Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Um 600 þúsund minkum slátrað
Fréttir 14. júlí 2020

Um 600 þúsund minkum slátrað

Höfundur: ehg - Bondebladet
Nálægt 600 þúsund minkum hefur verið slátrað í Hollandi til að útrýma smitum vegna kórónavírus á minkabúum þar í landi. Þar af eru um 500 þúsund ung dýr en nú hefur verið staðfest að af 140 minkabúum í landinu hafa komið upp smit í 13 þeirra. Einnig er grunur um smit á tveimur dönskum minkabúum. 
 
Sérfræðingar við Háskólann í Kaupmannahöfn kryfja nú og rannsaka dýrin frá dönsku búunum. Talið er að tveir starfsmenn við minkabú í Hollandi hafi að öllum líkindum sýkst af kórónavírusnum í gegnum minka og eru dýrin því þau fyrstu sem vitað er að hafi smitað yfir á fólk. Sérfræðingar hafa rannsakað búin í Hollandi þar sem fyrst varð vart við smit og fundu þeir hefðbundin merki um lungnabólgu hjá dauðu minkunum við krufningu. Kórónavírusinn fannst í lungum, hálsi, endaþarmi og nefi dýranna. Einnig voru tekin sýni úr umhverfinu og fannst RNA-vírus í rykögnum í lofti á búunum.
 
Minkarnir, sem eru í búrum, hafa ekki smitað hver annan með beinu sambandi og því telja sérfræðingar að smitið hafi færst á milli með dropum á mat eða undirlagi og eða með ryki af úrgangi í lofti. Þetta þýðir að starfsmenn eiga á hættu að smitast á búunum ef þeir nota ekki varnarbúnað.
Verslunarrekstur í dreifbýli er samfélagsverkefni
Fréttir 18. apríl 2024

Verslunarrekstur í dreifbýli er samfélagsverkefni

Vegamót á Bíldudal er matvöruverslun og veitingastaður. Gísli Ægir Ágústsson, ve...

„Allt of fáar messur“
Fréttir 18. apríl 2024

„Allt of fáar messur“

Tryggvi Sveinn Eyjólfsson, sem er á sautjánda aldursári, hefur vakið athygli fyr...

Íslenskar sængur um allan heim
Fréttir 18. apríl 2024

Íslenskar sængur um allan heim

Íslenskur dúnn ehf. selur æðardúnsængur beint til viðskiptavina um heim allan. Þ...

Vörðust ásælni ríkisins í jarðareign
Fréttir 17. apríl 2024

Vörðust ásælni ríkisins í jarðareign

Kristín Lárusdóttir og Guðbrandur Magnússon, bændur að Syðri- Fljótum í Meðallan...

Breyttar reglur um flutning líflamba
Fréttir 17. apríl 2024

Breyttar reglur um flutning líflamba

Verklagsreglur hafa verið endurskoðaðar um flutning á lömbum með verndandi eða m...

Gýgjarhólskot ræktunarbú ársins
Fréttir 16. apríl 2024

Gýgjarhólskot ræktunarbú ársins

Á fagfundi sauðfjárræktarinnar sem haldinn var á dögunum var Gýgjarhólskot í Bis...

Verulegur samdráttur í innflutningi á áburði
Fréttir 16. apríl 2024

Verulegur samdráttur í innflutningi á áburði

Matvælastofnun hefur birt leiðrétta skýrslu yfir áburðareftirlit síðasta árs.

Ísteka í yfirburðastöðu
Fréttir 15. apríl 2024

Ísteka í yfirburðastöðu

Í nýrri ályktun Samkeppniseftirlitsins kemur fram að Ísteka beiti sterkri stöðu ...