Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Tvær Big Bud dráttarvélar við jarðvinnslu. Sú fremri er öflugasta dráttarvél heims.
Tvær Big Bud dráttarvélar við jarðvinnslu. Sú fremri er öflugasta dráttarvél heims.
Mynd / Rwslivka – Wikimedia Commons
Utan úr heimi 17. apríl 2023

Framleiðsla Big Bud endurvakin

Höfundur: Ástvaldur Lárusson

Dráttarvélaframleiðandinn frá Montana hefur endurræst verksmiðjurnar sem hafa ekki skilað af sér traktor síðan 1991. Nýja vélin, sem var frumsýnd í Las Vegas í marsmánuði, er 750 hestöfl og 32 tonn.

Framleiðslan mun eiga sér stað hjá Big Equipment Co, sem undanfarna þrjá áratugi hefur einbeitt sér að sölu og viðgerðum stórra landbúnaðartækja eftir að framleiðslu Big Bud var hætt á sínum tíma. Sömu teikningar verða notaðar og við vinnslu upprunalegu dráttarvélarinnar sem var framleidd í 500 eintökum frá miðjum áttunda áratugnum til ársins 1991, fyrir utan að drifrás og ökumannshús er nýtt.

Ron Harmon, eigandi Big Equipment, segir í samtali við The Western Producer að framleiðsla dráttarvéla í dag sé á of fárra höndum. Enn fremur sé allt gert til að koma í veg fyrir að bændur geti sinnt viðgerðum sjálfir. Því verða nýju Big Bud vélarnar framleiddar með því sjónarmiði að allur vélbúnaður sé einfaldur og tölvubúnaður í lágmarki.

Big Bud vélar hafa náð mikilli endingu og telur Harmon það skýrast af einföldu viðhaldi og að grindin sé úr 38 millímetra þykku stáli. Þung grindin er einnig hugsuð til að koma í veg fyrir þörfina á þyngdarklossum

Nýja dráttarvélin verður með 18 lítra dísilvél úr smiðju Caterpillar, sem skilar 640 til 750 hestöflum. Öxlar, gírkassi og aðrir hlutar aflrásarinnar eru þeir sömu og hafa verið notaðir í námuvélum í áratugi og segir Harmon því að aðgengi að notuðum varahlutum mjög gott. Sé þörf á að endurnýja mótor eða gírskiptingu þurfi einungis að losa nokkra bolta og ný aflrás kemst auðveldlega fyrir. Lítil fyrirhöfn er að koma fyrir aflrás af annarri gerð sé þess þörf. Fyrst um sinn er stefnt að framleiðslu tíu eintaka á ári hverju, en auka afköstin þegar fram líður. Þegar mest lét voru framleidd 120 stykki árlega á árum áður. Ökumannshús nýju vélanna kemur úr smiðju Agco. Verð Big Bud verður sambærilegt og á öðrum dráttarvélum í sama stærðarflokki.

Öflugasta dráttarvél heims er af gerðinni Big Bud og var sérframleidd árið 1977. Hún er með 1.100 hestafla mótor og er enn í notkun.

Skylt efni: Big Bud dráttarvél

„Spjallað“ við kýr
Á faglegum nótum 9. janúar 2023

„Spjallað“ við kýr

Atferli, hegðun, útlit og ástand nautgripa getur gefið gríðarlega mikilvægar upp...

Skógarbændur og Bændasamtök Íslands
Á faglegum nótum 5. janúar 2023

Skógarbændur og Bændasamtök Íslands

Á aðalfundi Landssambands skógareigenda (LSE) sem haldinn var í Borgarnesi í maí...

Lífræn framleiðsla – nú er lag
Á faglegum nótum 5. janúar 2023

Lífræn framleiðsla – nú er lag

Á undanförnum árum hefur VOR látið til sín taka með ýmsum hætti til að hvetja ti...

Eitur á alltaf að vera síðasta úrræðið
Á faglegum nótum 3. janúar 2023

Eitur á alltaf að vera síðasta úrræðið

Meindýr eru skaðvaldar í garð- og skógrækt og óvelkomnir gestir sem flestir vild...

Ýmsir vankantar við smíði nýju norrænu næringarráðanna
Á faglegum nótum 2. janúar 2023

Ýmsir vankantar við smíði nýju norrænu næringarráðanna

Vinna við norrænu næringarráðin (NNR), sem Norræna ráðherra­nefndin heldur utan ...

Um niðurstöður lambadóma haustið 2022
Á faglegum nótum 30. desember 2022

Um niðurstöður lambadóma haustið 2022

Í heildina var útkoma lamba í haust góð. Meðalfallþungi á landinu var 16,6 kg og...

Lífrænn úrgangur: höfuðverkur eða tækifæri?
Á faglegum nótum 28. desember 2022

Lífrænn úrgangur: höfuðverkur eða tækifæri?

Hér á landi fellur til gríðarlegt magn af lífrænum úrgangi á öllum stigum samfél...

Skýrsluhald – heimarétt WorldFengs
Á faglegum nótum 27. desember 2022

Skýrsluhald – heimarétt WorldFengs

Nú þegar líður að áramótum og allir eru búnir að skila haustskýrslu til matvælar...