Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Kostnaðarhækkun við framleiðslu og vinnslu á mjólkurvörum er ástæða hækkunar afurða- og heildsöluverðs.
Kostnaðarhækkun við framleiðslu og vinnslu á mjólkurvörum er ástæða hækkunar afurða- og heildsöluverðs.
Mynd / Anota Jankovic
Fréttir 17. janúar 2023

Verð á mjólk hækkar

Höfundur: Guðrún Hulda Pálsdóttir

Verðlagsnefnd búvara tók fyrir jól ákvörðun um hækkun lágmarksverðs mjólkur til bænda og heildsöluverðs mjólkur og mjólkurafurða sem nefndin verðleggur.

Lágmarksverð 1. flokks mjólkur til bænda hækkaði um 2,38%, úr 116,99 kr./ltr í 119,77 kr./ltr. þann 1. desember 2022.

Þann 1. janúar hækkaði heildsöluverð mjólkur og mjólkur­ vara sem nefndin verðleggur um 3,5%. Þannig verður heildsöluverð á mjólk, í eins lítra fernum, 171 króna. Hálfur lítri af rjóma mun kosta 595 í heildsölu og 45% ostur í heilum og hálfum stykkjum mun kosta 1.671 krónu. Álagning smásöluverslana er þó frjáls og því getur verðið orðið misjafnt milli söluaðila.

Í tilkynningu frá verðlagsnefnd búvara segir að verðhækkunin komi til vegna kostnaðarhækkana við framleiðslu og vinnslu mjólkur frá síðustu verðákvörðun 1. september 2022.

„Frá síðustu verðákvörðun til desembermánaðar 2022 hafa gjaldaliðir í verðlagsgrundvelli kúabús hækkað um 2,38%. Á sama tímabili hefur vinnslu­ og dreifingarkostnaður afurðastöðva hækkað um 5,06% að meðtöldum áhrifum kjarasamninga á launakostnað og er þetta grundvöllur hækkunar heildsöluverðs auk hækkunar á afurðaverði.“

Skylt efni: Mjólk

Stöðugur samdráttur í hrossaútflutningi
Fréttir 17. febrúar 2025

Stöðugur samdráttur í hrossaútflutningi

Frá árinu 2022 hefur samdráttur verið stöðugur í útflutningi íslenskra hrossa.

Samráð um úrgangsforvarnir
Fréttir 14. febrúar 2025

Samráð um úrgangsforvarnir

Í Samráðsgátt stjórnvalda liggja nú drög Umhverfisstofnunar að stefnu um úrgangs...

Sóknarhugur er í Dalamönnum
Fréttir 14. febrúar 2025

Sóknarhugur er í Dalamönnum

Í Búðardal er fyrirhugað að reisa atvinnuhúsnæði með allt að 150 milljóna króna ...

Náttúrulegir birkiskógar hafa mikilvægt hlutverk
Fréttir 13. febrúar 2025

Náttúrulegir birkiskógar hafa mikilvægt hlutverk

Vísbendingar eru um að náttúrulegir birkiskógar hafi mikil áhrif á uppsöfnun kol...

Sjö verkefni um aukið virði sauðfjárafurða
Fréttir 13. febrúar 2025

Sjö verkefni um aukið virði sauðfjárafurða

Kennslutól fyrir skólabörn, vöruþróun ærkjöts og sauðaosta og markaðssetning á s...

Kjötafurðastöðvar aftur undir samkeppnislög
Fréttir 12. febrúar 2025

Kjötafurðastöðvar aftur undir samkeppnislög

Þingmálaskrá ríkisstjórnarinnar hefur verið kynnt fyrir vorþingið. Landbúnaðarmá...

Sýktur refur í Skagafirði
Fréttir 12. febrúar 2025

Sýktur refur í Skagafirði

Íbúi í Skagafirði varð var við veikan ref og reyndist dýrið með fuglaflensu.

Deilt um gjaldtöku vegna meðhöndlunar á dýrahræjum
Fréttir 11. febrúar 2025

Deilt um gjaldtöku vegna meðhöndlunar á dýrahræjum

Fyrir áramót bárust tvö mál inn á borð lögfræðinga Bændasamtaka Íslands þar sem ...