Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 mánaða.
Velskir bændur nútímavæðast
Utan úr heimi 9. september 2025

Velskir bændur nútímavæðast

Höfundur: Steinunn Ásmundsdóttir

Tólf velskir bæir hafa lokið sérstöku tilraunamati á kolefnisfótspori.

Niðurstöður matsins sýna mikilvægi þess að bændur skilji gögnin vel til að auka skilvirkni og efla áhuga neytenda á landbúnaðarvörunni. Býlin eru hluti af tengslanetinu Farming Connect Our Farms Network og við úttektirnar var notuð Agrecalc Cloudkolefnisreiknivél sem sérhönnuð er fyrir landbúnað.

Til að fá betri skilning á gögnum býlisins hefur það reynst bændum hjálplegt að skilja hvernig stýring þeirra á verkefnum búsins hefur áhrif á bæði losun gróðurhúsalofttegunda og kolefnisbirgðir býlisins. Að skilja gögnin, sagði Farming Connect, gæti einnig leitt til lækkunar framleiðslukostnaðar og gert bændum kleift að leggja áherslu á umhverfisviðleitni sína, sem gæti hugsanlega aukið áhuga neytenda. Farmers weekly greinir frá.

Lítil útblástur

Rhys Davies, bóndi á mjólkurbúi í Flint-skíri, sagði að matið hefði verið mjög gagnleg æfing. Daviesfjölskyldan framleiðir mjólk úr 113 Holstein Friesians-kúm og kýrnar, sem bera kálfum um átta vikna skeið í apríl og maí ár hvert, gefa nú af sér að meðaltali um 7.500 lítra á kýr á ári, með 4,6% fituhlutfalli og 3,67% próteins.

Í úttektinni kom fram að losun sem myndast á bænum er undir meðaltali í Bretlandi fyrir bú sem eru í sama rekstri og með svipað kerfi.

Losun frá mjólkurbúinu árið 2023 jafngilti 1,09 kg koltvísýringsjafngildis (CO2e) á hvert kíló FPC-mjólkur (fitu- og próteinleiðrétt mjólk), samanborið við 1,19 kg og CO2e/kg meðaltal fyrir svipuð bresk bú með Agrecalc Cloud-reiknivélinni.

„Við höfum nú raunhæfar upplýsingar og getum metið hvar okkur gengur vel í losun og hvar við getum bætt okkur, þótt það sé traustvekjandi að við komum vel út í samanburði við koltvísýringsígildi meðalmjólkurframleiðanda,“ sagði Davies. Hann bætti við að framvegis hygðist hann jafnframt nota árleg gögn Agrinet um grasvöxt (í tonnum af þurrefni á hektara) með kolefnistækjum til að ákvarða hlut graslendis í kolefnisbindingu.

Nautin út

Farmers weekly tekur einnig dæmi um sauðfjárbú í hálendisbrúninni í Montgomery-skíri þar sem unnið hefur verið að því að auka framleiðni í sauðfé og nautum til að draga enn frekar úr losun.

Glyn og Chris Davies, sem nú stunda ræktun á nautakjöti og sauðfé í Awel y Grug og Cefn Coch, hafa sérstaklega einbeitt sér að sauðfjárræktinni.

Losun frá lambakjötsframleiðslu býlisins nam 32,11 kg og CO2e/ kg fallþunga, samanborið við landsmeðaltalið 25,94 kg og CO2e/ kg fallþunga.

Sauðfjárhluti býlisins, með 650 kynblönduðum ám, olli 68% af heildarlosun búsins, en nautaeldishlutinn, 30 Limousinnaut olli 32%. Melting fóðurs var stærsti losunarvaldurinn, 70% af heildarlosun í nautakjötinu og 77% í sauðfjárhópnum.

Nú stendur til að fjölga ánum í 900, hafa útskipti á 200 lömbum árlega og hætta alveg með nautakjötsframleiðslu. Með því að reka „lokaða“ hjörð vonast Davieshjónin til að halda sjúkdómum í skefjum og auka enn frekar framleiðni sauðfjárins.

„Niðurstöður þessarar grunnúttektar eru í samræmi við nokkra þætti ræktunarinnar sem ég stefni að því að bæta, þar á meðal að draga úr aðfangakostnaði með því að rækta rauðsmára, sem hefur vexti lamba og lækkað kostnað við aðkeypt fóður,“ sagði Chris Davies.

„Spjallað“ við kýr
Á faglegum nótum 9. janúar 2023

„Spjallað“ við kýr

Atferli, hegðun, útlit og ástand nautgripa getur gefið gríðarlega mikilvægar upp...

Skógarbændur og Bændasamtök Íslands
Á faglegum nótum 5. janúar 2023

Skógarbændur og Bændasamtök Íslands

Á aðalfundi Landssambands skógareigenda (LSE) sem haldinn var í Borgarnesi í maí...

Lífræn framleiðsla – nú er lag
Á faglegum nótum 5. janúar 2023

Lífræn framleiðsla – nú er lag

Á undanförnum árum hefur VOR látið til sín taka með ýmsum hætti til að hvetja ti...

Eitur á alltaf að vera síðasta úrræðið
Á faglegum nótum 3. janúar 2023

Eitur á alltaf að vera síðasta úrræðið

Meindýr eru skaðvaldar í garð- og skógrækt og óvelkomnir gestir sem flestir vild...

Ýmsir vankantar við smíði nýju norrænu næringarráðanna
Á faglegum nótum 2. janúar 2023

Ýmsir vankantar við smíði nýju norrænu næringarráðanna

Vinna við norrænu næringarráðin (NNR), sem Norræna ráðherra­nefndin heldur utan ...

Um niðurstöður lambadóma haustið 2022
Á faglegum nótum 30. desember 2022

Um niðurstöður lambadóma haustið 2022

Í heildina var útkoma lamba í haust góð. Meðalfallþungi á landinu var 16,6 kg og...

Lífrænn úrgangur: höfuðverkur eða tækifæri?
Á faglegum nótum 28. desember 2022

Lífrænn úrgangur: höfuðverkur eða tækifæri?

Hér á landi fellur til gríðarlegt magn af lífrænum úrgangi á öllum stigum samfél...

Skýrsluhald – heimarétt WorldFengs
Á faglegum nótum 27. desember 2022

Skýrsluhald – heimarétt WorldFengs

Nú þegar líður að áramótum og allir eru búnir að skila haustskýrslu til matvælar...