Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Kostnaðarhækkun við framleiðslu og vinnslu á mjólkurvörum er ástæða hækkunar afurða- og heildsöluverðs.
Kostnaðarhækkun við framleiðslu og vinnslu á mjólkurvörum er ástæða hækkunar afurða- og heildsöluverðs.
Mynd / Anota Jankovic
Fréttir 17. janúar 2023

Verð á mjólk hækkar

Höfundur: Guðrún Hulda Pálsdóttir

Verðlagsnefnd búvara tók fyrir jól ákvörðun um hækkun lágmarksverðs mjólkur til bænda og heildsöluverðs mjólkur og mjólkurafurða sem nefndin verðleggur.

Lágmarksverð 1. flokks mjólkur til bænda hækkaði um 2,38%, úr 116,99 kr./ltr í 119,77 kr./ltr. þann 1. desember 2022.

Þann 1. janúar hækkaði heildsöluverð mjólkur og mjólkur­ vara sem nefndin verðleggur um 3,5%. Þannig verður heildsöluverð á mjólk, í eins lítra fernum, 171 króna. Hálfur lítri af rjóma mun kosta 595 í heildsölu og 45% ostur í heilum og hálfum stykkjum mun kosta 1.671 krónu. Álagning smásöluverslana er þó frjáls og því getur verðið orðið misjafnt milli söluaðila.

Í tilkynningu frá verðlagsnefnd búvara segir að verðhækkunin komi til vegna kostnaðarhækkana við framleiðslu og vinnslu mjólkur frá síðustu verðákvörðun 1. september 2022.

„Frá síðustu verðákvörðun til desembermánaðar 2022 hafa gjaldaliðir í verðlagsgrundvelli kúabús hækkað um 2,38%. Á sama tímabili hefur vinnslu­ og dreifingarkostnaður afurðastöðva hækkað um 5,06% að meðtöldum áhrifum kjarasamninga á launakostnað og er þetta grundvöllur hækkunar heildsöluverðs auk hækkunar á afurðaverði.“

Skylt efni: Mjólk

Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu
Fréttir 11. desember 2025

Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu

Ný rannsókn Matís sýnir að kolefnisspor helstu íslenskra matvæla – mjólkur, kjöt...

Þörungakjarni með mörg hlutverk
Fréttir 11. desember 2025

Þörungakjarni með mörg hlutverk

Undirrituð hefur verið formleg viljayfirlýsing um stofnun Þörungakjarna á Akrane...

Húsaeiningar frá Noregi
Fréttir 9. desember 2025

Húsaeiningar frá Noregi

Nýlega komu um tvö þúsund fermetrar af svonefndum „Modulum“, sem eru forsmíðaðar...

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni

Alþingi hefur samþykkt framkvæmdaáætlun náttúruminjaskrár til ársins 2029. Um tí...

Gervigreind í Grímsnesi
Fréttir 9. desember 2025

Gervigreind í Grímsnesi

Grímsnes- og Grafningshreppur tekur nú þátt í þróunarverkefni í samstarfi við up...

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni

Þingsályktunartillaga um nýtt fyrirkomulag jarðakaupa frumkvöðla á landsbyggðinn...

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti
Fréttir 8. desember 2025

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti

Niðurstöðu COP30 sem fram fór í Brasilíu í nóvember hefur verið lýst sem lægsta ...

Fituúrgangur til framleiðslu á hreinsivörum
Fréttir 8. desember 2025

Fituúrgangur til framleiðslu á hreinsivörum

Nýsköpunarfyrirtækið Gefn sérhæfir sig í framleiðslu á umhverfisvænum bílahreins...