Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 11 mánaða.
Nýsjálendingar berjast gegn sjálfsánu villibarri (hér í Kawekas) og segja það eyðileggja náttúru landsins.
Nýsjálendingar berjast gegn sjálfsánu villibarri (hér í Kawekas) og segja það eyðileggja náttúru landsins.
Mynd / Dave Hansford
Utan úr heimi 9. ágúst 2023

Nýsjálendingar skera upp herör gegn villibarri

Höfundur: Steinunn Ásmundsdóttir

Nýsjálendingar hafa áhyggjur af útbreiðslu barrtrjáategunda í landinu.

Sérfræðingar og áhugamenn hafa efnt til vitundarvakningar heima fyrir um hættu af villibarri (e. wilding conifers) eða villifurum (e. wilding pines) sem vaxa utan skilgreindra ræktunarsvæða á Nýja- Sjálandi og þau áhrif sem trén hafi á líffræðilegan fjölbreytileika, jarðveg og landnytjar. Trén ná fótfestu í villtri náttúru landsins með sjálfsáningu út frá ræktunarreitum en einnig var m.a. stafafuru sáð vísvitandi í hálendissvæði til að koma í veg fyrir landrof og uppblástur.

Aðgerðin „War against weeds“ hefur meðal annars náð til upprætingar sedruss, furu, grenis, sýpruss, lerkis og grenis utan ræktunarsvæða. Ýmis samtök, ríkisstyrkt og/eða sjálfboðaliðasamtök, starfa að því að uppræta þessar tegundir hvar sem til þeirra sést í villtri náttúru.

„Villibarrtré eru ágengt illgresi sem getur breytt hinu einstaka landslagi sem aðeins er að finna á Nýja-Sjálandi varanlega,“ segir á vef náttúruverndarstofnunar nýsjálensku ríkisstjórnarinnar. „Barrtré voru flutt inn til Nýja-Sjálands árið 1880 og hafa síðan breiðst út frá skógum, skjólbeltum og rofgróðri. Verði ágangi þeirra ekki stjórnað munu þau mynda þétta skóga sem gætu haft skaðleg áhrif á upprunalegt vistkerfi landsins, taka til sín vatn sem er af skornum skammti og breyta ásýnd landsins varanlega,“ segir á vefnum.

Meðlimir hérlendra náttúruverndarsamtaka, svo sem Vina íslenskrar náttúru og Landverndar, hafa lýst svipuðum áhyggjum fyrir Íslands hönd varðandi að verið sé að gróðursetja sumar áðurnefndra tegunda, m.a. stafafuru, án tak- markana. Hvatt er til varkárni og að horft sé til reynslu Nýsjálendinga.

„Stafafura er ekki ágeng af því að til að teljast ágeng þarf hún að leiða til rýrnunar á líffjölbreytni að því marki að til vandræða horfi. Hún er hvergi að gera það og það verða árhundruð ef ekki -þúsund þangað til að það gerist, ef það gerist nokkurn tímann,“ segir Hlynur Gauti Sigurðsson, sérfræðingur búgreinadeildar skógarbænda hjá Bændasamtökum Íslands. Hann segir tegundina lítið gróðursetta á Nýja-Sjálandi. Stafafuran þrífist þó vel í háfjöllum landsins þar sem engar innlendar trjátegundir séu aðlagaðar vetrarríki. Hins vegar sé önnur furutegund, geislafuran, hryggjarstykkið í öflugum skógariðnaði landsins og einhverjar áhyggjur séu meðal Nýsjálendinga af að hún sái sér þar út í villta náttúru.

Skylt efni: Skógar

„Spjallað“ við kýr
Á faglegum nótum 9. janúar 2023

„Spjallað“ við kýr

Atferli, hegðun, útlit og ástand nautgripa getur gefið gríðarlega mikilvægar upp...

Skógarbændur og Bændasamtök Íslands
Á faglegum nótum 5. janúar 2023

Skógarbændur og Bændasamtök Íslands

Á aðalfundi Landssambands skógareigenda (LSE) sem haldinn var í Borgarnesi í maí...

Lífræn framleiðsla – nú er lag
Á faglegum nótum 5. janúar 2023

Lífræn framleiðsla – nú er lag

Á undanförnum árum hefur VOR látið til sín taka með ýmsum hætti til að hvetja ti...

Eitur á alltaf að vera síðasta úrræðið
Á faglegum nótum 3. janúar 2023

Eitur á alltaf að vera síðasta úrræðið

Meindýr eru skaðvaldar í garð- og skógrækt og óvelkomnir gestir sem flestir vild...

Ýmsir vankantar við smíði nýju norrænu næringarráðanna
Á faglegum nótum 2. janúar 2023

Ýmsir vankantar við smíði nýju norrænu næringarráðanna

Vinna við norrænu næringarráðin (NNR), sem Norræna ráðherra­nefndin heldur utan ...

Um niðurstöður lambadóma haustið 2022
Á faglegum nótum 30. desember 2022

Um niðurstöður lambadóma haustið 2022

Í heildina var útkoma lamba í haust góð. Meðalfallþungi á landinu var 16,6 kg og...

Lífrænn úrgangur: höfuðverkur eða tækifæri?
Á faglegum nótum 28. desember 2022

Lífrænn úrgangur: höfuðverkur eða tækifæri?

Hér á landi fellur til gríðarlegt magn af lífrænum úrgangi á öllum stigum samfél...

Skýrsluhald – heimarétt WorldFengs
Á faglegum nótum 27. desember 2022

Skýrsluhald – heimarétt WorldFengs

Nú þegar líður að áramótum og allir eru búnir að skila haustskýrslu til matvælar...