Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 mánaða.
Mölfiðrildi. Ný rannsókn sýnir að frævun býflugna á vissum plöntum í dagsbirtu á sér hliðstæðu í frævun mölfiðrilda á öðrum plöntum að næturlagi.
Mölfiðrildi. Ný rannsókn sýnir að frævun býflugna á vissum plöntum í dagsbirtu á sér hliðstæðu í frævun mölfiðrilda á öðrum plöntum að næturlagi.
Utan úr heimi 17. júlí 2023

Mölfiðrildi mögulega jafn mikilvæg og býflugur

Höfundur: Steinunn Ásmundsdóttir

Það eru ekki aðeins býflugur sem eru lykilþáttur í frævun plantna. Komið hefur í ljós að mölfiðrildi, sem flögra um á nóttunni, hafa svipaða yfirferð og býflugur hvað þetta varðar.

Vísindamenn við háskólann í Sheffield á Englandi hafa í kjölfar nýrrar rannsóknar hvatt til vitundarvakningar í verndun mölfiðrilda sem eiga, líkt og fleiri skordýrategundir, undir högg að sækja vegna áhrifa mannsins á umhverfi sitt. Frá þessu greinir á vefnum Science Daily.

Rannsóknir Sheffield-háskóla leiddu í ljós að mölfiðrildi kunna að vera þolnari fyrir raski á búsvæðum sínum en býflugur og að þær gegni mjög mikilvægu hlutverki í viðhaldi plöntusamfélaga í meðal annars þéttbýli. Þær sjái um þriðjung allrar frævunar í blómplöntun, trjám og ræktun. Fleiri rannsóknir styðja þessar niðurstöður.

Hugsa fyrir skordýrum í skipulagsvinnu

Samkvæmt aðalhöfundi rannsóknarskýrslu um efnið, dr. Emilie Ellis hjá Rannsóknarmiðstöð vistfræðilegra breytinga við Háskólann í Helsinki, áður Sheffield- háskóla, er fjölbreytni frjókorna sem mölfiðrildi og býflugur bera með sér milli plantna að minnka sem þýði að frævunarflugurnar hafi æ færri blómtegundir að sækja frjókorn í. Skýrsluhöfundar leggja til að þegar þéttbýlissvæði eru skipulögð, eða endurskipulögð, verði innbyggt í skipulag að koma á legg þeim gróðri sem gagnist mölfiðrildum og býflugum, til að styðja viðkvæm vistkerfi.

„Fólk er almennt ekki hrifið af mölfiðrildum,“ segir dr. Ellis. „Hlutverk þeirra fellur því gjarnan í skuggann af mikilvægi býflugnanna þegar rætt er um nauðsyn verndunar. Það þarf að leggja miklu meiri áherslu á þátt mölfiðrilda í heilbrigði vistkerfa, ekki síst í ljósi þess að fjöldi þeirra hefur minnkað verulega undanfarna hálfa öld. Þegar græn svæði eru skipulögð þarf að hugsa fyrir því að gróður sé hafður fjölbreyttur og aðlaðandi fyrir mölfiðrildi og býflugur, til að tryggja að bæði gróðurinn og skordýrin þrauki loftslagsbreytingarnar og fækkun einstaklinga innan tegundanna,“ segir Ellis.

Meðhöfundur rannsóknarskýrslunnar, dr. Stuart Campell við Sheffield-háskóla, segir að þrátt fyrir að flestar plöntur séu háðar frævun skordýra sé erfitt að segja hvaða skordýr nákvæmlega frjóvgi hvaða plöntur. Til dæmis séu um 250 tegundir býflugna á Bretlandseyjum sem frjóvga á daginn en um 2.500 tegundir mölfiðrilda sem sæki að mestu í blóm að næturlagi.

Samspil býflugna og mölfiðrilda

„DNA-raðgreining var notuð til að bera kennsl á frjókorn sem festast á næturflugum að vitja blóma,“ segir Campell í grein Science Daily. „Við áttuðum okkur á að mölfiðrildi fræva líklega ýmsar tegundir plantna, margar þeirra villtar, sem ólíklegt er að býflugur frævi – og öfugt. Það er ljóst af þessari rannsókn að frjóvgun er háð flóknu samspili skordýra og plantna, viðkvæmu fyrir m.a. þéttbýlismyndun.“

Mölfiðrildi (e. moths), sem einnig nefnast mölflugur, lágvængjur eða mölur, er hópur skordýra sem felur í sér öll skordýr Lepidoptera- ættarinnar sem ekki eru fiðrildi. Talið er að til séu meira en 160 þúsund tegundir mölfiðrilda og flest þeirra næturdýr. Mölfiðrildum og fiðrildum er oft ruglað saman vegna svipaðs útlits en flest það sem hér á landi er kallað fiðrildi er í raun og veru af ætt mölfiðrilda/mölflugna.

„Spjallað“ við kýr
Á faglegum nótum 9. janúar 2023

„Spjallað“ við kýr

Atferli, hegðun, útlit og ástand nautgripa getur gefið gríðarlega mikilvægar upp...

Skógarbændur og Bændasamtök Íslands
Á faglegum nótum 5. janúar 2023

Skógarbændur og Bændasamtök Íslands

Á aðalfundi Landssambands skógareigenda (LSE) sem haldinn var í Borgarnesi í maí...

Lífræn framleiðsla – nú er lag
Á faglegum nótum 5. janúar 2023

Lífræn framleiðsla – nú er lag

Á undanförnum árum hefur VOR látið til sín taka með ýmsum hætti til að hvetja ti...

Eitur á alltaf að vera síðasta úrræðið
Á faglegum nótum 3. janúar 2023

Eitur á alltaf að vera síðasta úrræðið

Meindýr eru skaðvaldar í garð- og skógrækt og óvelkomnir gestir sem flestir vild...

Ýmsir vankantar við smíði nýju norrænu næringarráðanna
Á faglegum nótum 2. janúar 2023

Ýmsir vankantar við smíði nýju norrænu næringarráðanna

Vinna við norrænu næringarráðin (NNR), sem Norræna ráðherra­nefndin heldur utan ...

Um niðurstöður lambadóma haustið 2022
Á faglegum nótum 30. desember 2022

Um niðurstöður lambadóma haustið 2022

Í heildina var útkoma lamba í haust góð. Meðalfallþungi á landinu var 16,6 kg og...

Lífrænn úrgangur: höfuðverkur eða tækifæri?
Á faglegum nótum 28. desember 2022

Lífrænn úrgangur: höfuðverkur eða tækifæri?

Hér á landi fellur til gríðarlegt magn af lífrænum úrgangi á öllum stigum samfél...

Skýrsluhald – heimarétt WorldFengs
Á faglegum nótum 27. desember 2022

Skýrsluhald – heimarétt WorldFengs

Nú þegar líður að áramótum og allir eru búnir að skila haustskýrslu til matvælar...