Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Afurðir úr hreinum bambus eru leyfilegar og ágætis staðgengill plasts.
Afurðir úr hreinum bambus eru leyfilegar og ágætis staðgengill plasts.
Mynd / Unsplash
Utan úr heimi 3. febrúar 2023

Mataráhöld upprætt í hundraðavís

Höfundur: Guðrún Hulda Pálsdóttir

Hundruð plastvara sem innihéldu fylliefni af jurtauppruna, s.s. bambus og maís, voru upprættar í átaksverkefni eftirlitskerfisins Food Fraud Network gegn óleyfilegri notkun á slíkum efnum í matarílát og mataráhöld.

Borðbúnaður sem markaðssettur er sem umhverfisvænn staðgengill plasts hefur á undanförnum árum vaxið mikið á markaði. Bambusvörur af ýmsu tagi, svo sem hnífapör og matarílát, eru til að mynda vinsælar meðal neytenda sem vilja vera vistvænni.

Hins vegar eru allmörg dæmi um að vörur, markaðssettar sem náttúrulegar bambusvörur, séu gerðar úr plastefni sem kallast melamín, bambus er síðan notað sem fylliefni. Evrópska matvælaöryggisstofnunin hefur ályktað að notkun á fylliefnum af jurtauppruna sem ætlað er að snerta matvæli þarfnist frekari rannsókna. Melamín-bambusvörur eru því bannaðar.

Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins og Evrópska eftirlitskerfið Food Fraud Network ruddu úr vegi árið 2021 átaksverkefni með tollyfirvöldum sambandsþjóðanna sem miðaði að því að binda enda á ólöglegan innflutning og viðskipti með vörur sem innihéldu slík fylliefni.

Alls tók 21 land þátt í samræmdum aðgerðum og leiddi það til verulegrar aukningar á upprætingu ólöglegra vara. Alls voru 748 mál skráð í átakinu sem leiddu til upprætingar og innköllunar á 644 vörum á markaði innan Evrópusambandsins en 104 vörum var hafnað við landamæraeftirlit. Alls voru 580 af þessum vörum nær eingöngu seldar gegnum vefverslanir. Meirihluti ólöglegu varanna kom frá Kína.

Framleiðendur, innflytjendur og dreifingaraðilar viðkomandi vara voru krafðir um að taka þær tafarlaust af markaði.

Dæmi um melamín-plastvörur sem upprættar voru í átaksverkefninu.

Eftirlit á Íslandi

Samkvæmt upplýsingum frá Herdísi M. Guðjónsdóttur, fagsviðsstjóra hjá Matvælastofnun, lét heilbrigðiseftirlitið hér á landi skoða íslenskan markað í tengslum við átakið. Voru þá fjarlægðar plastvörur sem innihéldu bambusduft.

Einnig komu nokkrar tilkynningar gegnum viðvörunarkerfi Evrópu, RASFF, um slíkar vörur sem fylgt var eftir. Eftirlit með íslenskum markaði er enn í gangi. Að sögn Herdísar var fjöldi slíkra vara hér á landi töluverður en í öllu falli settar á markað með góðri trú að vörurnar væru úr bambus, en ekki plast með bambusdufti.

Plastefni sem ætlað er að vera í snertingu við matvæli mega aðeins vera framleidd með efnum sem hafa tilskilin leyfi í samræmi við reglugerðir. Borðbúnaður sem eingöngu er úr melamíni eru leyfileg ef þau uppfylla tilteknar reglur.

Vörur úr melamíni sem inniheldur bambus er bannaður. Afurðir úr hreinum bambus eru leyfilegar og ágætis staðgengill plasts.

„Spjallað“ við kýr
Á faglegum nótum 9. janúar 2023

„Spjallað“ við kýr

Atferli, hegðun, útlit og ástand nautgripa getur gefið gríðarlega mikilvægar upp...

Skógarbændur og Bændasamtök Íslands
Á faglegum nótum 5. janúar 2023

Skógarbændur og Bændasamtök Íslands

Á aðalfundi Landssambands skógareigenda (LSE) sem haldinn var í Borgarnesi í maí...

Lífræn framleiðsla – nú er lag
Á faglegum nótum 5. janúar 2023

Lífræn framleiðsla – nú er lag

Á undanförnum árum hefur VOR látið til sín taka með ýmsum hætti til að hvetja ti...

Eitur á alltaf að vera síðasta úrræðið
Á faglegum nótum 3. janúar 2023

Eitur á alltaf að vera síðasta úrræðið

Meindýr eru skaðvaldar í garð- og skógrækt og óvelkomnir gestir sem flestir vild...

Ýmsir vankantar við smíði nýju norrænu næringarráðanna
Á faglegum nótum 2. janúar 2023

Ýmsir vankantar við smíði nýju norrænu næringarráðanna

Vinna við norrænu næringarráðin (NNR), sem Norræna ráðherra­nefndin heldur utan ...

Um niðurstöður lambadóma haustið 2022
Á faglegum nótum 30. desember 2022

Um niðurstöður lambadóma haustið 2022

Í heildina var útkoma lamba í haust góð. Meðalfallþungi á landinu var 16,6 kg og...

Lífrænn úrgangur: höfuðverkur eða tækifæri?
Á faglegum nótum 28. desember 2022

Lífrænn úrgangur: höfuðverkur eða tækifæri?

Hér á landi fellur til gríðarlegt magn af lífrænum úrgangi á öllum stigum samfél...

Skýrsluhald – heimarétt WorldFengs
Á faglegum nótum 27. desember 2022

Skýrsluhald – heimarétt WorldFengs

Nú þegar líður að áramótum og allir eru búnir að skila haustskýrslu til matvælar...

Brögðóttur Aðalsteinn
10. september 2024

Brögðóttur Aðalsteinn

Heimsframleiðslan 37 milljarða virði
10. september 2024

Heimsframleiðslan 37 milljarða virði

Manstu vorið?
10. september 2024

Manstu vorið?

Berjaflóra Íslendinga
10. september 2024

Berjaflóra Íslendinga

Af hverju lífræni dagurinn?
10. september 2024

Af hverju lífræni dagurinn?