apríl 2024

Afurðamestu sauðfjárbúin

Í niðurstöðum skýrsluhalds í sauðfjárrækt fyrir síðasta ár, sem eru birtar hér í...

SS segir of flókið að upprunamerkja
Fréttir 24. apríl 2024

SS segir of flókið að upprunamerkja

Sláturfélag Suðurlands (SS) sér ekki hag í að upprunamerkja svínakjöt frá Korngr...

Hraðhlaðið við Galdrasafnið
Fréttir 23. apríl 2024

Hraðhlaðið við Galdrasafnið

Orkubú Vestfjarða hefur sett upp nýja 400 kW hraðhleðslustöð við Galdrasafnið á ...

Hámarksmagn minnkað í matvælum
Fréttir 23. apríl 2024

Hámarksmagn minnkað í matvælum

Innan skamms taka gildi breytingar á reglugerð þar sem leyfilegt hámarksmagn nít...

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland
Fréttir 22. apríl 2024

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland

Bæði þjónustu- og vöruviðskipti við Indland munu að öllum líkindum aukast á næst...