Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 mánaða.
Veiðitímabil rjúpu ákveðið
Fréttir 16. september 2025

Veiðitímabil rjúpu ákveðið

Höfundur: Ástvaldur Lárusson

Rjúpu má veiða frá 24. október. Landinu er skipti í sex veiðisvæði þar sem fjöldi veiðidaga er misjafn. Verndarsvæði verður á Reykjanesi, líkt og undanfarin ár.

Skemmst varir veiðitímabilið á Suðurlandi, en síðasti veiðidagurinn þar er 11. nóvember. Flestir veiðidagar eru á Austurlandi þar sem tímabilinu lýkur 22. desember. Heimilt er að veiða rjúpu frá föstudögum til og með þriðjudögum, en grið skulu gefin tvo daga í viku. Nánari upplýsingar má sjá á vef Stjórnarráðsins.

Fyrirkomulag rjúpnaveiði í ár byggir á þeim grunni sem lagt var upp með í samvinnu hagaðila við gerð stjórnunar- og verndaráætlun fyrir rjúpnastofninn sem undirrituð var síðastliðið haust. Lagt er upp með að það hafi jákvæð áhrif á bæði rjúpnastofninn og alla hagaðila. Í fréttatilkynningu er veiðimönnum bent á að kynna sér takmarkanir á veiðum á friðlýstum svæðum og eru þeir hvattir til góðrar umgengni um náttúru landsins. Ítrekað er að sölubann er á rjúpum og á það jafnt við um sölu til endursöluaðila og annarra.

Virk endurheimt 30% raskaðra vistkerfa árið 2030
Fréttir 29. janúar 2026

Virk endurheimt 30% raskaðra vistkerfa árið 2030

Auðug líffræðileg fjölbreytni náttúrunnar er forsenda heilbrigðra vistkerfa, sem...

Góð afkoma lykilatriði fyrir nýliðun
Fréttir 29. janúar 2026

Góð afkoma lykilatriði fyrir nýliðun

„Að fólk geti greitt sér laun fyrir vinnuna, byggt upp jarðir, ræktun og bygging...

Skýrt nei við aðildarviðræðum
Fréttir 29. janúar 2026

Skýrt nei við aðildarviðræðum

Ríflega 76 prósent bænda sem eru félagsmenn í Bændasamtökum Íslands eru ósammála...

Dreifikostnaður raforku hækkar
Fréttir 29. janúar 2026

Dreifikostnaður raforku hækkar

Gjaldskrárhækkanir dreifiveitna rafmagns hafa hækkað umfram vísitölu á undanförn...

Meðalafurðir mjólkurkúa aldrei meiri
Fréttir 29. janúar 2026

Meðalafurðir mjólkurkúa aldrei meiri

Samkvæmt niðurstöðum skýrsluhalds Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) fyrir...

Mesti fjöldi skráðra sæðinga
Fréttir 27. janúar 2026

Mesti fjöldi skráðra sæðinga

Metþátttaka var í sauðfjársæðingum nú í desember. Þann 9. janúar var búið að skr...

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður
Fréttir 27. janúar 2026

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður

Anna Guðrún Þórðardóttir kynnti í haust frumniðurstöður úr doktorsverkefninu Erf...

Þari í sauðakjöt, krydd og kex
Fréttir 27. janúar 2026

Þari í sauðakjöt, krydd og kex

Nýtt frækex, unnið úr íslenskum þara, er komið á innlendan markað.