Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Japanir eru hrifnir af hrossakjöti og borða góða vöðva hráa.
Japanir eru hrifnir af hrossakjöti og borða góða vöðva hráa.
Fréttir 24. nóvember 2017

Verð fyrir hrossakjöt á Japansmarkað hækkar

Höfundur: Vilmundur Hansen

Kaupfélag Skagfirðinga og Sláturhúsið á Hellu hafa hækkað skilaverð fyrir hrossakjöt úr 105 krónum fyrir kílóið í 126 krónur fyrir hross sem flokkast á Japansmarkað.

Sveinn Steinarsson, formaður Félags hrossabænda, fagnar því að hærra verð fáist fyrir hrossakjöt og að það sé í gangi vöruþróun við vinnslu á kjötinu. „Japanirnir geta og eru tilbúnir til að taka við talsvert meiru af hrossakjöti en þeir gera í dag. Viðskiptin eru enn í þróun og Kaupfélag Skagfirðinga hefur verið þar í fararbroddi.“

Japanskir kjötskurðarmenn

„Hér voru japanskir kjötskurðarmenn á ferð fyrir skömmu og þeir hafa reyndar komið hér áður. Þannig að það er verið að vinna í þessu og ganga lengra í viðskiptunum.

Okkur er mjög umhugað um að hrossaskrokkurinn verði nýttur sem allra best og betur en gert hefur verið fram til þessa. Japanirnir nýta skrokkinn mun betur en við og kaupa alla fitu, tungur, lifur og alla vöðva af hrossum sem flokkast inn á þann markað og við flytjum allt saman út frosið.“

Betri nýting fyrir Japansmarkað

Sveinn segir að á sama tíma í fyrra hafi skilaverð fyrir hrossakjöt verið 65 krónur fyrir kílóið og engin úrvinnsla að ráði á kaupinu. „Á þeim tíma voru aðeins notaðir vöðvar eins og lundir og file sem fóru á veitingahúsamarkaðinn. Í Japan er aftur á móti mun meira af hrossinu nýtt sem hingað til hefur verið hent og nýting sláturhrossa því mun betri.

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir
Fréttir 5. desember 2025

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir

Fimm loðdýrabú á Suðurlandi eru nú hætt starfsemi og búið er að loka sameiginleg...

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...

Gríðarlega mikilvægur vettvangur
Fréttir 4. desember 2025

Gríðarlega mikilvægur vettvangur

Framkvæmdastjóri Loftslagsráðs, Anna Sigurveig Ragnarsdóttir, segir COP enn gríð...

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi
Fréttir 4. desember 2025

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi

Allir loðdýrabændur á Suðurlandi, fimm að tölu, eru nú að hætta minkarækt þar se...

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda
Fréttir 4. desember 2025

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda

Frumvarp fjármálaráðherra um breytingu á ýmsum lögum um skatta, gjöld o.fl. felu...