Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Borun við Reyki fyrir hitaveitu Blönduóss og Skagastrandar.
Borun við Reyki fyrir hitaveitu Blönduóss og Skagastrandar.
Mynd / RARIK
Fréttir 3. ágúst 2023

Vantar nýja vinnsluholu

Höfundur: Steinunn Ásmundsdóttir

Borun er hafin við Reyki fyrir hitaveitu Blönduóss og Skagastrandar.

Byrjað var að bora fyrstu af fjórum rannsóknarholum við Reyki laust fyrir síðustu mánaðamót, að því er kemur fram á vef RARIK.

Er farið í verkefnið til að finna meira heitt vatn fyrir hitaveitu Blönduóss og Skagastrandar þar sem afkastageta núverandi svæðis er um það bil fullnýtt. Segir að ætlunin sé að bora fjórar rannsóknarholur, allt að 500 m djúpar, og út frá þeim gögnum sem fást úr holunum verði ný vinnsluhola staðsett.

Að tillögu ÍSOR er borað austan og vestan við núverandi vinnslusvæði og er ætlunin að leggja mat á stærð svæðisins, athuga hvort líkur séu á að finna heitt vatn utan við núverandi nýtingarsvæði og sem fyrr segir að finna hentuga staðsetningu fyrir vinnsluholuna sjálfa.

„Verktaki við borunina er Finnur ehf. á Akureyri en það fyrirtæki hefur nýlega flutt inn nýjan öflugan beltabor sem hentar vel í umrætt verk,“ segir í tilkynningu RARIK. „Ummerki á landi ættu því að vera í lágmarki, auk þess sem nauðsynleg loftpressa er höfð á vörubíl sem getur í þessu verkefni staðið á vegslóðum sem þegar eru til staðar og þaðan lagðar loftslöngur að bornum.“

Skylt efni: Rarik

Land tryggt undir vindmyllusvæðin
Fréttir 11. nóvember 2024

Land tryggt undir vindmyllusvæðin

Skipulagsstofnun hefur fengið fyrirhugaðan vindorkugarð í Fljótsdalshreppi inn á...

Fjárstuðningur skilar árangri í kornrækt
Fréttir 11. nóvember 2024

Fjárstuðningur skilar árangri í kornrækt

Erfðarannsóknir í íslenskri kornrækt sækja í sig veðrið um þessar mundir, ekki s...

Nóg af sæði í hafrastöðinni
Fréttir 8. nóvember 2024

Nóg af sæði í hafrastöðinni

Nóg er til af frystu hafrasæði og geitabændur hvattir til að nýta sér það til að...

Eggjaskortur vegna dýravelferðar
Fréttir 8. nóvember 2024

Eggjaskortur vegna dýravelferðar

Litlar birgðir á eggjum í verslunum má rekja til umfangsmikilla breytinga sem bæ...

Hveitikynbætur alger nýlunda
Fréttir 8. nóvember 2024

Hveitikynbætur alger nýlunda

Á vegum Landbúnaðarháskóla Íslands er verið að hefja vinnu að hveitikynbótum í f...

Japanir ætla sér mikla hluti í ræktun á Íslandi
Fréttir 7. nóvember 2024

Japanir ætla sér mikla hluti í ræktun á Íslandi

Japanskt fyrirtæki hyggst bæta hrísgrjónarækt við jarðarberjaframleiðslu sína á ...

Nýr verðlagsgrunnur og ný verðlagsnefnd
Fréttir 7. nóvember 2024

Nýr verðlagsgrunnur og ný verðlagsnefnd

Drög að nýjum verðlagsgrunni kúabús liggja fyrir, sem er uppfærsla á grunninum f...

Jafnvægisverð lækkar áfram
Fréttir 7. nóvember 2024

Jafnvægisverð lækkar áfram

Á markaði með greiðslumark í mjólk, haldinn 1. nóvember, myndaðist jafnvægisverð...