Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 11 mánaða.
Fugl á Ítalíu.
Fugl á Ítalíu.
Mynd / Kai Rohweder–Unsplash
Utan úr heimi 25. apríl 2023

Fá viðlagastuðning vegna fuglaflensu

Höfundur: Ástvaldur Lárusson

Ítalskir bændur fá 27,2 milljónir evra í bætur frá ESB vegna 294 tilfella fuglaflensu haustið 2021.

Faraldur gekk um nokkur héruð á Ítalíu milli 23. október til 31. desember 2021. Stjórnvöld gripu umsvifalaust til mikilla smitvarna til að halda aftur af útbreiðslu sóttarinnar, en þær leiddu jafnframt til mjög minnkaðrar innkomu. Bændur sem voru með kjúklingaeldi, eggjaframleiðslu, kalkúna, endur og perluhænsn urðu fyrir mestum áhrifum. Tjónið fólst helst í ónýtum vörum eða að þær væru færðar niður um gæðaflokk.

Eftir formlega beðni frá ítölskum stjórnvöldum komst Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins að þeirri niðurstöðu að ESB myndi standa undir helmingi þess kostnaðar sem ítölsk stjórnvöld hafa lagt út til að styðja við bændur á þeim svæðum sem verst voru útsett. Einungis bændur á fyrir fram ákveðnum svæðum eiga heimtingu á fjárstuðningi fyrir tjón sem gerðust í lok árs 2021. Greiðslurnar munu koma úr varasjóði landbúnaðarins og eiga að skila sér í lok september á þessu ári. Frá þessu er greint í fréttatilkynningu Framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins.

Skylt efni: fuglaflensa

„Spjallað“ við kýr
Á faglegum nótum 9. janúar 2023

„Spjallað“ við kýr

Atferli, hegðun, útlit og ástand nautgripa getur gefið gríðarlega mikilvægar upp...

Skógarbændur og Bændasamtök Íslands
Á faglegum nótum 5. janúar 2023

Skógarbændur og Bændasamtök Íslands

Á aðalfundi Landssambands skógareigenda (LSE) sem haldinn var í Borgarnesi í maí...

Lífræn framleiðsla – nú er lag
Á faglegum nótum 5. janúar 2023

Lífræn framleiðsla – nú er lag

Á undanförnum árum hefur VOR látið til sín taka með ýmsum hætti til að hvetja ti...

Eitur á alltaf að vera síðasta úrræðið
Á faglegum nótum 3. janúar 2023

Eitur á alltaf að vera síðasta úrræðið

Meindýr eru skaðvaldar í garð- og skógrækt og óvelkomnir gestir sem flestir vild...

Ýmsir vankantar við smíði nýju norrænu næringarráðanna
Á faglegum nótum 2. janúar 2023

Ýmsir vankantar við smíði nýju norrænu næringarráðanna

Vinna við norrænu næringarráðin (NNR), sem Norræna ráðherra­nefndin heldur utan ...

Um niðurstöður lambadóma haustið 2022
Á faglegum nótum 30. desember 2022

Um niðurstöður lambadóma haustið 2022

Í heildina var útkoma lamba í haust góð. Meðalfallþungi á landinu var 16,6 kg og...

Lífrænn úrgangur: höfuðverkur eða tækifæri?
Á faglegum nótum 28. desember 2022

Lífrænn úrgangur: höfuðverkur eða tækifæri?

Hér á landi fellur til gríðarlegt magn af lífrænum úrgangi á öllum stigum samfél...

Skýrsluhald – heimarétt WorldFengs
Á faglegum nótum 27. desember 2022

Skýrsluhald – heimarétt WorldFengs

Nú þegar líður að áramótum og allir eru búnir að skila haustskýrslu til matvælar...