Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Japanir eru hrifnir af hrossakjöti og borða góða vöðva hráa.
Japanir eru hrifnir af hrossakjöti og borða góða vöðva hráa.
Fréttir 24. nóvember 2017

Verð fyrir hrossakjöt á Japansmarkað hækkar

Höfundur: Vilmundur Hansen

Kaupfélag Skagfirðinga og Sláturhúsið á Hellu hafa hækkað skilaverð fyrir hrossakjöt úr 105 krónum fyrir kílóið í 126 krónur fyrir hross sem flokkast á Japansmarkað.

Sveinn Steinarsson, formaður Félags hrossabænda, fagnar því að hærra verð fáist fyrir hrossakjöt og að það sé í gangi vöruþróun við vinnslu á kjötinu. „Japanirnir geta og eru tilbúnir til að taka við talsvert meiru af hrossakjöti en þeir gera í dag. Viðskiptin eru enn í þróun og Kaupfélag Skagfirðinga hefur verið þar í fararbroddi.“

Japanskir kjötskurðarmenn

„Hér voru japanskir kjötskurðarmenn á ferð fyrir skömmu og þeir hafa reyndar komið hér áður. Þannig að það er verið að vinna í þessu og ganga lengra í viðskiptunum.

Okkur er mjög umhugað um að hrossaskrokkurinn verði nýttur sem allra best og betur en gert hefur verið fram til þessa. Japanirnir nýta skrokkinn mun betur en við og kaupa alla fitu, tungur, lifur og alla vöðva af hrossum sem flokkast inn á þann markað og við flytjum allt saman út frosið.“

Betri nýting fyrir Japansmarkað

Sveinn segir að á sama tíma í fyrra hafi skilaverð fyrir hrossakjöt verið 65 krónur fyrir kílóið og engin úrvinnsla að ráði á kaupinu. „Á þeim tíma voru aðeins notaðir vöðvar eins og lundir og file sem fóru á veitingahúsamarkaðinn. Í Japan er aftur á móti mun meira af hrossinu nýtt sem hingað til hefur verið hent og nýting sláturhrossa því mun betri.

Áfellisdómur um eftirlit MAST með dýravelferð
Fréttir 11. desember 2023

Áfellisdómur um eftirlit MAST með dýravelferð

Skýrsla Ríkisendurskoðunar um stjórnsýsluúttekt á eftirliti Matvælastofnunar (MA...

Ungmenni berjast gegn stöðnun í dreifbýli
Fréttir 11. desember 2023

Ungmenni berjast gegn stöðnun í dreifbýli

Norrænt ráð 25 ungmenna frá öllum Norðurlöndum sat nýlega fund með norrænum ráðh...

Bæta má orkunýtingu í landbúnaði talsvert
Fréttir 8. desember 2023

Bæta má orkunýtingu í landbúnaði talsvert

Unnt er að spara allt að 1.500 GWst árlega á Íslandi og þar af um 43 GWst í land...

Opnunarhóf í Miðskógi
Fréttir 8. desember 2023

Opnunarhóf í Miðskógi

Byggingu nýs kjúklingahúss í Dölunum er lokið og verður tekið í notkun 1. desemb...

Skilgreina opinbera grunnþjónustu
Fréttir 8. desember 2023

Skilgreina opinbera grunnþjónustu

Unnin hafa verið drög að skilgreiningu á opinberri grunnþjónustu, ásamt greinarg...

Innleiða þarf vistkerfisnálgun
Fréttir 7. desember 2023

Innleiða þarf vistkerfisnálgun

Tímabært þykir að innleiða vistkerfisnálgun á Íslandi með skipulögðum hætti. Fræ...

Verðmætasköpun eykst og mikil sala
Fréttir 7. desember 2023

Verðmætasköpun eykst og mikil sala

Æðarræktarfélag Íslands (ÆÍ) hélt aðalfund að Keldnaholti 18. nóvember. Alls mæt...

Tilraun til að bjarga færeyska hrossakyninu
Fréttir 6. desember 2023

Tilraun til að bjarga færeyska hrossakyninu

Færeyska hestakynið er í útrýmingarhættu en í dag eru til 89 færeysk hross og af...