Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Stóra-Ármót. Nýja einangrunarstöðin fyrir holdanautgripina er nú að rísa á svæðinu hér nær þjóðveginum.
Stóra-Ármót. Nýja einangrunarstöðin fyrir holdanautgripina er nú að rísa á svæðinu hér nær þjóðveginum.
Mynd / HKr.
Fræðsluhornið 5. apríl 2017

Val á nautum vegna innflutnings á fóstur­vísum úr Angus-holdagripum frá Noregi

Höfundur: Baldur Helgi Benjamínsson
Á Stóra-Ármóti í Flóa eru fram­kvæmdir við byggingu einangrunarstöðvar fyrir holda­nautgripi í fullum gangi. 
 
Stöðin er í eigu Nautgriparæktar­miðstöðvar Íslands ehf. (NautÍs), sem aftur er í jafnri eigu Landssambands kúabænda, Bændasamtaka Íslands og Búnaðarsambands Suðurlands. Í stjórn NautÍs sitja þeir Sigurður Loftsson sem fulltrúi LK, Sveinbjörn Eyjólfsson, fulltrúi BÍ og Gunnar Kr. Eiríksson sem fulltrúi BSSL. Sigurður er formaður stjórnar. Framkvæmdastjóri félagsins er Sveinn Sigurmundsson, sem jafnframt er framkvæmdastjóri Búnaðarsambands Suðurlands. Þorsteinn Ólafsson er dýralæknir stöðvarinnar og Baldur Indriði Sveinsson er starfsmaður hennar. Undirritaður, Baldur Helgi Benjamínsson, búfjárerfðafræðingur og fyrrverandi framkvæmdastjóri LK, hefur verið félaginu til ráðuneytis undanfarna mánuði. 
 
Í nýjum búvörusamningi var samið um sérstakt 100 m.kr. framlag til uppbyggingar á stöðinni. Einnig er gert ráð fyrir að hluta af stuðningi búvörusamningsins við nautakjötsframleiðslu verði ráðstafað til að reka stöðina á komandi árum. 
 
Gífurlegar sóttvarnarkröfur
 
Samkvæmt reglugerð um innflutning erfðaefnis holdanauta og kröfur um útbúnað einangrunarstöðva nr. 850/2015, með síðari breytingum er einungis heimilt að flytja inn erfðaefni frá Noregi. Sú skipan byggist alfarið á þeirri staðreynd, að heilsufar nautgripa í Noregi er með því besta sem þekkist í heiminum. 
Sýklalyfjanotkun í landbúnaði er til að mynda hvergi minni en þar. Jafnframt var gefið út heilbrigðisvottorð vegna þessa innflutnings í nóvember sl. sem samþykkt hefur verið af matvælastofnunum Íslands og Noregs. 
 
Í vottorðinu eru tekin fram margvísleg skilyrði sem foreldrar fósturvísanna þurfa að uppfylla; að þeir séu fæddir í Noregi og hafi þar alið allan sinn aldur. 
 
Að engir þeir sjúkdómar sem tilgreindir eru í 2. og 3. gr. íslenskrar reglugerðar nr. 52/2014 um tilkynningar- og skráningarskylda dýrasjúkdóma (alls 34 sjúkd.) hafi greinst á viðkomandi búi fyrir og eftir töku fósturvísanna.  
 
Að þeir sem taka og meðhöndla fósturvísana uppfylli skilyrði norskra stjórnvalda þar um og að kvígurnar sem fósturvísar verði teknir úr séu heilsuhraustar, hafi ekki verið bólusettar fyrir neinum sjúkdómi á undanförnum 12 mánuðum. 
 
 Að þær hafi verið prófaðar vegna eftirtalinna sjúkdóma, með neikvæðum niðurstöðum: Q-hitasótt, E. coli O157:H7, smitandi slímhúðarpest, gulusótt, garnaveiki, nautgripaberklum og fósturláti í kúm. 
 
Enginn af þessum sjúkdómum finnst í Noregi, fyrir utan garnaveiki sem greindist á einu nautgripabúi árið 2015. 
 
Líða þurfa minnst 60 dagar frá því að fósturvísarnir eru teknir, þangað til þeir eru settir upp í fósturmæður. Eftir að fósturvísarnir hafa verið settir upp í kýr í einangrunarstöðinni á Stóra-Ármóti, er gerð krafa um að fósturmæðurnar verði prófaðar m.t.t. framangreindra sjúkdóma, og fleiri. Þá verða tekin sýni úr kálfunum eftir að þeir koma í heiminn og þau skimuð fyrir margvíslegum sjúkdómum.
 
Sóttvarnarkröfur vegna þessa innflutnings eru því gífurlega miklar og eiga sér líklega fáar hliðstæður í veröld víðri, enda er markmiðið að varðveita einstaka sjúkdómastöðu íslenskra nautgripa. 
 
Ræktunarstarf holdanautgripa í Noregi
 
TYR (www.tyr.no) er ræktunar- og hagsmunafélag holdanautabænda í Noregi og ber ábyrgð á kynbótastarfi holdanautgripa þar í landi. Félagsmenn eru um 1.600 talsins. Í Noregi er stundað ræktunarstarf (svipfarsmælingar og skýrsluhald, ættbók, innflutningur erfðaefnis og útreikningur kynbótagilda) á kynjunum Aberdeen Angus, Charolais, Hereford, Limousin og Simmental. Þá annast félagið innflutning á erfðaefni úr nokkrum öðrum holdakynjum. 
 
Félagið gefur út nautaskrá í desember ár hvert þar sem nautakosturinn er kynntur fyrir félagsmönnum. 
Sæðingum með holdanautasæði hefur farið mjög fjölgandi í Noregi undanfarin ár. Aukningin milli áranna 2015 og 2016 var 24%; fóru úr 20.602 í 25.597.
 
Ef litið er sérstaklega til Angus, þá fjölgaði sæðingum með slíkum gripum úr rúmlega 2.100 í rúmlega 2.500 milli áranna 2015 og 2016. Langmest af kálfum koma þó til með náttúrulegri pörun. Heildarfjöldi holdakúa var 76.180 þann 1. janúar 2016. Hafði þeim fjölgað um ríflega 20.000 á tíu árum.
 
300 kg fallþungi á 18 mánuðum! 
 
Árið 2016 komu 1.751 hreinræktuð ungnaut af Angus til slátrunar í Noregi, skv. tölum frá Animalia. Um 60% gripanna flokkuðust í R+, R og R-, meðal fallþungi var 292 kg og að jafnaði voru þeir 17,8 mánaða gamlir við slátrun. 
 
Til samanburðar er fallþungi ungnauta hér á landi um 230-240 kg að meðaltali, við 24-25 mánaða sláturaldur. 
 
Nánar má sjá dreifingu flokkunarinnar á myndinni og töflunni hér til hliðar; bestu föllin fara í U flokk en þau lökustu í P+. 
 
Myndin af R skrokknum er úr kynningarbæklingi MAST vegna innleiðingar á EUROP kjötmati, sem er á döfinni.
 
 
Embluverðlaununum frestað fram í júní
Fréttir 26. janúar 2022

Embluverðlaununum frestað fram í júní

Vegna kórónuveirufaraldursins hefur verkefnastjórn norrænu matvælaverðlaunanna E...

Lagt til að 700 milljóna króna stuðningur fari í niðurgreiðslu á hverju keyptu tonni
Fréttir 26. janúar 2022

Lagt til að 700 milljóna króna stuðningur fari í niðurgreiðslu á hverju keyptu tonni

Í fjárlögum ársins 2022 er gert ráð fyrir 700 milljóna króna stuðningi við bændu...

Tritrichomonas greindist í ketti
Fréttir 26. janúar 2022

Tritrichomonas greindist í ketti

Sníkjudýrið Tritrichomonas foetus greindist nýverið í fyrsta sinn á Íslandi, í s...

Fjallalax fær rekstrarleyfi vegna fiskeldis
Fréttir 26. janúar 2022

Fjallalax fær rekstrarleyfi vegna fiskeldis

Matvælastofnun hefur veitt Fjallalax ehf. rekstrarleyfi til fiskeldis að Hallkel...

DEUTZE-FAHR lagt á 12 glerflöskur
Fréttir 26. janúar 2022

DEUTZE-FAHR lagt á 12 glerflöskur

Í mars 2021 var sett heims­met með stórri fagurgrænni DEUTZE-FAHR TTV Warrior tö...

Endurbygging hefst í mars á hluta Snæfellsvegar
Fréttir 26. janúar 2022

Endurbygging hefst í mars á hluta Snæfellsvegar

Skrifað hefur verið undir samning um framkvæmd við Snæfellsveg, nr. 54, á milli ...

Fjögur félagasamtök styrkt til að hreinsa strandlengjuna
Fréttir 25. janúar 2022

Fjögur félagasamtök styrkt til að hreinsa strandlengjuna

Fjögur félagasamtök verða styrkt til verkefna sem lúta að hreinsun strandlengju ...

Riða greindist í skimunarsýni
Fréttir 25. janúar 2022

Riða greindist í skimunarsýni

Matvælastofnun barst fyrir skömmu tilkynning frá Tilraunastöð HÍ að Keldum um að...