Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Reykjanesbraut.
Reykjanesbraut.
Mynd / Vegagerðin
Fréttir 27. desember 2018

Upplýsingar um samgönguáætlun og fjármögnunarleiðir

Höfundur: Vilmundur Hansen


Á vef samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins segir að stefnumarkandi samgönguáætlun fyrir árin 2019-2033 hafi verið lögð fyrir Alþingi í september og mælt var fyrir þingsályktunartillögum um hana og aðgerðaáætlun fyrir 2019-2023 í október.

Þar var kynnt að ríkisframlög til samgangna yrðu 604 milljarðar kr. á fimmtán ára tímabili en jafnframt gert ráð fyrir að tillögur um nýjar fjármögnunarleiðir yrðu kynntar síðar. Sigurður Ingi Jóhannsson samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra sagði í framsöguræðu á Alþingi um samgönguáætlun að gjaldtaka vegna brýnna samgönguverkefna í þágu umferðaröryggis væri ein þeirra leiða sem skoðuð yrði. „Samþykki Alþingi að ráðast í nýjar fjármögnunarleiðir verður hægt að hraða mikilvægum vega- og jarðgangaframkvæmdum í áætluninni,“ sagði ráðherra í framsöguræðunni.

Þrír starfshópar hafa starfað í umboði ráðherra samhliða vinnu við samgönguáætlun, einn um uppbyggingu samgangna á höfuðborgarsvæðinu og annar um eflingu innanlandsflugs og uppbyggingu flugvallakerfis á Íslandi. Þriðji starfshópurinn var skipaður til leggja fram tillögur um nýjar fjármögnunarleiðir fyrir samgöngukerfið. Hann hefur það hlutverk að stilla upp tillögum um gjaldtöku fyrir afnot af einstökum mannvirkjum, útfærslu þess og mati á tekjum í samvinnu við Vegagerðina.
Vinna starfshópanna hefur verið kynnt fyrir umhverfis- og samgöngunefnd og fjallar nefndin nú um tillögur allra hópanna. Starfshópur um fjármögnun samgöngukerfisins er enn að störfum og munu niðurstöður hópsins liggja fyrir um eða upp úr miðjum janúar.

Stefnt er að því að samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra leggi fram lagafrumvarp um flýtiframkvæmdir og gjaldtöku í mars en frumvarpið hefur verið á þingmálaskrá yfirstandandi löggjafarþings. Frumvarpið verður sett í samráðsgátt stjórnvalda og óskað eftir áliti almennings og hagsmunaaðila á efni þess.
Miðað er við þá meginhugmynd í tengslum við nýjar leiðir í fjármögnun að valdar framkvæmdir verði fjármagnaðar með lánsfé. Veggjöld verða síðan ekki innheimt fyrr en að loknum framkvæmdum einstakra mannvirkja, sem yrði í fyrsta lagi eftir fáein ár þegar slíkum stórframkvæmdum lýkur.

Markmið með nýjum fjármögnunarleiðum í samgöngum – veggjöldum eða flýtigjöldum – væri að stórauka öryggi í umferð á vegum landsins, flýta framkvæmdum, stytta vegalengdir milli byggða, efla almenningssamgöngur og að styrkja atvinnusvæði í landinu.

Kynning: Stórt stökk í samgöngum á Íslandi


Tímalína


• September 2018 – Samgönguáætlun lögð fram (fjallað um nýjar fjármögnunarleiðir).

• Desember 2018 – Starfshópur um fjármögnun samgöngukerfisins kynnir umhverfis- og samgöngunefnd hugmyndir um hvaða leiðir væri hægt að setja í flýtiframkvæmdir og fjármagna með öðrum leiðum.

• Desember 2018 – Skýrsla lögð fram þar sem tillögur um eflingu innanlandsflugs og rekstur flugvalla voru kynntar.

• Desember 2018 – Skýrsla lögð fram um stofnvegaframkvæmdir og samgöngur á höfuðborgarsvæðinu.

• Janúar 2019 – Starfshópur um fjármögnun samgöngukerfisins skilar tillögum um mögulegar fjármögnunarleiðir.

• Fyrir 1. febrúar 2019 – Samgönguáætlun afgreidd frá Alþingi.

• Mars 2019 – Lagafrumvarp um flýtiframkvæmdir og gjaldtöku lagt fram.

Styrkir til vatnsveitna á lögbýlum
Fréttir 5. mars 2024

Styrkir til vatnsveitna á lögbýlum

Enn er opið fyrir umsóknir um framlög vegna vatnsveitna á lögbýlum sbr. regluger...

Tilboðsmarkaður opinn
Fréttir 4. mars 2024

Tilboðsmarkaður opinn

Markaður fyrir greiðslumark mjólkur verður haldinn þann 1. apríl næstkomandi.

Ríkt af B12-vítamíni, fólati, kalíum og sinki
Fréttir 1. mars 2024

Ríkt af B12-vítamíni, fólati, kalíum og sinki

Samkvæmt niðurstöðum verkefnis sem nýlega var unnið hjá Matís, um nýtingu og nær...

Vaxtalækkun lána
Fréttir 1. mars 2024

Vaxtalækkun lána

Fram kom í frétt Bændablaðsins, 2. nóvember 2023, að stjórn Byggðastofnunar hefð...

Endurvinnslan er mest innanlands
Fréttir 29. febrúar 2024

Endurvinnslan er mest innanlands

Guðlaugur Gylfi Sverrisson, rekstrarstjóri Úrvinnslusjóðs, segir stjórn sjóðsins...

Háskóladagurinn á fjórum stöðum
Fréttir 29. febrúar 2024

Háskóladagurinn á fjórum stöðum

Háskóladagurinn verður haldinn í Reykjavík laugardaginn 2. mars.Þá gefst fólki k...

Rýnt í lagaumgjörð hvalveiða
Fréttir 29. febrúar 2024

Rýnt í lagaumgjörð hvalveiða

Forsætisráðherra hefur skipað starfshóp sem falið er að skoða lagaumgjörð hvalve...

Rækta má hundruð kílóa kjöts af einni stofnfrumu
Fréttir 28. febrúar 2024

Rækta má hundruð kílóa kjöts af einni stofnfrumu

Vistkjöt var boðið til smökkunar í Kópavoginum um miðjan mánuð, í fyrsta sinn í ...