Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Verð á mjólkurkvóta hækkar:
Fréttir 15. september 2015

Verð á mjólkurkvóta hækkar:

Höfundur: Hörður Kristjánsson
Í starfsskýrslu MAST fyrir síðasta ár kemur fram að viðskipti með greiðslumark mjólkur á svokölluðum kvótamarkaði drógust verulega saman í fyrra og fram á þetta ár. Töluverð umskipti urðu svo við opnun tilboða á kvótamarkaði 1. september síðastliðinn. 
 
Við opnun tilboða um kaup og sölu á greiðslumarki mjólkur þann 1. september 2015  hefur komið fram jafnvægisverð á markaði krónur 200 kr. fyrir hvern lítra mjólkur. Er það 50 krónum hærra verð en á markaði 1. apríl 2015. Mikil umframeftirspurn skapaðist á markaðnum. Í boði voru einungis 367.368 lítrar, en óskað var eftir greiðslumarki upp á 950.000 lítra. Var framboðið 107,1% miðað við framboð á síðasta kvótamarkaði en eftirspurnin nú nam 155,7% miðað við síðast. Alls bárust Matvælastofnun 24 tilboð um kaup eða sölu á greiðslumarki. Fjöldi gildra tilboða um sölu voru 9 og 15 gild tilboð um kaup. Kauphlutfall viðskipta var 90,71%.
 
Ástæðan fyrir dræmari viðskiptum með kvótalækkun á kvótaverði í fyrra var fyrst og fremst aukin framleiðsla utan kvóta í kjölfar mjög aukinnar eftirspurnar eftir mjólk til vinnslu. 
 
Alls urðu viðskipti á árinu með 98.873 lítra mjólkur á árinu 2014 á móti 1.807.807 lítra árið 2013. Fór tilboðum jafnt og þétt fækkandi eftir því sem leið á árið.  Til sölu voru á árinu boðnir 2.317.868 lítrar en tilboð bárust einungis um kaup á 200.854 lítrum. Eftirspurnin var því aðeins brot af því sem í framboði var. Á árinu 2013 var þetta þveröfugt. Þá voru boðnir 1.807.520 lítrar til sölu á kvótamarkaði en eftirspurnin var margföld sú tala og bárust þá tilboð í 4.104.976 lítra.
 
Verður greiðslumarkið lækkað?
 
Kvótinn á síðasta ári var því orðinn harla verðlítill, en  það gæti hæglega breyst ef greiðslumarkið verður lækkað í haust. Samkvæmt heimildum Bændablaðsins er talið líklegt að Samtök afurðastöðva í mjólkuriðnaði (SAM) geri tillögu um lækkun greiðslumarks nú í september. Greiðslumarkið var 140 milljónir lítra fyrir árið 2015 en áætluð sala mjólkurafurða er 136 milljónir lítra. Virðist framboð og eftirspurn því vera komin í nokkurt jafnvægi og jafnvel að einhvers samdráttar muni gæta í sölu mjólkurafurða á þessu ári. Fregnir af mögulegri lækkun greiðslumarks virðast þegar vera farin að hafa áhrif á kvótaverðið. 
 
Matvælastofnun annast viðskipti með greiðslumark skv. reglugerð. Kvótamarkaðir með greiðslumark mjólkur skulu haldnir þrisvar á ári, þann 1. apríl, 1. september og 1. nóvember. 

Skylt efni: mjólkurkvóti

Skógarfura í Varmahlíð föngulegust
Fréttir 4. október 2024

Skógarfura í Varmahlíð föngulegust

Skógræktarfélag Íslands hefur valið skógarfuru í Varmahlíð tré ársins 2024.

Þrír forstjórar skipaðir fyrir nýjar ríkisstofnanir
Fréttir 4. október 2024

Þrír forstjórar skipaðir fyrir nýjar ríkisstofnanir

Nýlega voru skipaði þrír forstjórar fyrir nýjar ríkisstofnanir sem urðu til með ...

Eftirlíking af hálfri kú
Fréttir 4. október 2024

Eftirlíking af hálfri kú

Nautastöð Bændasamtaka Íslands tók á dögunum í notkun eftirlíkingu af kú sem er ...

Gagnrýna nýjar reglur um hollustuhætti
Fréttir 3. október 2024

Gagnrýna nýjar reglur um hollustuhætti

Heilbrigðisnefndir kringum landið hafa gagnrýnt skort á kynningu á nýrri regluge...

Aðgerðaáætlun gefin út
Fréttir 3. október 2024

Aðgerðaáætlun gefin út

Matvælaráðherra, Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, hefur gefið út aðgerðaáætlun fyrir...

Grasrótin gaumgæfir atvinnulíf og nýsköpun
Fréttir 3. október 2024

Grasrótin gaumgæfir atvinnulíf og nýsköpun

Verkefnið Vatnaskil á Austurlandi miðar að því að efla nýsköpun og stuðla að fjö...

Áburðarverkefni í uppnámi
Fréttir 3. október 2024

Áburðarverkefni í uppnámi

Áburðarverkefni í Syðra-Holti í Svarfaðardal, sem gengur út á moltugerð úr nærsa...

Aukinn innflutningur á lægri tollum
Fréttir 2. október 2024

Aukinn innflutningur á lægri tollum

Ekki er hægt að fá uppgefna þá aðila sem standa að baki innflutningi á landbúnað...