Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Um 600 þúsund minkum slátrað
Fréttir 14. júlí 2020

Um 600 þúsund minkum slátrað

Höfundur: ehg - Bondebladet
Nálægt 600 þúsund minkum hefur verið slátrað í Hollandi til að útrýma smitum vegna kórónavírus á minkabúum þar í landi. Þar af eru um 500 þúsund ung dýr en nú hefur verið staðfest að af 140 minkabúum í landinu hafa komið upp smit í 13 þeirra. Einnig er grunur um smit á tveimur dönskum minkabúum. 
 
Sérfræðingar við Háskólann í Kaupmannahöfn kryfja nú og rannsaka dýrin frá dönsku búunum. Talið er að tveir starfsmenn við minkabú í Hollandi hafi að öllum líkindum sýkst af kórónavírusnum í gegnum minka og eru dýrin því þau fyrstu sem vitað er að hafi smitað yfir á fólk. Sérfræðingar hafa rannsakað búin í Hollandi þar sem fyrst varð vart við smit og fundu þeir hefðbundin merki um lungnabólgu hjá dauðu minkunum við krufningu. Kórónavírusinn fannst í lungum, hálsi, endaþarmi og nefi dýranna. Einnig voru tekin sýni úr umhverfinu og fannst RNA-vírus í rykögnum í lofti á búunum.
 
Minkarnir, sem eru í búrum, hafa ekki smitað hver annan með beinu sambandi og því telja sérfræðingar að smitið hafi færst á milli með dropum á mat eða undirlagi og eða með ryki af úrgangi í lofti. Þetta þýðir að starfsmenn eiga á hættu að smitast á búunum ef þeir nota ekki varnarbúnað.
Heimsmet í skráningum
Fréttir 12. júní 2025

Heimsmet í skráningum

Hið árlega Reykjavíkurmeistaramót Fáks fer fram nú í vikunni í Víðidalnum. Þetta...

Heildarlög um loftslagsmál
Fréttir 12. júní 2025

Heildarlög um loftslagsmál

Drög að frumvarpi til nýrra heildarlaga um loftslagsmál hefur verið birt í Samrá...

Auðhumla sýknuð í máli um umframmjólk
Fréttir 12. júní 2025

Auðhumla sýknuð í máli um umframmjólk

Héraðsdómur Suðurlands sýknaði samvinnufélagið Auðhumlu af kröfum einkahlutaféla...

Landbúnaðarstuðningur ígrundaður
Fréttir 12. júní 2025

Landbúnaðarstuðningur ígrundaður

Í nýrri skýrslu um svæðisbundinn stuðning í íslenskum landbúnaði er nokkrum mögu...

Salmonella í Fellshlíð
Fréttir 12. júní 2025

Salmonella í Fellshlíð

Salmonella hefur greinst á kúabúinu Fellshlíð í Eyjafirði. Matvælastofnun hefur ...

Bændum tryggt svigrúm til hagræðingar
Fréttir 12. júní 2025

Bændum tryggt svigrúm til hagræðingar

Hanna Katrín Friðriksson atvinnuvegaráðherra segir að vinna standi yfir við nýtt...

Nýtt mælaborð í Jörð
Fréttir 11. júní 2025

Nýtt mælaborð í Jörð

Mælaborði hefur verið bætt í skýrsluhaldskerfið Jörð.is og auðveldar það bændum ...

Lífgúmmí framleitt úr birkiberki
Fréttir 10. júní 2025

Lífgúmmí framleitt úr birkiberki

Gúmmíiðnaðurinn hefur verið að þróast, m.a. í viðleitni til að minnka kolefnisfó...