Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Um 600 þúsund minkum slátrað
Fréttir 14. júlí 2020

Um 600 þúsund minkum slátrað

Höfundur: ehg - Bondebladet
Nálægt 600 þúsund minkum hefur verið slátrað í Hollandi til að útrýma smitum vegna kórónavírus á minkabúum þar í landi. Þar af eru um 500 þúsund ung dýr en nú hefur verið staðfest að af 140 minkabúum í landinu hafa komið upp smit í 13 þeirra. Einnig er grunur um smit á tveimur dönskum minkabúum. 
 
Sérfræðingar við Háskólann í Kaupmannahöfn kryfja nú og rannsaka dýrin frá dönsku búunum. Talið er að tveir starfsmenn við minkabú í Hollandi hafi að öllum líkindum sýkst af kórónavírusnum í gegnum minka og eru dýrin því þau fyrstu sem vitað er að hafi smitað yfir á fólk. Sérfræðingar hafa rannsakað búin í Hollandi þar sem fyrst varð vart við smit og fundu þeir hefðbundin merki um lungnabólgu hjá dauðu minkunum við krufningu. Kórónavírusinn fannst í lungum, hálsi, endaþarmi og nefi dýranna. Einnig voru tekin sýni úr umhverfinu og fannst RNA-vírus í rykögnum í lofti á búunum.
 
Minkarnir, sem eru í búrum, hafa ekki smitað hver annan með beinu sambandi og því telja sérfræðingar að smitið hafi færst á milli með dropum á mat eða undirlagi og eða með ryki af úrgangi í lofti. Þetta þýðir að starfsmenn eiga á hættu að smitast á búunum ef þeir nota ekki varnarbúnað.
Nesbú með nýtt lífrænt hænsnahús í Flóanum fyrir 18 þúsund fugla
Fréttir 16. maí 2022

Nesbú með nýtt lífrænt hænsnahús í Flóanum fyrir 18 þúsund fugla

Nesbú á Vatnsleysuströnd er þessa dagana að taka í notkun nýtt og glæsilegt lífr...

Kolvetnasnauðu Queen Anne kartöflurnar fá góðar viðtökur
Fréttir 16. maí 2022

Kolvetnasnauðu Queen Anne kartöflurnar fá góðar viðtökur

Nýverið kom á markað kartaflan Queen Anne frá Þórustaða Kartöflum sem hefur mun ...

Arfgerðin T137 finnst á Botnum og reynist útbreidd á Árskógsströndinni
Fréttir 16. maí 2022

Arfgerðin T137 finnst á Botnum og reynist útbreidd á Árskógsströndinni

Arfgerðar­greiningar á príon­próteini (PrP) kinda eru nú í fullum gangi. Að sögn...

„Ég hef lagt niður vopnin“
Fréttir 13. maí 2022

„Ég hef lagt niður vopnin“

Sigríður Jónsdóttir bóndi og fjölskyldan í Arnarholti í Biskups­tungum ætla að h...

Kúabændur misvel í stakk búnir til að bregðast við versnandi rekstrarhorfum
Fréttir 13. maí 2022

Kúabændur misvel í stakk búnir til að bregðast við versnandi rekstrarhorfum

Herdís Magna Gunnarsdóttir, bóndi á Egilsstöðum á Fljóts­dalshéraði, var kjörin ...

Verndandi arfgerðir gegn riðu nokkuð algengar í íslensku fé á Grænlandi
Fréttir 13. maí 2022

Verndandi arfgerðir gegn riðu nokkuð algengar í íslensku fé á Grænlandi

Sandkoli og hryggleysingjar
Fréttir 13. maí 2022

Sandkoli og hryggleysingjar

Atvinnuveganefnd hefur til umfjöllunar frumvarp þar sem fjallað er um veiðistjór...

Tryggir félagslegan stuðning við bændur
Fréttir 12. maí 2022

Tryggir félagslegan stuðning við bændur

Tryggir félagslegan stuðning við bændur Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félags- og ...