Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Kaktusinn þolir allt að 15 gráðu frost og virðist kunna vel við sig í Valais-hreppi í Sviss og víðar í suðurhlíðum Alpafjalla.
Kaktusinn þolir allt að 15 gráðu frost og virðist kunna vel við sig í Valais-hreppi í Sviss og víðar í suðurhlíðum Alpafjalla.
Mynd / unsplash.com
Utan úr heimi 8. mars 2023

Kaktusar í Alpafjöllum

Höfundur: Vilmundur Hansen

Íbúar í Valais-hreppi í Sviss hafa verið hvattir til að uppræta kaktusa af ættkvíslinni Opuntia, eða fíkjukaktus, hvar sem til þeirra næst.

Undanfarin ár hefur tegundin náð að skjóta rótum og fjölga sér í héraðinu sem til þessa hefur verið þekkt fyrir snjó á veturna og alparósir á vorin. Landnám kaktussins í Sviss er ekki alveg nýtt þar sem til eru heimildir um hann sem slæðing í náttúrunni allt frá því hann var fluttur til landsins frá Norður-Ameríku seint á átjándu öld.

Þolir frost

Þekkt er að Opuntia kaktusar geti fjölgað sér hratt og orðið til vandræða þar sem aðstæður eru þeim hagfelldar, loftslag hlýtt og jarðvegur sendinn og þurr. Kaktusinn, sem þolir allt að mínus 15 gráður, virðist kunna vel við sig í Valais héraði og víðar og sagt er að hann sé allt að 30% af gróðurþekjunni þar sem hann er algengastur.

Plantan þolir illa snjóþekju og það að kaktusinn hafi komið sér vel fyrir í Sviss er rakið til hækkandi lofthita og færri daga sem snjór liggur á landi undir 800 metra hæð. Hækkun lofthita í Sviss er ein sú mesta sem þekkist í heiminum og er 2,5o á Celsíus frá meðaltali áranna frá 1871 til 1900.

Aukin útbreiðsla líkleg

Margir telja kaktusinn vera ógnun við lífríkið á þeim svæðum sem hann hefur komið sér fyrir og telja víst að hann muni halda áfram að fjölga sér og geti með tímanum lagt undir sig stór svæði í Alpafjöllum.

Gróðurrannsóknir sýna að það er ekki bara Opuntia kaktusinn sem hefur aukið útbreiðslu sína því það hefur fjöldi annarra tegunda líka gert, sérstaklega í suðurhlíðum Alpafjalla.

„Spjallað“ við kýr
Á faglegum nótum 9. janúar 2023

„Spjallað“ við kýr

Atferli, hegðun, útlit og ástand nautgripa getur gefið gríðarlega mikilvægar upp...

Skógarbændur og Bændasamtök Íslands
Á faglegum nótum 5. janúar 2023

Skógarbændur og Bændasamtök Íslands

Á aðalfundi Landssambands skógareigenda (LSE) sem haldinn var í Borgarnesi í maí...

Lífræn framleiðsla – nú er lag
Á faglegum nótum 5. janúar 2023

Lífræn framleiðsla – nú er lag

Á undanförnum árum hefur VOR látið til sín taka með ýmsum hætti til að hvetja ti...

Eitur á alltaf að vera síðasta úrræðið
Á faglegum nótum 3. janúar 2023

Eitur á alltaf að vera síðasta úrræðið

Meindýr eru skaðvaldar í garð- og skógrækt og óvelkomnir gestir sem flestir vild...

Ýmsir vankantar við smíði nýju norrænu næringarráðanna
Á faglegum nótum 2. janúar 2023

Ýmsir vankantar við smíði nýju norrænu næringarráðanna

Vinna við norrænu næringarráðin (NNR), sem Norræna ráðherra­nefndin heldur utan ...

Um niðurstöður lambadóma haustið 2022
Á faglegum nótum 30. desember 2022

Um niðurstöður lambadóma haustið 2022

Í heildina var útkoma lamba í haust góð. Meðalfallþungi á landinu var 16,6 kg og...

Lífrænn úrgangur: höfuðverkur eða tækifæri?
Á faglegum nótum 28. desember 2022

Lífrænn úrgangur: höfuðverkur eða tækifæri?

Hér á landi fellur til gríðarlegt magn af lífrænum úrgangi á öllum stigum samfél...

Skýrsluhald – heimarétt WorldFengs
Á faglegum nótum 27. desember 2022

Skýrsluhald – heimarétt WorldFengs

Nú þegar líður að áramótum og allir eru búnir að skila haustskýrslu til matvælar...