Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Japanir eru hrifnir af hrossakjöti og borða góða vöðva hráa.
Japanir eru hrifnir af hrossakjöti og borða góða vöðva hráa.
Fréttir 24. nóvember 2017

Verð fyrir hrossakjöt á Japansmarkað hækkar

Höfundur: Vilmundur Hansen

Kaupfélag Skagfirðinga og Sláturhúsið á Hellu hafa hækkað skilaverð fyrir hrossakjöt úr 105 krónum fyrir kílóið í 126 krónur fyrir hross sem flokkast á Japansmarkað.

Sveinn Steinarsson, formaður Félags hrossabænda, fagnar því að hærra verð fáist fyrir hrossakjöt og að það sé í gangi vöruþróun við vinnslu á kjötinu. „Japanirnir geta og eru tilbúnir til að taka við talsvert meiru af hrossakjöti en þeir gera í dag. Viðskiptin eru enn í þróun og Kaupfélag Skagfirðinga hefur verið þar í fararbroddi.“

Japanskir kjötskurðarmenn

„Hér voru japanskir kjötskurðarmenn á ferð fyrir skömmu og þeir hafa reyndar komið hér áður. Þannig að það er verið að vinna í þessu og ganga lengra í viðskiptunum.

Okkur er mjög umhugað um að hrossaskrokkurinn verði nýttur sem allra best og betur en gert hefur verið fram til þessa. Japanirnir nýta skrokkinn mun betur en við og kaupa alla fitu, tungur, lifur og alla vöðva af hrossum sem flokkast inn á þann markað og við flytjum allt saman út frosið.“

Betri nýting fyrir Japansmarkað

Sveinn segir að á sama tíma í fyrra hafi skilaverð fyrir hrossakjöt verið 65 krónur fyrir kílóið og engin úrvinnsla að ráði á kaupinu. „Á þeim tíma voru aðeins notaðir vöðvar eins og lundir og file sem fóru á veitingahúsamarkaðinn. Í Japan er aftur á móti mun meira af hrossinu nýtt sem hingað til hefur verið hent og nýting sláturhrossa því mun betri.

Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu
Fréttir 11. desember 2025

Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu

Ný rannsókn Matís sýnir að kolefnisspor helstu íslenskra matvæla – mjólkur, kjöt...

Þörungakjarni með mörg hlutverk
Fréttir 11. desember 2025

Þörungakjarni með mörg hlutverk

Undirrituð hefur verið formleg viljayfirlýsing um stofnun Þörungakjarna á Akrane...

Húsaeiningar frá Noregi
Fréttir 9. desember 2025

Húsaeiningar frá Noregi

Nýlega komu um tvö þúsund fermetrar af svonefndum „Modulum“, sem eru forsmíðaðar...

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni

Alþingi hefur samþykkt framkvæmdaáætlun náttúruminjaskrár til ársins 2029. Um tí...

Gervigreind í Grímsnesi
Fréttir 9. desember 2025

Gervigreind í Grímsnesi

Grímsnes- og Grafningshreppur tekur nú þátt í þróunarverkefni í samstarfi við up...

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni

Þingsályktunartillaga um nýtt fyrirkomulag jarðakaupa frumkvöðla á landsbyggðinn...

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti
Fréttir 8. desember 2025

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti

Niðurstöðu COP30 sem fram fór í Brasilíu í nóvember hefur verið lýst sem lægsta ...

Fituúrgangur til framleiðslu á hreinsivörum
Fréttir 8. desember 2025

Fituúrgangur til framleiðslu á hreinsivörum

Nýsköpunarfyrirtækið Gefn sérhæfir sig í framleiðslu á umhverfisvænum bílahreins...