Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Vambir utan um slátur virðast nú heyra sögunni til í matarmenningu Íslendinga.
Vambir utan um slátur virðast nú heyra sögunni til í matarmenningu Íslendinga.
Mynd / Úr safni
Fréttir 11. október 2024

Vambir liðnar undir lok

Höfundur: Steinunn Ásmundsdóttir

Ekki fást lengur vambir með slátri frá SS. Neytendur sakna þeirra.

Þeir sem taka slátur virðast ekki lengur geta fengið vambir nema þá eftir einhverjum sérleiðum, þær eru almennt orðnar ófáanlegar til sláturgerðar. Ýmsir eru ósáttir, segja annað bragð af slátrinu, auk þess sem rótgróin matarhefð glatist.

Munar um bragðið af vömbunum

„Við hjónin erum búin að taka slátur í 52 ár, telst okkur til,“ segir Ásgeir Eiríksson, sem hafði samband og lýsti áhyggjum sínum af því að fá ekki vambir lengur.

„Þetta er mikill uppáhaldsmatur í fjölskyldunni og yfirleitt mörgum boðið í mat þegar soðið er slátur hjá okkur. Það er til dæmis mjög vinsælt hjá unga fólkinu.

Nú ætla þeir ekki að hleypa okkur í vambirnar meir. Ég fór í Hagkaup og ætlaði að kaupa slátur, eins og ég geri venjulega, en þá var ekki hægt að fá vambir lengur,“ segir hann.

Ásgeir segist hafa brugðið á það ráð að hringja beint í SS og spyrjast fyrir. „Það stóð heima, mér var sagt að engar vambir yrðu leyfðar á Reykjavíkursvæðinu. Við þekkjum aðeins til norður á Akureyri og þar hefur vinafólk okkar tekið slátur í mörg ár en mátt una við að fá ekki vambir um árabil. En við hjónin ætlum að gefa slátrinu frí hér eftir og hætta þessu. Það munar um bragðið sem kemur af vömbunum í slátrið og öðruvísi slátur sem kemur úr gervivömbum. Það er bara allt annar matur,“ segir hann jafnframt.

Prótínkeppurinn sigrar

Ásgeir hefur séð um að gera vambirnar tilbúnar fyrir slátrið öll árin og er síður en svo sáttur við þessa niðurstöðu.

Þau hjónin séu bæði fædd árið 1945 og hann gruni að vambaleysið muni marka endalok sláturgerðar hjá í það minnsta einhverjum hluta eldra fólks. „Ég á von á því að sú kynslóð leggi þetta af að stórum hluta til, því miður.“

Lengstum voru vambir sniðnar, skornar niður og saumaðir úr þeim keppir sem síðan voru fylltir með blöndu af niðurskornum mör, rúgmjöli og annaðhvort blóði eða hakkaðri lifur og stundum líka nýrum. Notkun á vömbum hefur þó orðið minni á síðari árum og nú notast við tilbúna keppi, m.a. svokallaða prótínkeppi.

SS hefur séð Hagkaup fyrir slátri og fylgja prótínkeppir slátrinu. Í fyrra voru 90% af öllum vömbum hjá SS seld í dýrafóðursframleiðslu og hitt selt með slátri. Þótti í raun ekki svara kostnaði að kalóna og selja vambir.

Ekki fengust viðbrögð fyrir fyrirspurn til SS um stöðu mála í ár. Árið 2014 var reynt að hætta með vambir hjá SS og þá eingöngu seldir prótínkeppir. Bar SS fyrir sig minnkandi sölu, kostnaði, rýrnun við vinnsluna og úreltum tækjabúnaði. Um 15 þúsund vambir höfðu selst haustið áður, allar frá SS. Kalónaðar vambir (hreinsaðar með leskjuðu kalki og sjóðheitu vatni) fóru þó aftur í sölu um tíma en nú virðast vambirnar heyra sögunni til.

Skylt efni: sláturgerð

Virk endurheimt 30% raskaðra vistkerfa árið 2030
Fréttir 29. janúar 2026

Virk endurheimt 30% raskaðra vistkerfa árið 2030

Auðug líffræðileg fjölbreytni náttúrunnar er forsenda heilbrigðra vistkerfa, sem...

Góð afkoma lykilatriði fyrir nýliðun
Fréttir 29. janúar 2026

Góð afkoma lykilatriði fyrir nýliðun

„Að fólk geti greitt sér laun fyrir vinnuna, byggt upp jarðir, ræktun og bygging...

Skýrt nei við aðildarviðræðum
Fréttir 29. janúar 2026

Skýrt nei við aðildarviðræðum

Ríflega 76 prósent bænda sem eru félagsmenn í Bændasamtökum Íslands eru ósammála...

Dreifikostnaður raforku hækkar
Fréttir 29. janúar 2026

Dreifikostnaður raforku hækkar

Gjaldskrárhækkanir dreifiveitna rafmagns hafa hækkað umfram vísitölu á undanförn...

Meðalafurðir mjólkurkúa aldrei meiri
Fréttir 29. janúar 2026

Meðalafurðir mjólkurkúa aldrei meiri

Samkvæmt niðurstöðum skýrsluhalds Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) fyrir...

Mesti fjöldi skráðra sæðinga
Fréttir 27. janúar 2026

Mesti fjöldi skráðra sæðinga

Metþátttaka var í sauðfjársæðingum nú í desember. Þann 9. janúar var búið að skr...

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður
Fréttir 27. janúar 2026

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður

Anna Guðrún Þórðardóttir kynnti í haust frumniðurstöður úr doktorsverkefninu Erf...

Þari í sauðakjöt, krydd og kex
Fréttir 27. janúar 2026

Þari í sauðakjöt, krydd og kex

Nýtt frækex, unnið úr íslenskum þara, er komið á innlendan markað.