Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 10 mánaða.
Matvælastofnun hefur verið að fá ábendingar um að menn séu að leggja út hræ af sauðfé til þess að lokka að ref. Það er bannað.
Matvælastofnun hefur verið að fá ábendingar um að menn séu að leggja út hræ af sauðfé til þess að lokka að ref. Það er bannað.
Mynd / Jonatan Pie
Fréttir 5. febrúar 2025

Útburður á hræjum er leyfisskyldur

Höfundur: Guðrún Hulda Pálsdóttir

Matvælastofnun birti á dögunum tilkynningu um útburð á hræjum vegna refaveiða.

Þar er vakin athygli á því að útburður á sauðfjárhræjum sem og hræjum af öðrum jórturdýrum sé algjörlega bannaður og að sækja þurfi um leyfi til stofnunarinnar til útburðar á hræjum.

Sigurbjörg Ólöf Bergsdóttir.

Sigurbjörg Ólöf Bergsdóttir, sérgreinadýralæknir nautgripa- og sauðfjársjúkdóma hjá Matvælastofnun, segir að tilkynningin sé birt að gefnu tilefni. „Við höfum verið að fá ábendingar um að menn séu að leggja út hræ af sauðfé til þess að lokka að ref. Menn virðast hvorki gera sér grein fyrir að útburður á hræjum er leyfisskyldur, né að það er í gildi bann við því að leggja út hræ/hræhluta af jórturdýrum af sóttvarnarástæðum – til þess að minnka líkurnar á dreifingu á riðuveiki, garnaveiki og vöðvasulli.“

Hægt er sækja um leyfi á þjónustugátt á vef Matvælastofnunar, en umsóknareyðublaðið er nr. 2.25 til glöggvunar.

Í lögum nr. 25/1993, 13. gr. kemur fram í 1.mgr. að aukaafurðir dýra sem ekki eru ætlaðar til manneldis skuli meðhöndla, geyma, flytja, vinna eða eyða á þann hátt að ekki valdi hættu á útbreiðslu smitefna eða annarra skaðlegra efna, að því er fram kemur á vef Matvælastofnunar. Þeir sem meðhöndli, geymi, flytji eða vinni aukaafurðir dýra sem ekki teljast til úrgangs skuli sækja um leyfi áður en starfsemin hefst. „Í gildi er reglugerð nr. 1069/2009/EB (ísl. reglugerð 674/2017) um heilbrigðisreglur að því er varðar aukaafurðir úr dýrum og afleiddar afurðir sem ekki eru ætlaðar til manneldis. Þar eru aukaafurðir dýra flokkaðar í þrjá mismunandi áhættuflokka og eru efni í 1. flokki áhættumest sbr. 8. gr. reglugerðarinnar (sóttmengaður úrgangur).

Þar kemur fram í b-lið að „sérstök áhættuefni“ teljist vera í 1. flokki. Fyrir liggur að heilir skrokkar af jórturdýrum teljast vera „sérstök áhættuefni“ vegna hættu á útbreiðslu m.a. riðu, en einnig garnaveiki og vöðvasulli og ber því að gæta alveg sérstakrar varúðar með meðhöndlun á þeim,“ segir Sigurbjörg.

Í 12. gr. reglugerðarinnar er fjallað um förgun og notkun efnis í 1. áhættuflokki. „Er þar gert ráð fyrir förgun með brennslu að meginstefnu til og skiptir þá ekki máli hvort viðkomandi dýrum er slátrað í sláturhúsi eða heima á bæ, hvað þá ef um er að ræða sjálfdauðar skepnur. Alls ekki er leyfilegt að bera skrokka af þessum dýrum út á víðavangi.

Sé meiningin að leggja út skrokkhluta eða kjöt til þess að egna fyrir ref verður það að vera af öðrum dýrategundum en jórturdýrum og eins og fyrr segir skal sækja um sérstakt leyfi til þess til Matvælastofnunar.“

Skylt efni: hræ | refaveiðar

Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu
Fréttir 11. desember 2025

Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu

Ný rannsókn Matís sýnir að kolefnisspor helstu íslenskra matvæla – mjólkur, kjöt...

Þörungakjarni með mörg hlutverk
Fréttir 11. desember 2025

Þörungakjarni með mörg hlutverk

Undirrituð hefur verið formleg viljayfirlýsing um stofnun Þörungakjarna á Akrane...

Húsaeiningar frá Noregi
Fréttir 9. desember 2025

Húsaeiningar frá Noregi

Nýlega komu um tvö þúsund fermetrar af svonefndum „Modulum“, sem eru forsmíðaðar...

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni

Alþingi hefur samþykkt framkvæmdaáætlun náttúruminjaskrár til ársins 2029. Um tí...

Gervigreind í Grímsnesi
Fréttir 9. desember 2025

Gervigreind í Grímsnesi

Grímsnes- og Grafningshreppur tekur nú þátt í þróunarverkefni í samstarfi við up...

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni

Þingsályktunartillaga um nýtt fyrirkomulag jarðakaupa frumkvöðla á landsbyggðinn...

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti
Fréttir 8. desember 2025

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti

Niðurstöðu COP30 sem fram fór í Brasilíu í nóvember hefur verið lýst sem lægsta ...

Fituúrgangur til framleiðslu á hreinsivörum
Fréttir 8. desember 2025

Fituúrgangur til framleiðslu á hreinsivörum

Nýsköpunarfyrirtækið Gefn sérhæfir sig í framleiðslu á umhverfisvænum bílahreins...