Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 mánaða.
Útivistar- og loftslagsskógrækt í landi Lundar
Fréttir 5. júní 2025

Útivistar- og loftslagsskógrækt í landi Lundar

Höfundur: Steinunn Ásmundsdóttir

Framkvæmdaleyfi til skógræktar á jörðinni Lundi 3 í Borgarbyggð er nú til umsagnar í Skipulagsgátt.

Skógræktarfélag Reykjavíkur, landeigandi jarðarinnar Lundar 3, óskar eftir framkvæmdaleyfi til skógræktar á jörðinni. Segir í kynningu málsins í Skipulagsgátt að um sé að ræða útivistar- og loftslagsskógrækt á um 184 ha svæði og gert ráð fyrir að plantað verði í um 140 ha. Lögð er áhersla á að setja niður birki, stafafuru, sitkagreni, ösp og elri/öl sem skipt verður niður eftir jarðvegi á hverjum stað fyrir sig. Megináhersla er sögð vera að skógurinn skapi skjól og auki útivistargildi svæðisins ásamt því að binda kolefni. Í umsókn kemur m.a. fram að innan svæðis sé mýrlendi um 23 ha að stærð sem ekki verði raskað.

Gera má ráð fyrir að gróðursetning taki um fimm ár og verði lokið árið 2030 eða 2031. Skógræktarsvæðið liggur að Lundarreykjadalsvegi. Ekki verður gróðursett nær veginum en 15 metra. Skógurinn verður opinn almenningi. Málið verður í umsagnarferli til 22. júní nk.

Góð afkoma lykilatriði fyrir nýliðun
Fréttir 29. janúar 2026

Góð afkoma lykilatriði fyrir nýliðun

„Að fólk geti greitt sér laun fyrir vinnuna, byggt upp jarðir, ræktun og bygging...

Skýrt nei við aðildarviðræðum
Fréttir 29. janúar 2026

Skýrt nei við aðildarviðræðum

Ríflega 76 prósent bænda sem eru félagsmenn í Bændasamtökum Íslands eru ósammála...

Dreifikostnaður raforku hækkar
Fréttir 29. janúar 2026

Dreifikostnaður raforku hækkar

Gjaldskrárhækkanir dreifiveitna rafmagns hafa hækkað umfram vísitölu á undanförn...

Meðalafurðir mjólkurkúa aldrei meiri
Fréttir 29. janúar 2026

Meðalafurðir mjólkurkúa aldrei meiri

Samkvæmt niðurstöðum skýrsluhalds Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) fyrir...

Mesti fjöldi skráðra sæðinga
Fréttir 27. janúar 2026

Mesti fjöldi skráðra sæðinga

Metþátttaka var í sauðfjársæðingum nú í desember. Þann 9. janúar var búið að skr...

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður
Fréttir 27. janúar 2026

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður

Anna Guðrún Þórðardóttir kynnti í haust frumniðurstöður úr doktorsverkefninu Erf...

Þari í sauðakjöt, krydd og kex
Fréttir 27. janúar 2026

Þari í sauðakjöt, krydd og kex

Nýtt frækex, unnið úr íslenskum þara, er komið á innlendan markað.

Ómarktæk vísindagrein um skaðleysi glýfosats
Fréttir 27. janúar 2026

Ómarktæk vísindagrein um skaðleysi glýfosats

Í niðurstöðum vísindagreinar í tímaritinu Regulatory Toxicology and Pharmacology...