Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Plastagnir finnast víða um heim í meltingarvegi sjófugla.
Plastagnir finnast víða um heim í meltingarvegi sjófugla.
Mynd / VH
Utan úr heimi 16. mars 2023

Plastagnir sýkja sjófugla

Höfundur: Vilmundur Hansen

Ný meinsemd sem rakin er til plastagna hefur fundist í sjófuglum og lýsir sér sem sár eða ör í meltingarvegi fuglanna.

Opin sár í meltingarveginum auka líkurnar á sýkingum og eitrun af völdum mengandi efna í fæðu fuglanna.

Plastmengun í sjó er gríðarlegt áhyggjuefni og plast nánast orðið hluti af fæðu margra tegunda sjófugla. Að sögn fuglafræðinga á Bretlandseyjum finnast plastagnir í meltingarvegi sjófugla á öllum aldri við strendur landsins.

Agnirnar berast í unga með fæðu sem foreldrarnir færa þeim og særa meltingarvef unganna og gerir þá þróttminni fyrir sýkingum.

Samkvæmt rannsóknum er greinilegt samhengi milli þess hversu mikið af plasti finnst í skít fuglanna og sára í meltingarvegi þeirra. Auk þess sem plastagnirnar valda bólgum og draga úr getu fuglanna til að melta fæðuna og taka upp næringarefni.

Skylt efni: plastagnir

„Spjallað“ við kýr
Á faglegum nótum 9. janúar 2023

„Spjallað“ við kýr

Atferli, hegðun, útlit og ástand nautgripa getur gefið gríðarlega mikilvægar upp...

Skógarbændur og Bændasamtök Íslands
Á faglegum nótum 5. janúar 2023

Skógarbændur og Bændasamtök Íslands

Á aðalfundi Landssambands skógareigenda (LSE) sem haldinn var í Borgarnesi í maí...

Lífræn framleiðsla – nú er lag
Á faglegum nótum 5. janúar 2023

Lífræn framleiðsla – nú er lag

Á undanförnum árum hefur VOR látið til sín taka með ýmsum hætti til að hvetja ti...

Eitur á alltaf að vera síðasta úrræðið
Á faglegum nótum 3. janúar 2023

Eitur á alltaf að vera síðasta úrræðið

Meindýr eru skaðvaldar í garð- og skógrækt og óvelkomnir gestir sem flestir vild...

Ýmsir vankantar við smíði nýju norrænu næringarráðanna
Á faglegum nótum 2. janúar 2023

Ýmsir vankantar við smíði nýju norrænu næringarráðanna

Vinna við norrænu næringarráðin (NNR), sem Norræna ráðherra­nefndin heldur utan ...

Um niðurstöður lambadóma haustið 2022
Á faglegum nótum 30. desember 2022

Um niðurstöður lambadóma haustið 2022

Í heildina var útkoma lamba í haust góð. Meðalfallþungi á landinu var 16,6 kg og...

Lífrænn úrgangur: höfuðverkur eða tækifæri?
Á faglegum nótum 28. desember 2022

Lífrænn úrgangur: höfuðverkur eða tækifæri?

Hér á landi fellur til gríðarlegt magn af lífrænum úrgangi á öllum stigum samfél...

Skýrsluhald – heimarétt WorldFengs
Á faglegum nótum 27. desember 2022

Skýrsluhald – heimarétt WorldFengs

Nú þegar líður að áramótum og allir eru búnir að skila haustskýrslu til matvælar...