Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 mánaða.
Skorið var upp af 535 hekturum ræktarlands á síðasta ári, sem er minna en á því síðasta.
Skorið var upp af 535 hekturum ræktarlands á síðasta ári, sem er minna en á því síðasta.
Mynd / smh
Fréttir 21. mars 2025

Umfang útiræktunar dregst saman

Höfundur: Sigurður Már Harðarson

Matvælaráðuneytið hefur afgreitt jarðræktarstyrki til garðyrkjubænda vegna útiræktunar síðasta árs og dregst umfang ræktunar saman um 50 hektara frá fyrra ári.

Helgi Jóhannesson á deildarfundi garðyrkjubænda á dögunum.

Að sögn Helga Jóhannessonar, garðyrkjuráðunautar hjá Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins, var skorið upp af 535 hekturum á síðasta ári en árið á undan var umfang ræktarlands í útiræktun 585 hektarar. Hann segir að ljóst sé að þróunin hafi stefnt í þessa átt um tíma og ekki þurfi meira til en að einn umfangsmikill kartöfluræktandi hætti í greininni til að hafa veruleg áhrif á umfang heildarræktunar, þar sem kartöfluræktun sé langstærsta greinin í útiræktun grænmetis.

Markmið ekki uppfyllt um fjölgun nýliða

Áður hefur verið greint frá því að umsóknum um jarðræktarstyrki fyrir útiræktun grænmetis fækkaði um fimm á síðasta ári. Sú er staðan þrátt fyrir að við síðustu endurskoðun búvörusamninga fyrir rúmu ári síðan, hafi sú eina breyting verið gerð á starfsskilyrðum garðyrkjubænda að það land sem greiddir eru jarðræktarstyrkir út á var minnkað úr einum hektara lands niður í fjórðung hektara. Tilgangurinn með þeirri breytingu var meðal annars sá að hvetja nýliða til að prófa sig áfram í útiræktun án þess að leggja of mikið undir.

Helgi segir að ljóst sé að markmið ákvæðisins í endurskoðuninni hafi ekki náðst. „Það er engin spurning að þessi grein garðyrkjunnar er í ákveðinni tilvistarkreppu og það leggst allt á eitt í því. Það er mjög lítil nýliðun og það má alveg segja að margir bændur séu komnir á efri ár í þessu og mjög fáir aðilar eftir. Það fer enginn út í þessa starfsgrein með tvær hendur tómar, stofnkostnaðurinn er bara of þungbær þegar fjárfesta þarf í dýrum tækjum og búnaði.

Ef einn eða tveir hætta þá er það mikið högg. Afkoman getur verið óstöðug og það þola flestir illa nema þeir sem hafa komið styrkum stoðum undir reksturinn. Sumir yngri garðyrkjubændur sem eru bæði í úti- og ylrækt sjá að afkoman er betri og tryggari í ylræktinni og eykst þá gjarnan vægi hennar í búrekstrinum.“

Hrun í kartöfluuppskeru

Á síðasta ári varð mikill samdráttur í uppskerumagni í útiræktuninni. Samanlögð heildaruppskera var þá tæpum 2.500 tonnum minni en árið 2023, fór úr 9.409 tonnum niður í 6.966 tonn. Munaði þar mest um hrun í kartöfluuppskeru, þar sem tæplega tvö þúsund tonna minni uppskera var, og helmingi minni gulrótauppskeru.

Almennt góð afkoma í garðyrkju

Helgi segir að þrátt fyrir allt sé þó afkoman í garðyrkjunni almennt nokkuð góð og í útiræktun líka þegar stöðugt veðurfar sé.

Það hafi komið fram í rekstraryfirliti garðyrkjunnar fyrir árið 2023, sem Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins hefur haldið utan um og kynnt var fulltrúum garðyrkjubænda á deildarfundi garðyrkjudeildar Bændasamtaka Íslands fyrir síðustu helgi.

„Þegar eðlileg kartöfluuppskera er og markaðsaðstæður hagfelldar, þá er afkoman í kartöfluræktuninni bara mjög fín. Það á líka við um annað útiræktað grænmeti,“ segir Helgi.

Hann varar við of mikilli aðkomu stjórnvalda hvað varðar afkomutryggingar garðyrkjubænda í útiræktun eins og sumir hafi nefnt sem möguleika í stöðunni. Það geti verið vandmeðfarið og jafnvel dregið úr metnaði til að standa sig ef þú veist að það kemur alltaf einhver og bjargar þér. „Einhvers konar úrræði þarf þó að vera til staðar til að vernda þá frá afkomubresti.

Svo þarf stuðningur til nýliða einfaldlega að vera mun öflugri svo það getið orðið eðlileg nýliðun í greininni og við Íslendingar aukið hlutdeild okkar í framboði á grænmeti á mörkuðum, sem hefur heldur minnkað á síðustu árum.“

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir
Fréttir 5. desember 2025

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir

Fimm loðdýrabú á Suðurlandi eru nú hætt starfsemi og búið er að loka sameiginleg...

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...

Gríðarlega mikilvægur vettvangur
Fréttir 4. desember 2025

Gríðarlega mikilvægur vettvangur

Framkvæmdastjóri Loftslagsráðs, Anna Sigurveig Ragnarsdóttir, segir COP enn gríð...

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi
Fréttir 4. desember 2025

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi

Allir loðdýrabændur á Suðurlandi, fimm að tölu, eru nú að hætta minkarækt þar se...

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda
Fréttir 4. desember 2025

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda

Frumvarp fjármálaráðherra um breytingu á ýmsum lögum um skatta, gjöld o.fl. felu...