Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Mynd / Hulda Guðmundsdóttir.
Mynd / Hulda Guðmundsdóttir.
Á faglegum nótum 13. júlí 2016

Varnir gegn útbreiðslu spánarsnigils

Höfundur: Vilmundur Hansen

Spánarsnigill (Arion vulgaris) er rauðgulleitur snigill. Fullvaxinn er hann stór miðað við snigla. Hann getur verið til ama í ræktun og hér á landi telst hann til framandi og ágengra dýra.

Á heimasíðu Mast segir að spánarsnigill verpir eggjum fyrri hluta sumars sem eru nokkuð lengi að klekjast um 5 til 6 vikur. Flest egg klekjast út fyrir vetur og í nágrannalöndum lifir virkur snigillinn af veturinn auk óklakinna eggja. Sniglar eru mjög hægfara dýr og komast hvorki yfir vatnsföll eða þurra sanda. Dreifing þeirra hér á landi er af mannavöldum.

Líkur eru á að undanfarið hafi snigillinn borist með pottaplöntum/ plöntubökkum,  frá ræktunarstöðvum  á útbreiðslusvæðis snigilsins inn á ónumin svæði.

Vilja koma í veg fyrir útbreiðslu
Umhverfisstofnun og  Matvælastofnun vilja koma þeim tilmælum til þeirra sem rækta plöntur til sölu að þess sé vel gætt að spánarsnigill dreifist ekki með plöntum sem sendar eru frá ræktunarstað.  Til að ná því markmiði er mikilvægt að þessum snigli sé haldið frá ræktunarstöð og öllum þeim svæðum sem plöntur eru geymdar.  Sjónrænt eftirlit er mikilvægt og ef grunur vaknar um að spánarsnigill sé á svæðinu þarf að grípa til aðgerða. Það er ábyrgð ræktanda að dreifa ekki skaðvöldum og ef því er sinnt þarf ekki að beita þvingunarúrræðum sem þessar stofnanir hafa heimild til að beita.

Tilkynna á um nýja fundarstaði spánarsnigils og tjóns af völdum hans til  Náttúrufræðistofnunar.
Ráð til að halda spánarsnigli frá ræktunarstöðum.

Tíður gólf og jarðvegs þvottur með heitu vatni er áhrifavirk aðgerð. Eftir þá aðgerð er mikilvægt að hindra skrið snigla aftur inn á ræktunarsvæðið. Sérlega mikilvægt er að plöntur sem á að flytja á brott svo sem til sölu annars staðar séu ekki geymdar á svæði sem sniglar komist að.

Beita má t.d. eftirfarandi eðlisfræðilegum vörnum eftir að umhverfi hefur verið hreinsað af sniglum:

Sniglagirðingar er stundum hægt að setja upp umhverfis geymslusvæði. Þær eru lóðréttur veggur úr málmplöturenningi  sem beygist út að ofan um -45°  í átt að óhreinsuðu svæði.

Við sumar aðstæður má koma fyrir belti úr brenndu kalki - steypukalki eða kísilgúr, sem hindra að sniglar skríði inn á svæðið.

Járnfosfat, sem er eitrað sniglum, þarf að vera tiltækt sem varnarefni í sniglabeitu og nota slíka beitu til að halda hreinsuðu svæði sniglalausu.

Lífrænar varnir
Líkur eru á því að hægt sé að halda spánarsnigli niðri með lífrænum vörnum. Þá er um að ræða að nýta sér það að pardussnigill  (Limax maximus) er stór snigill sem í einhverjum tilfellum étur spánarsnigil og egg hans. Þessi snigill nærist frekar á rotnandi plöntuleifum en ferskum plöntum og er skaði af völdum hans lítill, en þar sem hann étur stundum nýgræðinga hentar hann ekki alls staðar.

Ræktendur verða að þekkja muninn á þessum tveimur tegundum og stuðla að góðum þrifum  pardussnigils ef þeir kjósa að nýta þá tegund til lífrænna varna. Pardussnigill  kýs að dvelja í haugum úr afklipptum trjágreinum og rotnandi plöntuleyfum  (svo sem í safnhaugum). Frá slíkum stöðum rennir hann sér í árásarferðir að næturlagi.

Almenningur getur stuðlað að því að halda stofni spánarsnigla niðri með því að aflífa þá snigla sem sjást. Hægt er að safna þeim í ílát og frysta eða klippa þá í sundur á staðnum. /VH
 

Mugga bar þremur kvígum
Fréttir 26. júlí 2024

Mugga bar þremur kvígum

Kýrin Mugga 985 frá bænum Steindyrum í Svarfaðardal í Dalvíkurbyggð bar þríkelfi...

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku
Fréttir 25. júlí 2024

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku

Þann 24. júní náðist sögulegt samkomulag í Danmörku, á milli stjórnvalda og nokk...

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?
Fréttir 25. júlí 2024

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?

Því hefur verið varpað fram að þegar kemur að kolefnisbindingu ætti að leggja me...

Snikka til lög um flutningsjöfnuð
Fréttir 25. júlí 2024

Snikka til lög um flutningsjöfnuð

Áform eru uppi um breytingu á lögum um svæðisbundna flutningsjöfnun.

Stofnanir út á land
Fréttir 24. júlí 2024

Stofnanir út á land

Aðsetur nýrra stofnana umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins verður utan h...

Lundaveiðar leyfðar
Fréttir 24. júlí 2024

Lundaveiðar leyfðar

Umhverfis- og skipulagsráð Vestmannaeyja hefur samþykkt að heimila lundaveiði 27...

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum
Fréttir 23. júlí 2024

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum

Rannsóknamiðstöð landbúnaðarins, RML, rannsakar nú erfðaorsakir kálfadauða.

Upphreinsun skurða
Fréttir 23. júlí 2024

Upphreinsun skurða

Búnaðarfélag Austur-Landeyja hefur sent sveitarstjórn Rangárþings eystra erindi ...