Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 mánaða.
Grilluð tólg á kínverska vegu er talið lostæti.
Grilluð tólg á kínverska vegu er talið lostæti.
Mynd / K Hsu
Utan úr heimi 1. febrúar 2023

Kínverjar margfalda innflutning á nautakjöti

Höfundur: Guðrún Hulda Pálsdóttir

Útflutningur á nautakjöti frá Bandaríkjunum til Kína hefur margfaldast á síðustu tveimur árum.

Á síðastliðnum tveimur árum hefur útflutningur Bandaríkjanna á nautakjöti til Kína aukist úr um 20.000 tonnum á ári í 263.000 tonn. Írski landbúnaðarmiðillinn Irish Farmers Journal greinir frá. Þar er refsiaðgerðum og viðskiptahömlum í forsetatíð Donalds Trump kennt um en lausnin fólst í endurreisn viðskiptasambands milli landanna og samkomulag um aukin milliríkjaviðskipti.

Leiddi það m.a. til aukinnar sölu á nautakjöti og mun Kína nú vera þriðji stærsti innflytjandi bandarísks nautakjöts á eftir Japan og Suður-Kóreu. Á meðan hrundi innflutningur Kínverja á bandarísku svínakjöti, en það var 200.000 tonnum minna á fyrstu 11 mánuðum ársins 2022 en á sambærilegum tíma árið 2021. Ástæða minni eftirspurnar er endurreisn kínverska svínastofnsins sem varð illa úti í svínaflensunni árið 2019.

„Spjallað“ við kýr
Á faglegum nótum 9. janúar 2023

„Spjallað“ við kýr

Atferli, hegðun, útlit og ástand nautgripa getur gefið gríðarlega mikilvægar upp...

Skógarbændur og Bændasamtök Íslands
Á faglegum nótum 5. janúar 2023

Skógarbændur og Bændasamtök Íslands

Á aðalfundi Landssambands skógareigenda (LSE) sem haldinn var í Borgarnesi í maí...

Lífræn framleiðsla – nú er lag
Á faglegum nótum 5. janúar 2023

Lífræn framleiðsla – nú er lag

Á undanförnum árum hefur VOR látið til sín taka með ýmsum hætti til að hvetja ti...

Eitur á alltaf að vera síðasta úrræðið
Á faglegum nótum 3. janúar 2023

Eitur á alltaf að vera síðasta úrræðið

Meindýr eru skaðvaldar í garð- og skógrækt og óvelkomnir gestir sem flestir vild...

Ýmsir vankantar við smíði nýju norrænu næringarráðanna
Á faglegum nótum 2. janúar 2023

Ýmsir vankantar við smíði nýju norrænu næringarráðanna

Vinna við norrænu næringarráðin (NNR), sem Norræna ráðherra­nefndin heldur utan ...

Um niðurstöður lambadóma haustið 2022
Á faglegum nótum 30. desember 2022

Um niðurstöður lambadóma haustið 2022

Í heildina var útkoma lamba í haust góð. Meðalfallþungi á landinu var 16,6 kg og...

Lífrænn úrgangur: höfuðverkur eða tækifæri?
Á faglegum nótum 28. desember 2022

Lífrænn úrgangur: höfuðverkur eða tækifæri?

Hér á landi fellur til gríðarlegt magn af lífrænum úrgangi á öllum stigum samfél...

Skýrsluhald – heimarétt WorldFengs
Á faglegum nótum 27. desember 2022

Skýrsluhald – heimarétt WorldFengs

Nú þegar líður að áramótum og allir eru búnir að skila haustskýrslu til matvælar...