Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Undanþágur veittar frá fjöldatakmörkunum vegna réttastarfa í Austur-Húnavatnssýslu
Mynd / Húnahorn
Fréttir 3. september 2020

Undanþágur veittar frá fjöldatakmörkunum vegna réttastarfa í Austur-Húnavatnssýslu

Höfundur: smh

Veittar hafa verið undanþágur frá almennum fjöldatakmörkunum í landinu, vegna réttastarfa fyrir Undirfellsrétt og Auðkúlurétt í Austur-Húnavatnssýslu. 

Réttað verður á morgun og á laugardaginn í Undirfellsrétti og hefur verið veitt undanþága þannig að 150 geti starfað við réttina báða dagana. Í Auðkúlurétt verður réttað á laugardaginn og hefur fengist undanþága fyrir 175 starfsmenn við réttina. Aðgöngumiðar hafa verið sendir til fjáreigenda.

Vefur Húnahorns greinir frá þessu. 

„Undanþágurnar eru háðar skilyrðum, s.s. að haldinn sé listi yfir einstaklinga sem koma í réttina, að upplýsingar um sóttvarnarráðstafanir og tveggja metra regluna séu sýnilegar, að handspritt og handþvottaaðstaða sé til staðar, að talning inn og út af svæðinu sé skilvirk og að ábyrgðarmaður réttarstafa sendi fólk sem sýnir einhver flensueinkenni tafarlaust af vettvangi. Sjá nánar fleiri skilyrði á vef Húnavatnshrepps.

Enginn má koma í Undirfellsrétt eða Auðkúlurétt nema viðkomandi hafi aðgöngumiða. Aðilar sem eru að flytja fé úr réttum er óheimilt að fara inn í réttir og aðstöðuhús. Þá eru þeir starfsmenn sem koma til rétta beðnir um að ganga um þá dilka sem þeim hefur verið úthluta, inn í réttina,“ segir í umfjöllun Húnahorns.

Umfang útiræktunar dregst saman
Fréttir 21. mars 2025

Umfang útiræktunar dregst saman

Matvælaráðuneytið hefur afgreitt jarðræktarstyrki til garðyrkjubænda vegna útiræ...

Fleiri svínum slátrað
Fréttir 21. mars 2025

Fleiri svínum slátrað

Mikil aukning var í svínaslátrun hjá Sláturfélagi Suðurlands árið 2024 en mismik...

Bændablað úr frjóum jarðvegi
Fréttir 21. mars 2025

Bændablað úr frjóum jarðvegi

Áskell Þórisson, blaðamaður og ljósmyndari, varð fyrsti ritstjóri Bændablaðsins ...

Eignast allt Lífland
Fréttir 21. mars 2025

Eignast allt Lífland

Þórir Haraldsson hefur skrifað undir kaup á 50 prósenta hlut í Líflandi ehf. af ...

Landbúnaðartæki verði undanskilin kílómetragjaldi
Fréttir 21. mars 2025

Landbúnaðartæki verði undanskilin kílómetragjaldi

Bændasamtök Íslands kalla eftir því að dráttarvélar og eftirvagnar í landbúnaði ...

Slátrun á Hvammstanga áfram með svipuðu sniði
Fréttir 21. mars 2025

Slátrun á Hvammstanga áfram með svipuðu sniði

Slátrun hjá Sláturhúsi Kaupfélags Vestur-Húnvetninga (SKVH) á Hvammstanga verður...

Lök uppskera á kartöflum og gulrótum á síðasta ári
Fréttir 20. mars 2025

Lök uppskera á kartöflum og gulrótum á síðasta ári

Hagstofan gaf á mánudaginn út uppskerutölur úr grænmetisog salatræktun síðasta á...

Í fremstu röð í þrjátíu ár
Fréttir 20. mars 2025

Í fremstu röð í þrjátíu ár

Bændablaðið hefur í þrjátíu ár stuðlað að upplýsandi umræðu um landbúnað á víðum...