Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Verð á mjólkurkvóta hækkar:
Fréttir 15. september 2015

Verð á mjólkurkvóta hækkar:

Höfundur: Hörður Kristjánsson
Í starfsskýrslu MAST fyrir síðasta ár kemur fram að viðskipti með greiðslumark mjólkur á svokölluðum kvótamarkaði drógust verulega saman í fyrra og fram á þetta ár. Töluverð umskipti urðu svo við opnun tilboða á kvótamarkaði 1. september síðastliðinn. 
 
Við opnun tilboða um kaup og sölu á greiðslumarki mjólkur þann 1. september 2015  hefur komið fram jafnvægisverð á markaði krónur 200 kr. fyrir hvern lítra mjólkur. Er það 50 krónum hærra verð en á markaði 1. apríl 2015. Mikil umframeftirspurn skapaðist á markaðnum. Í boði voru einungis 367.368 lítrar, en óskað var eftir greiðslumarki upp á 950.000 lítra. Var framboðið 107,1% miðað við framboð á síðasta kvótamarkaði en eftirspurnin nú nam 155,7% miðað við síðast. Alls bárust Matvælastofnun 24 tilboð um kaup eða sölu á greiðslumarki. Fjöldi gildra tilboða um sölu voru 9 og 15 gild tilboð um kaup. Kauphlutfall viðskipta var 90,71%.
 
Ástæðan fyrir dræmari viðskiptum með kvótalækkun á kvótaverði í fyrra var fyrst og fremst aukin framleiðsla utan kvóta í kjölfar mjög aukinnar eftirspurnar eftir mjólk til vinnslu. 
 
Alls urðu viðskipti á árinu með 98.873 lítra mjólkur á árinu 2014 á móti 1.807.807 lítra árið 2013. Fór tilboðum jafnt og þétt fækkandi eftir því sem leið á árið.  Til sölu voru á árinu boðnir 2.317.868 lítrar en tilboð bárust einungis um kaup á 200.854 lítrum. Eftirspurnin var því aðeins brot af því sem í framboði var. Á árinu 2013 var þetta þveröfugt. Þá voru boðnir 1.807.520 lítrar til sölu á kvótamarkaði en eftirspurnin var margföld sú tala og bárust þá tilboð í 4.104.976 lítra.
 
Verður greiðslumarkið lækkað?
 
Kvótinn á síðasta ári var því orðinn harla verðlítill, en  það gæti hæglega breyst ef greiðslumarkið verður lækkað í haust. Samkvæmt heimildum Bændablaðsins er talið líklegt að Samtök afurðastöðva í mjólkuriðnaði (SAM) geri tillögu um lækkun greiðslumarks nú í september. Greiðslumarkið var 140 milljónir lítra fyrir árið 2015 en áætluð sala mjólkurafurða er 136 milljónir lítra. Virðist framboð og eftirspurn því vera komin í nokkurt jafnvægi og jafnvel að einhvers samdráttar muni gæta í sölu mjólkurafurða á þessu ári. Fregnir af mögulegri lækkun greiðslumarks virðast þegar vera farin að hafa áhrif á kvótaverðið. 
 
Matvælastofnun annast viðskipti með greiðslumark skv. reglugerð. Kvótamarkaðir með greiðslumark mjólkur skulu haldnir þrisvar á ári, þann 1. apríl, 1. september og 1. nóvember. 

Skylt efni: mjólkurkvóti

Innlit í kjúklingabú
Fréttir 2. júní 2023

Innlit í kjúklingabú

Kjúklingabændurnir Eydís Rós Eyglóardóttir og Ingvar Guðni Ingimundarson á Vatns...

Vaxandi áhugi bænda og smáframleiðenda
Fréttir 2. júní 2023

Vaxandi áhugi bænda og smáframleiðenda

Sauðfjárbóndinn Jónas Þórólfsson og kjötiðnaðarmeistarinn Rúnar Ingi Guðjónsson ...

Fuglavarnir til bjargar laxaseiðum
Fréttir 1. júní 2023

Fuglavarnir til bjargar laxaseiðum

Nýstárleg tilraun var gerð við ósa Haffjarðarár síðasta sumar, þegar fuglavarnar...

Fjölgun nema í kjötiðn
Fréttir 1. júní 2023

Fjölgun nema í kjötiðn

Rúnar Ingi Guðjónsson segist finna fyrir mjög miklum áhuga hjá ungu fólki að lær...

Ferðamenn sækja í skóga
Fréttir 1. júní 2023

Ferðamenn sækja í skóga

Stjórn Félags skógarbænda á Suðurlandi harmar framkomnar órökstuddar fullyrðinga...

Ártangi til sölu
Fréttir 31. maí 2023

Ártangi til sölu

Hjónin Gunnar Þorgeirsson og Sigurdís Edda Jóhannesdóttir hafa sett garðyrkjustö...

Skýr afstaða í könnun
Fréttir 31. maí 2023

Skýr afstaða í könnun

Meirihluti þjóðarinnar er sammála því að íslenska ríkið eigi að leggja aukið fjá...

Glaðbeittur starfsmaður í þjálfun
Fréttir 31. maí 2023

Glaðbeittur starfsmaður í þjálfun

Ágúst Sigurðsson á Kirkjubæ á Rangárvöllum hefur nýlega tekið við starfi fagstjó...