Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 mánaða.
Unnt að nýta tífalt meira magn viðar
Mynd / sá
Fréttir 22. september 2025

Unnt að nýta tífalt meira magn viðar

Höfundur: Steinunn Ásmundsdóttir

Frá árinu 2030 hefur verið áætlað að unnt verði að nýta yfir 50 þúsund rúmmetra af íslenskum borðviði úr skógum landsins árlega. Finna þarf leiðir til að nýta viðinn.

Mikil þörf er á að finna leiðir til að nýta betur hráefni úr íslenskum skógum, að sögn Ólafs Eggertssonar, dósents við Landbúnaðarháskóla Íslands og sérfræðings hjá Landi og skógi á sviði fornvistfræða og viðarfræða. Hann segir að í dag sé mikil uppsöfnuð þörf á grisjun og umhirðu í okkar elstu skógum og muni hún aukast mikið eftir því sem skógarnir stækka og dafna á næstu áratugum.

„Áætlað er að frá árinu 2030 verði hægt að nýta yfir 50 þúsund rúmmetra af bolviði árlega úr skógum landsins, aðallega grisjunarvið. Í dag tökum við út úr skógunum um 5.000 rúmmetra árlega. Helstu afurðir sem eru framleiddar nú eru eldiviður, viðarkurl, borðviður, klæðningar, brettaefni, gólfefni, spænir, viðarperlur, borð og bekkir og fleira,“ segir Ólafur. Samkvæmt Skógræktarritinu (2020–2023) var heildarverðmæti viðarafurða úr íslenskum skógum að meðaltali um 250 milljónir króna á ári miðað við síðustu fjögur ár.

Gröf og myndir / Ólafur Eggertsson

Vottun íslensks timburs

Einn mikilvægur þáttur í framtíðarnýtingu og sölu á íslenskum timburafurðum er að sögn Ólafs svokölluð CE-vottun fyrir íslenskt timbur. Hún sé forsenda markaðssetningar á vörum innan Evrópusambandsins. Einnig er unnið að FSC-vottun, sem tryggir að timbrið komi úr sjálfbærum skógum. Slík vottun er skilyrði fyrir útflutningi á innlendum timburvörum þegar þar að kemur.

Skv. upplýsingum Bændablaðsins er CE-vottunin fyrir burðarvið ekki í hendi. Hún sé alþjóðleg og henti stórum sögunarmyllum. Ísland geti ekki keppt við slíkt næstu áratugi. Tekin verði inn skandinavísk aðferð sem felst í að timbur frá íslenskum sögunarmyllum til mannvirkja/ burðar fái samþykki byggingafulltrúa viðkomandi sveitarfélaga. Utanumhald þess verði hjá litlu félagi sem er í burðarliðnum. Útflutningur á íslensku timbri sé ólíklegur í náinni framtíð, nema e.t.v. til húshitunar.

Skógræktin hefur nú FSC-vottað Haukadalsskóg og vörur þaðan og eru hugmyndir um að útfæra það víðar í kjölfarið.

Ólafur tilgreinir að helstu aðilar sem sinni viðarvinnslu í dag séu Land og skógur, skógræktarfélögin, skógarbændur, Tandrabretti á Eskifirði og Skógarafurðir ehf. í Fljótsdal. Í nýrri skýrslu frá Eflu verkfræðistofu, „Úr skógi – skógarafurðir á Íslandi“, eru að hans sögn taldar upp ýmsar vörur sem væri hægt að framleiða úr íslensku efni, svo sem garðhýsi, gufuböð, krosslímdar timbureiningar og límtré. Einnig hafi nokkrir aðilar áhuga á því að hanna og byggja íbúðarhús alfarið úr íslenskum efnivið, og sé sú vinna þegar farin af stað.

Miðlægt sölukerfi

Samkvæmt skýrslu Félags skógarbænda á Suðurlandi, Úr Skógi, þarf að yfirstíga ýmsar áskoranir til að nýta hráefni skóganna. Nauðsynlegt er að bæta aðgengi að og innan skóga, skipuleggja vel grisjun og flokkun timburs og koma upp góðri þurrkunar- og vinnsluaðstöðu í þeim landshlutum þar sem framboð af efnivið er hvað mest.

Einnig þarf að skoða möguleika á miðlægu sölukerfi fyrir viðarafurðir til að stytta biðtíma og auðvelda afhendingar- og söluferli. Segir Ólafur að slíkt kerfi myndi auka hagkvæmni, bæta nýtingu hráefnis og stuðla að auknum verðmætum í íslenskri viðarframleiðslu. Í nálægri framtíð gæti verið hagkvæmt að tryggja aðgengi að lítilli eða meðalstórri sög sem sagað gæti 5–20 þúsund rúmmetra af bolviði árlega. Með markvissri þróun og uppbyggingu á innviðum skógarafurðaiðnaðarins megi skapa ný tækifæri til innlendrar viðarframleiðslu og stuðla þannig að sjálfbærri og arðbærri nýtingu íslenskra skóga.

- Gæðarannsóknir á íslenskum barrviði gefa til kynna að hann standist fullkomlega samanburð við innflutt timbur. Öspin er ívið lakari en stenst staðla til notkunar sem burðarvirki.

- Í dag erum við aðeins að taka út úr skógunum um 5.000 rúmmetra árlega.

- Mikil þörf er á að finna leiðir til að nýta betur hráefni úr íslenskum skógum og nauðsynlegt er að bæta aðgengi að og innan skóga, skipuleggja vel grisjun og flokkun timburs.

- Með markvissri þróun og uppbyggingu á innviðum skógarafurðaiðnaðarins má skapa ný tækifæri til innlendrar viðarframleiðslu, og stuðla þannig að sjálfbærri og arðbærri nýtingu íslenskra skóga.

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir
Fréttir 5. desember 2025

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir

Fimm loðdýrabú á Suðurlandi eru nú hætt starfsemi og búið er að loka sameiginleg...

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...

Gríðarlega mikilvægur vettvangur
Fréttir 4. desember 2025

Gríðarlega mikilvægur vettvangur

Framkvæmdastjóri Loftslagsráðs, Anna Sigurveig Ragnarsdóttir, segir COP enn gríð...

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi
Fréttir 4. desember 2025

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi

Allir loðdýrabændur á Suðurlandi, fimm að tölu, eru nú að hætta minkarækt þar se...

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda
Fréttir 4. desember 2025

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda

Frumvarp fjármálaráðherra um breytingu á ýmsum lögum um skatta, gjöld o.fl. felu...