Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 mánaða.
Útivistar- og loftslagsskógrækt í landi Lundar
Fréttir 5. júní 2025

Útivistar- og loftslagsskógrækt í landi Lundar

Höfundur: Steinunn Ásmundsdóttir

Framkvæmdaleyfi til skógræktar á jörðinni Lundi 3 í Borgarbyggð er nú til umsagnar í Skipulagsgátt.

Skógræktarfélag Reykjavíkur, landeigandi jarðarinnar Lundar 3, óskar eftir framkvæmdaleyfi til skógræktar á jörðinni. Segir í kynningu málsins í Skipulagsgátt að um sé að ræða útivistar- og loftslagsskógrækt á um 184 ha svæði og gert ráð fyrir að plantað verði í um 140 ha. Lögð er áhersla á að setja niður birki, stafafuru, sitkagreni, ösp og elri/öl sem skipt verður niður eftir jarðvegi á hverjum stað fyrir sig. Megináhersla er sögð vera að skógurinn skapi skjól og auki útivistargildi svæðisins ásamt því að binda kolefni. Í umsókn kemur m.a. fram að innan svæðis sé mýrlendi um 23 ha að stærð sem ekki verði raskað.

Gera má ráð fyrir að gróðursetning taki um fimm ár og verði lokið árið 2030 eða 2031. Skógræktarsvæðið liggur að Lundarreykjadalsvegi. Ekki verður gróðursett nær veginum en 15 metra. Skógurinn verður opinn almenningi. Málið verður í umsagnarferli til 22. júní nk.

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...

Gríðarlega mikilvægur vettvangur
Fréttir 4. desember 2025

Gríðarlega mikilvægur vettvangur

Framkvæmdastjóri Loftslagsráðs, Anna Sigurveig Ragnarsdóttir, segir COP enn gríð...

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi
Fréttir 4. desember 2025

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi

Allir loðdýrabændur á Suðurlandi, fimm að tölu, eru nú að hætta minkarækt þar se...

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda
Fréttir 4. desember 2025

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda

Frumvarp fjármálaráðherra um breytingu á ýmsum lögum um skatta, gjöld o.fl. felu...

Úthlutun í fyrsta sinn
Fréttir 28. nóvember 2025

Úthlutun í fyrsta sinn

Fyrsta úthlutun úr frumkvæðissjóðnum Fjársjóði fjalla og fjarða fór fram á dögun...