Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 mánaða.
Helmingur kúnna sæddur með kyngreindu sæði
Utan úr heimi 27. júní 2023

Helmingur kúnna sæddur með kyngreindu sæði

Höfundur: Snorri Sigurðsson

Tæknin við kyngreiningu á nautasæði hefur nú verið í notkun í nærri þrjá áratugi.

Það var þó ekki fyrr en fyrir nærri 20 árum að tæknin var orðin það góð og afköstin næg að kynbótafyrirtæki víða um heim fóru að taka tæknina virkilega til sín. Nú er svo komið að flestum kúabændum um heim allan stendur til boða að kaupa kyngreint sæði, þ.e. sæða kýrnar sínar þá annaðhvort með sæði sem gefur að öllum líkindum kvígur nú þá eða naut.

Nýlegt yfirlit frá NAAB, sem eru samtök ræktenda í Bandaríkjunum, sýna að um það bil annað hvert selt sæðisstrá í landinu er nú kyngreint. Svo virðist sem bændur þar í landi hafi þann háttinn á, að minnsta kosti miðað við skráningu sæðinga, að þeir sæða betri kýrnar og kvígurnar með sæði sem gefur kvígur en virðast nota sæði sem gefur holdanaut í slakari gripina. Þannig ná þeir hámarks árangri og afköstum kúnna. Samkvæmt tölum frá 2021 þá framleiddu bandarísk kynbótafyrirtæki 69 milljónir sæðisskammta það ár og þar af fór 66% til útflutnings.

„Spjallað“ við kýr
Á faglegum nótum 9. janúar 2023

„Spjallað“ við kýr

Atferli, hegðun, útlit og ástand nautgripa getur gefið gríðarlega mikilvægar upp...

Skógarbændur og Bændasamtök Íslands
Á faglegum nótum 5. janúar 2023

Skógarbændur og Bændasamtök Íslands

Á aðalfundi Landssambands skógareigenda (LSE) sem haldinn var í Borgarnesi í maí...

Lífræn framleiðsla – nú er lag
Á faglegum nótum 5. janúar 2023

Lífræn framleiðsla – nú er lag

Á undanförnum árum hefur VOR látið til sín taka með ýmsum hætti til að hvetja ti...

Eitur á alltaf að vera síðasta úrræðið
Á faglegum nótum 3. janúar 2023

Eitur á alltaf að vera síðasta úrræðið

Meindýr eru skaðvaldar í garð- og skógrækt og óvelkomnir gestir sem flestir vild...

Ýmsir vankantar við smíði nýju norrænu næringarráðanna
Á faglegum nótum 2. janúar 2023

Ýmsir vankantar við smíði nýju norrænu næringarráðanna

Vinna við norrænu næringarráðin (NNR), sem Norræna ráðherra­nefndin heldur utan ...

Um niðurstöður lambadóma haustið 2022
Á faglegum nótum 30. desember 2022

Um niðurstöður lambadóma haustið 2022

Í heildina var útkoma lamba í haust góð. Meðalfallþungi á landinu var 16,6 kg og...

Lífrænn úrgangur: höfuðverkur eða tækifæri?
Á faglegum nótum 28. desember 2022

Lífrænn úrgangur: höfuðverkur eða tækifæri?

Hér á landi fellur til gríðarlegt magn af lífrænum úrgangi á öllum stigum samfél...

Skýrsluhald – heimarétt WorldFengs
Á faglegum nótum 27. desember 2022

Skýrsluhald – heimarétt WorldFengs

Nú þegar líður að áramótum og allir eru búnir að skila haustskýrslu til matvælar...