Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 mánaða.
Vanburða innviðir hringrásarhagkerfis
Fréttir 20. mars 2025

Vanburða innviðir hringrásarhagkerfis

Höfundur: Sigurður Már Harðarson

Ekkert eftirlit er á Suðurlandi með því að garðyrkjuúrgangur úr íslenskri útiog ylrækt fari í lögformlegan farveg til moltugerðar. Þar er þó stór hluti íslenskra grænmetisbænda staðsettur, langstærsti hluti íslenskrar ylræktar og mikill úrgangur sem fellur til.

Að mestu leyti fer þessi úrgangur, sem flokkaður er sem lífúrgangur, í annan farveg en til formlegrar moltugerðar. Hann er ýmist nýttur beint sem áburðarefni á ræktarlönd, notaður sem landfylling eða urðaður, þó að lög hafi tekið gildi í byrjun árs 2023 þar sem bann er lagt við urðun á slíkum úrgangi í þeim tilgangi að innleiða hringrásarhagkerfi.

Skilvirk meðferð heimilisúrgangs

Íbúar þéttbýlis hafa fundið fyrir áhrifum af þessum lagabreytingum með skilvirkara flokkunarkerfi fyrir sinn heimilisúrgang, þar sem nú er kominn sérstakur farvegur fyrir lífræna úrganginn.

Umhverfisstofnun tilkynnti um góðan árangur af því breytta fyrirkomulagi í september á síðasta ári þegar því var hampað sem niðurstöðu úr könnun, sem Gallup gerði fyrir stofnunina, að 87 prósent íslenskra heimila flokkuðu lífúrgang.

Hafa ekki mannafla

Lífúrgangur er skilgreindur sem niðurbrjótanlegur lífrænn úrgangur. Ekki er þó allur lífrænn úrgangur frá landbúnaði lífúrgangur, til dæmis ekki búfjárskítur og dýraleifar.

Nýju lögin eru innleidd frá Evrópusambandinu og er ætlað annars vegar að minnka losun gróðurhúsalofttegunda og hins vegar að koma verðmætum efnum inn í hringrásarhagkerfið til endurnýtingar.

Heilbrigðisnefndir sveitarfélaga hafa það eftirlitshlutverk að tryggja að úrgangur sem fellur til innan sveitarfélaga sé meðhöndlaður með réttum hætti, fari í lögformlega farvegi.

Sigrún Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri heilbrigðiseftirlits Suðurlands, segir að þar hafi þetta eftirlitshlutverk ekki verið sett á oddinn hvað varðar garðyrkjuúrganginn.

„En við höfum fregnir af því að það sé verið að huga að þessum málum. Við höfum bara ekki haft mannafla til að sinna þessu hingað til, enda erum við bara með átta manns með eftirlitshlutverk á mörgum sviðum á öllu Suðurlandi. Við fylgjumst hins vegar með af hliðarlínunni þótt við höfum ekki verið atkvæðamikil í kröfugerðum á þessu sviði hingað til.“

Lífúrgangurinn jarðgerður á sérstökum móttökustöðvum

Ljóst er að með nýju lögunum verður gjörbreyting á meðferð lífúrgangs hjá garðyrkjubændum. Gert er ráð fyrir að lífúrgangurinn sé jarðgerður á sérstökum móttökustöðvum.

Gas- og jarðgerðarstöðin GAJA í Álfsnesi, sem er í eigu Sorpu, er stærsti slíki móttökuaðilinn á Íslandi. Þangað mun stór hluti af lífúrgangi fara frá höfuðborgarsvæðinu – og víðar að – hvar hann umbreytist í moltu og metangas. Molta heitir önnur stór jarðgerðarstöð sem er í Eyjafirði.

Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu
Fréttir 11. desember 2025

Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu

Ný rannsókn Matís sýnir að kolefnisspor helstu íslenskra matvæla – mjólkur, kjöt...

Þörungakjarni með mörg hlutverk
Fréttir 11. desember 2025

Þörungakjarni með mörg hlutverk

Undirrituð hefur verið formleg viljayfirlýsing um stofnun Þörungakjarna á Akrane...

Húsaeiningar frá Noregi
Fréttir 9. desember 2025

Húsaeiningar frá Noregi

Nýlega komu um tvö þúsund fermetrar af svonefndum „Modulum“, sem eru forsmíðaðar...

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni

Alþingi hefur samþykkt framkvæmdaáætlun náttúruminjaskrár til ársins 2029. Um tí...

Gervigreind í Grímsnesi
Fréttir 9. desember 2025

Gervigreind í Grímsnesi

Grímsnes- og Grafningshreppur tekur nú þátt í þróunarverkefni í samstarfi við up...

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni

Þingsályktunartillaga um nýtt fyrirkomulag jarðakaupa frumkvöðla á landsbyggðinn...

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti
Fréttir 8. desember 2025

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti

Niðurstöðu COP30 sem fram fór í Brasilíu í nóvember hefur verið lýst sem lægsta ...

Fituúrgangur til framleiðslu á hreinsivörum
Fréttir 8. desember 2025

Fituúrgangur til framleiðslu á hreinsivörum

Nýsköpunarfyrirtækið Gefn sérhæfir sig í framleiðslu á umhverfisvænum bílahreins...