Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Undanþágur veittar frá fjöldatakmörkunum vegna réttastarfa í Austur-Húnavatnssýslu
Mynd / Húnahorn
Fréttir 3. september 2020

Undanþágur veittar frá fjöldatakmörkunum vegna réttastarfa í Austur-Húnavatnssýslu

Höfundur: smh

Veittar hafa verið undanþágur frá almennum fjöldatakmörkunum í landinu, vegna réttastarfa fyrir Undirfellsrétt og Auðkúlurétt í Austur-Húnavatnssýslu. 

Réttað verður á morgun og á laugardaginn í Undirfellsrétti og hefur verið veitt undanþága þannig að 150 geti starfað við réttina báða dagana. Í Auðkúlurétt verður réttað á laugardaginn og hefur fengist undanþága fyrir 175 starfsmenn við réttina. Aðgöngumiðar hafa verið sendir til fjáreigenda.

Vefur Húnahorns greinir frá þessu. 

„Undanþágurnar eru háðar skilyrðum, s.s. að haldinn sé listi yfir einstaklinga sem koma í réttina, að upplýsingar um sóttvarnarráðstafanir og tveggja metra regluna séu sýnilegar, að handspritt og handþvottaaðstaða sé til staðar, að talning inn og út af svæðinu sé skilvirk og að ábyrgðarmaður réttarstafa sendi fólk sem sýnir einhver flensueinkenni tafarlaust af vettvangi. Sjá nánar fleiri skilyrði á vef Húnavatnshrepps.

Enginn má koma í Undirfellsrétt eða Auðkúlurétt nema viðkomandi hafi aðgöngumiða. Aðilar sem eru að flytja fé úr réttum er óheimilt að fara inn í réttir og aðstöðuhús. Þá eru þeir starfsmenn sem koma til rétta beðnir um að ganga um þá dilka sem þeim hefur verið úthluta, inn í réttina,“ segir í umfjöllun Húnahorns.

Halla tekur upp Íslenskt staðfest
Fréttir 28. mars 2024

Halla tekur upp Íslenskt staðfest

Halla Sif Svansdóttir Hölludóttir, garðyrkjubóndi og eigandi Sólskins grænmetis ...

Uppfærsla á stefnumörkun Bændasamtaka Íslands
Fréttir 27. mars 2024

Uppfærsla á stefnumörkun Bændasamtaka Íslands

Fjölmörg mál voru til afgreiðslu á nýliðnu Búnaðarþingi 2024, úr fimm nefndum, s...

Endurnýting heimil til 1. nóvember 2025
Fréttir 27. mars 2024

Endurnýting heimil til 1. nóvember 2025

Matvælaráðuneytið hefur tilkynnt um frestun á gildistöku banns við endurnýtingu ...

Horfið frá framleiðslutengdum stuðningi
Fréttir 27. mars 2024

Horfið frá framleiðslutengdum stuðningi

Fyrirkomulag landbúnaðarstuðningskerfis á Íslandi mun taka miklum breytingum ef ...

Hyggur á slátrun í haust ef leyfi fæst
Fréttir 26. mars 2024

Hyggur á slátrun í haust ef leyfi fæst

Fyrrverandi sláturhússtjóri á Vopnafirði ætlar ekki að láta deigan síga þrátt fy...

Niðurskurði lokið á fé úr Blöndudal
Fréttir 26. mars 2024

Niðurskurði lokið á fé úr Blöndudal

Niðurskurður á sauðfé frá bæjunum Eiðsstöðum og Guðlaugsstöðum í Blöndudal fór f...

Kornræktarfélag gengur í endurnýjun lífdaga
Fréttir 26. mars 2024

Kornræktarfélag gengur í endurnýjun lífdaga

Kornræktarfélag Suðurlands verður endurvakið sem viðskiptavettvangur ræktenda og...

Grípa þarf tækifærin
Fréttir 26. mars 2024

Grípa þarf tækifærin

Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, telur að bændur eigi að leyfa sér að hor...