Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 11 mánaða.
Matvælastofnun hefur verið að fá ábendingar um að menn séu að leggja út hræ af sauðfé til þess að lokka að ref. Það er bannað.
Matvælastofnun hefur verið að fá ábendingar um að menn séu að leggja út hræ af sauðfé til þess að lokka að ref. Það er bannað.
Mynd / Jonatan Pie
Fréttir 5. febrúar 2025

Útburður á hræjum er leyfisskyldur

Höfundur: Guðrún Hulda Pálsdóttir

Matvælastofnun birti á dögunum tilkynningu um útburð á hræjum vegna refaveiða.

Þar er vakin athygli á því að útburður á sauðfjárhræjum sem og hræjum af öðrum jórturdýrum sé algjörlega bannaður og að sækja þurfi um leyfi til stofnunarinnar til útburðar á hræjum.

Sigurbjörg Ólöf Bergsdóttir.

Sigurbjörg Ólöf Bergsdóttir, sérgreinadýralæknir nautgripa- og sauðfjársjúkdóma hjá Matvælastofnun, segir að tilkynningin sé birt að gefnu tilefni. „Við höfum verið að fá ábendingar um að menn séu að leggja út hræ af sauðfé til þess að lokka að ref. Menn virðast hvorki gera sér grein fyrir að útburður á hræjum er leyfisskyldur, né að það er í gildi bann við því að leggja út hræ/hræhluta af jórturdýrum af sóttvarnarástæðum – til þess að minnka líkurnar á dreifingu á riðuveiki, garnaveiki og vöðvasulli.“

Hægt er sækja um leyfi á þjónustugátt á vef Matvælastofnunar, en umsóknareyðublaðið er nr. 2.25 til glöggvunar.

Í lögum nr. 25/1993, 13. gr. kemur fram í 1.mgr. að aukaafurðir dýra sem ekki eru ætlaðar til manneldis skuli meðhöndla, geyma, flytja, vinna eða eyða á þann hátt að ekki valdi hættu á útbreiðslu smitefna eða annarra skaðlegra efna, að því er fram kemur á vef Matvælastofnunar. Þeir sem meðhöndli, geymi, flytji eða vinni aukaafurðir dýra sem ekki teljast til úrgangs skuli sækja um leyfi áður en starfsemin hefst. „Í gildi er reglugerð nr. 1069/2009/EB (ísl. reglugerð 674/2017) um heilbrigðisreglur að því er varðar aukaafurðir úr dýrum og afleiddar afurðir sem ekki eru ætlaðar til manneldis. Þar eru aukaafurðir dýra flokkaðar í þrjá mismunandi áhættuflokka og eru efni í 1. flokki áhættumest sbr. 8. gr. reglugerðarinnar (sóttmengaður úrgangur).

Þar kemur fram í b-lið að „sérstök áhættuefni“ teljist vera í 1. flokki. Fyrir liggur að heilir skrokkar af jórturdýrum teljast vera „sérstök áhættuefni“ vegna hættu á útbreiðslu m.a. riðu, en einnig garnaveiki og vöðvasulli og ber því að gæta alveg sérstakrar varúðar með meðhöndlun á þeim,“ segir Sigurbjörg.

Í 12. gr. reglugerðarinnar er fjallað um förgun og notkun efnis í 1. áhættuflokki. „Er þar gert ráð fyrir förgun með brennslu að meginstefnu til og skiptir þá ekki máli hvort viðkomandi dýrum er slátrað í sláturhúsi eða heima á bæ, hvað þá ef um er að ræða sjálfdauðar skepnur. Alls ekki er leyfilegt að bera skrokka af þessum dýrum út á víðavangi.

Sé meiningin að leggja út skrokkhluta eða kjöt til þess að egna fyrir ref verður það að vera af öðrum dýrategundum en jórturdýrum og eins og fyrr segir skal sækja um sérstakt leyfi til þess til Matvælastofnunar.“

Skylt efni: hræ | refaveiðar

Góð afkoma lykilatriði fyrir nýliðun
Fréttir 29. janúar 2026

Góð afkoma lykilatriði fyrir nýliðun

„Að fólk geti greitt sér laun fyrir vinnuna, byggt upp jarðir, ræktun og bygging...

Skýrt nei við aðildarviðræðum
Fréttir 29. janúar 2026

Skýrt nei við aðildarviðræðum

Ríflega 76 prósent bænda sem eru félagsmenn í Bændasamtökum Íslands eru ósammála...

Dreifikostnaður raforku hækkar
Fréttir 29. janúar 2026

Dreifikostnaður raforku hækkar

Gjaldskrárhækkanir dreifiveitna rafmagns hafa hækkað umfram vísitölu á undanförn...

Meðalafurðir mjólkurkúa aldrei meiri
Fréttir 29. janúar 2026

Meðalafurðir mjólkurkúa aldrei meiri

Samkvæmt niðurstöðum skýrsluhalds Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) fyrir...

Mesti fjöldi skráðra sæðinga
Fréttir 27. janúar 2026

Mesti fjöldi skráðra sæðinga

Metþátttaka var í sauðfjársæðingum nú í desember. Þann 9. janúar var búið að skr...

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður
Fréttir 27. janúar 2026

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður

Anna Guðrún Þórðardóttir kynnti í haust frumniðurstöður úr doktorsverkefninu Erf...

Þari í sauðakjöt, krydd og kex
Fréttir 27. janúar 2026

Þari í sauðakjöt, krydd og kex

Nýtt frækex, unnið úr íslenskum þara, er komið á innlendan markað.

Ómarktæk vísindagrein um skaðleysi glýfosats
Fréttir 27. janúar 2026

Ómarktæk vísindagrein um skaðleysi glýfosats

Í niðurstöðum vísindagreinar í tímaritinu Regulatory Toxicology and Pharmacology...