Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Kóralrif út af strönd Ástralíu.
Kóralrif út af strönd Ástralíu.
Mynd / NASA
Utan úr heimi 21. apríl 2023

Toppurinn á ísjakanum

Höfundur: Vilmundur Hansen

Nýjar rannsóknir á lífríki sjávarrifja og hafinu við Ástralíu sýna að ástand þess er mun verra en áður hefur verið talið. Ástæða þess er sögð vera hækkandi sjávarhiti og óþol núverandi lífvera við breytingunum á búsvæði þeirra.

Auk þess að hækkun sjávarhita hafi neikvæð áhrif á vistkerfi hafsins mun hún draga úr fiskveiðum þar sem framboð á fæðu fyrir nytjategundir mun dragast saman.

Samkvæmt niðurstöðum rannsóknanna, sem birtar voru í Natur, eru um 500 af þeim 1.057 tegundum sem kannaðar voru á verulegu undanhaldi og 300 af þeim á mörkunum að vera flokkaðar í útrýmingarhættu. Rannsóknin náði meðal annars til fiska, kórala, hryggleysingja, þörunga og sjávarplantna.

Aðstandendur rannsóknanna segja að hraði breytinganna sé mikill, að þær eigi sér stað fyrir augum allra sem þær vilji sjá en á sama tíma veki þær litla eftirtekt. Það sem meira er, að niðurstaða rannsóknanna er talin eingöngu vera toppurinn á ísjakanum.

„Spjallað“ við kýr
Á faglegum nótum 9. janúar 2023

„Spjallað“ við kýr

Atferli, hegðun, útlit og ástand nautgripa getur gefið gríðarlega mikilvægar upp...

Skógarbændur og Bændasamtök Íslands
Á faglegum nótum 5. janúar 2023

Skógarbændur og Bændasamtök Íslands

Á aðalfundi Landssambands skógareigenda (LSE) sem haldinn var í Borgarnesi í maí...

Lífræn framleiðsla – nú er lag
Á faglegum nótum 5. janúar 2023

Lífræn framleiðsla – nú er lag

Á undanförnum árum hefur VOR látið til sín taka með ýmsum hætti til að hvetja ti...

Eitur á alltaf að vera síðasta úrræðið
Á faglegum nótum 3. janúar 2023

Eitur á alltaf að vera síðasta úrræðið

Meindýr eru skaðvaldar í garð- og skógrækt og óvelkomnir gestir sem flestir vild...

Ýmsir vankantar við smíði nýju norrænu næringarráðanna
Á faglegum nótum 2. janúar 2023

Ýmsir vankantar við smíði nýju norrænu næringarráðanna

Vinna við norrænu næringarráðin (NNR), sem Norræna ráðherra­nefndin heldur utan ...

Um niðurstöður lambadóma haustið 2022
Á faglegum nótum 30. desember 2022

Um niðurstöður lambadóma haustið 2022

Í heildina var útkoma lamba í haust góð. Meðalfallþungi á landinu var 16,6 kg og...

Lífrænn úrgangur: höfuðverkur eða tækifæri?
Á faglegum nótum 28. desember 2022

Lífrænn úrgangur: höfuðverkur eða tækifæri?

Hér á landi fellur til gríðarlegt magn af lífrænum úrgangi á öllum stigum samfél...

Skýrsluhald – heimarétt WorldFengs
Á faglegum nótum 27. desember 2022

Skýrsluhald – heimarétt WorldFengs

Nú þegar líður að áramótum og allir eru búnir að skila haustskýrslu til matvælar...