Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Sveinn Margeirsson (t.v.) frá NÍN (Nýsköpun í norðri) og Garðar Finnsson frumkvöðull handsala hér samstarfsyfirlýsinguna.
Sveinn Margeirsson (t.v.) frá NÍN (Nýsköpun í norðri) og Garðar Finnsson frumkvöðull handsala hér samstarfsyfirlýsinguna.
Mynd / Skútustaðahreppur
Fréttir 17. maí 2022

Uppbygging hringrásarhagkerfis Mývatnssveitar

Höfundur: Magnús Hlynur Hreiðarsson

Fyrir nokkru var undirrituð samstarfsyfirlýsing á milli Skútu­staða­hrepps og Plast­Garðars ehf. um samstarf við upp­byggingu hringrásarhagkerfis Mývatns­sveitar og tækifæri til að draga úr umhverfisáhrifum af matvæla­framleiðslu svæðisins.

Í þróun er verkefni með það að markmiði að minnka plastnotkun í landbúnaði með „Hey!rúlla“, margnota heyrúllupokum sem framleiddir verða í Skútustaðahreppi. Verkefnið er enn á þróunarstigi og stefnir Skútustaðahreppur á að fá prufupoka fyrir sumarið 2022.

„Uppbygging hringrásar­hagkerfisins byggir í sinni einföldustu mynd á að nýta auðlindir svæðisins sem allra best og m.a. að flytja sem allra minnst inn á svæðið. Sem allra mest sé endurunnið og annað í þeim dúr,“ segir Helgi Héðinsson sveitarstjóri.

Virk endurheimt 30% raskaðra vistkerfa árið 2030
Fréttir 29. janúar 2026

Virk endurheimt 30% raskaðra vistkerfa árið 2030

Auðug líffræðileg fjölbreytni náttúrunnar er forsenda heilbrigðra vistkerfa, sem...

Góð afkoma lykilatriði fyrir nýliðun
Fréttir 29. janúar 2026

Góð afkoma lykilatriði fyrir nýliðun

„Að fólk geti greitt sér laun fyrir vinnuna, byggt upp jarðir, ræktun og bygging...

Skýrt nei við aðildarviðræðum
Fréttir 29. janúar 2026

Skýrt nei við aðildarviðræðum

Ríflega 76 prósent bænda sem eru félagsmenn í Bændasamtökum Íslands eru ósammála...

Dreifikostnaður raforku hækkar
Fréttir 29. janúar 2026

Dreifikostnaður raforku hækkar

Gjaldskrárhækkanir dreifiveitna rafmagns hafa hækkað umfram vísitölu á undanförn...

Meðalafurðir mjólkurkúa aldrei meiri
Fréttir 29. janúar 2026

Meðalafurðir mjólkurkúa aldrei meiri

Samkvæmt niðurstöðum skýrsluhalds Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) fyrir...

Mesti fjöldi skráðra sæðinga
Fréttir 27. janúar 2026

Mesti fjöldi skráðra sæðinga

Metþátttaka var í sauðfjársæðingum nú í desember. Þann 9. janúar var búið að skr...

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður
Fréttir 27. janúar 2026

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður

Anna Guðrún Þórðardóttir kynnti í haust frumniðurstöður úr doktorsverkefninu Erf...

Þari í sauðakjöt, krydd og kex
Fréttir 27. janúar 2026

Þari í sauðakjöt, krydd og kex

Nýtt frækex, unnið úr íslenskum þara, er komið á innlendan markað.