Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Borun við Reyki fyrir hitaveitu Blönduóss og Skagastrandar.
Borun við Reyki fyrir hitaveitu Blönduóss og Skagastrandar.
Mynd / RARIK
Fréttir 3. ágúst 2023

Vantar nýja vinnsluholu

Höfundur: Steinunn Ásmundsdóttir

Borun er hafin við Reyki fyrir hitaveitu Blönduóss og Skagastrandar.

Byrjað var að bora fyrstu af fjórum rannsóknarholum við Reyki laust fyrir síðustu mánaðamót, að því er kemur fram á vef RARIK.

Er farið í verkefnið til að finna meira heitt vatn fyrir hitaveitu Blönduóss og Skagastrandar þar sem afkastageta núverandi svæðis er um það bil fullnýtt. Segir að ætlunin sé að bora fjórar rannsóknarholur, allt að 500 m djúpar, og út frá þeim gögnum sem fást úr holunum verði ný vinnsluhola staðsett.

Að tillögu ÍSOR er borað austan og vestan við núverandi vinnslusvæði og er ætlunin að leggja mat á stærð svæðisins, athuga hvort líkur séu á að finna heitt vatn utan við núverandi nýtingarsvæði og sem fyrr segir að finna hentuga staðsetningu fyrir vinnsluholuna sjálfa.

„Verktaki við borunina er Finnur ehf. á Akureyri en það fyrirtæki hefur nýlega flutt inn nýjan öflugan beltabor sem hentar vel í umrætt verk,“ segir í tilkynningu RARIK. „Ummerki á landi ættu því að vera í lágmarki, auk þess sem nauðsynleg loftpressa er höfð á vörubíl sem getur í þessu verkefni staðið á vegslóðum sem þegar eru til staðar og þaðan lagðar loftslöngur að bornum.“

Skylt efni: Rarik

Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu
Fréttir 11. desember 2025

Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu

Ný rannsókn Matís sýnir að kolefnisspor helstu íslenskra matvæla – mjólkur, kjöt...

Þörungakjarni með mörg hlutverk
Fréttir 11. desember 2025

Þörungakjarni með mörg hlutverk

Undirrituð hefur verið formleg viljayfirlýsing um stofnun Þörungakjarna á Akrane...

Húsaeiningar frá Noregi
Fréttir 9. desember 2025

Húsaeiningar frá Noregi

Nýlega komu um tvö þúsund fermetrar af svonefndum „Modulum“, sem eru forsmíðaðar...

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni

Alþingi hefur samþykkt framkvæmdaáætlun náttúruminjaskrár til ársins 2029. Um tí...

Gervigreind í Grímsnesi
Fréttir 9. desember 2025

Gervigreind í Grímsnesi

Grímsnes- og Grafningshreppur tekur nú þátt í þróunarverkefni í samstarfi við up...

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni

Þingsályktunartillaga um nýtt fyrirkomulag jarðakaupa frumkvöðla á landsbyggðinn...

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti
Fréttir 8. desember 2025

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti

Niðurstöðu COP30 sem fram fór í Brasilíu í nóvember hefur verið lýst sem lægsta ...

Fituúrgangur til framleiðslu á hreinsivörum
Fréttir 8. desember 2025

Fituúrgangur til framleiðslu á hreinsivörum

Nýsköpunarfyrirtækið Gefn sérhæfir sig í framleiðslu á umhverfisvænum bílahreins...