Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Verð á mjólkurkvóta hækkar:
Fréttir 15. september 2015

Verð á mjólkurkvóta hækkar:

Höfundur: Hörður Kristjánsson
Í starfsskýrslu MAST fyrir síðasta ár kemur fram að viðskipti með greiðslumark mjólkur á svokölluðum kvótamarkaði drógust verulega saman í fyrra og fram á þetta ár. Töluverð umskipti urðu svo við opnun tilboða á kvótamarkaði 1. september síðastliðinn. 
 
Við opnun tilboða um kaup og sölu á greiðslumarki mjólkur þann 1. september 2015  hefur komið fram jafnvægisverð á markaði krónur 200 kr. fyrir hvern lítra mjólkur. Er það 50 krónum hærra verð en á markaði 1. apríl 2015. Mikil umframeftirspurn skapaðist á markaðnum. Í boði voru einungis 367.368 lítrar, en óskað var eftir greiðslumarki upp á 950.000 lítra. Var framboðið 107,1% miðað við framboð á síðasta kvótamarkaði en eftirspurnin nú nam 155,7% miðað við síðast. Alls bárust Matvælastofnun 24 tilboð um kaup eða sölu á greiðslumarki. Fjöldi gildra tilboða um sölu voru 9 og 15 gild tilboð um kaup. Kauphlutfall viðskipta var 90,71%.
 
Ástæðan fyrir dræmari viðskiptum með kvótalækkun á kvótaverði í fyrra var fyrst og fremst aukin framleiðsla utan kvóta í kjölfar mjög aukinnar eftirspurnar eftir mjólk til vinnslu. 
 
Alls urðu viðskipti á árinu með 98.873 lítra mjólkur á árinu 2014 á móti 1.807.807 lítra árið 2013. Fór tilboðum jafnt og þétt fækkandi eftir því sem leið á árið.  Til sölu voru á árinu boðnir 2.317.868 lítrar en tilboð bárust einungis um kaup á 200.854 lítrum. Eftirspurnin var því aðeins brot af því sem í framboði var. Á árinu 2013 var þetta þveröfugt. Þá voru boðnir 1.807.520 lítrar til sölu á kvótamarkaði en eftirspurnin var margföld sú tala og bárust þá tilboð í 4.104.976 lítra.
 
Verður greiðslumarkið lækkað?
 
Kvótinn á síðasta ári var því orðinn harla verðlítill, en  það gæti hæglega breyst ef greiðslumarkið verður lækkað í haust. Samkvæmt heimildum Bændablaðsins er talið líklegt að Samtök afurðastöðva í mjólkuriðnaði (SAM) geri tillögu um lækkun greiðslumarks nú í september. Greiðslumarkið var 140 milljónir lítra fyrir árið 2015 en áætluð sala mjólkurafurða er 136 milljónir lítra. Virðist framboð og eftirspurn því vera komin í nokkurt jafnvægi og jafnvel að einhvers samdráttar muni gæta í sölu mjólkurafurða á þessu ári. Fregnir af mögulegri lækkun greiðslumarks virðast þegar vera farin að hafa áhrif á kvótaverðið. 
 
Matvælastofnun annast viðskipti með greiðslumark skv. reglugerð. Kvótamarkaðir með greiðslumark mjólkur skulu haldnir þrisvar á ári, þann 1. apríl, 1. september og 1. nóvember. 

Skylt efni: mjólkurkvóti

Mugga bar þremur kvígum
Fréttir 26. júlí 2024

Mugga bar þremur kvígum

Kýrin Mugga 985 frá bænum Steindyrum í Svarfaðardal í Dalvíkurbyggð bar þríkelfi...

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku
Fréttir 25. júlí 2024

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku

Þann 24. júní náðist sögulegt samkomulag í Danmörku, á milli stjórnvalda og nokk...

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?
Fréttir 25. júlí 2024

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?

Því hefur verið varpað fram að þegar kemur að kolefnisbindingu ætti að leggja me...

Snikka til lög um flutningsjöfnuð
Fréttir 25. júlí 2024

Snikka til lög um flutningsjöfnuð

Áform eru uppi um breytingu á lögum um svæðisbundna flutningsjöfnun.

Stofnanir út á land
Fréttir 24. júlí 2024

Stofnanir út á land

Aðsetur nýrra stofnana umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins verður utan h...

Lundaveiðar leyfðar
Fréttir 24. júlí 2024

Lundaveiðar leyfðar

Umhverfis- og skipulagsráð Vestmannaeyja hefur samþykkt að heimila lundaveiði 27...

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum
Fréttir 23. júlí 2024

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum

Rannsóknamiðstöð landbúnaðarins, RML, rannsakar nú erfðaorsakir kálfadauða.

Upphreinsun skurða
Fréttir 23. júlí 2024

Upphreinsun skurða

Búnaðarfélag Austur-Landeyja hefur sent sveitarstjórn Rangárþings eystra erindi ...