Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Um 600 þúsund minkum slátrað
Fréttir 14. júlí 2020

Um 600 þúsund minkum slátrað

Höfundur: ehg - Bondebladet
Nálægt 600 þúsund minkum hefur verið slátrað í Hollandi til að útrýma smitum vegna kórónavírus á minkabúum þar í landi. Þar af eru um 500 þúsund ung dýr en nú hefur verið staðfest að af 140 minkabúum í landinu hafa komið upp smit í 13 þeirra. Einnig er grunur um smit á tveimur dönskum minkabúum. 
 
Sérfræðingar við Háskólann í Kaupmannahöfn kryfja nú og rannsaka dýrin frá dönsku búunum. Talið er að tveir starfsmenn við minkabú í Hollandi hafi að öllum líkindum sýkst af kórónavírusnum í gegnum minka og eru dýrin því þau fyrstu sem vitað er að hafi smitað yfir á fólk. Sérfræðingar hafa rannsakað búin í Hollandi þar sem fyrst varð vart við smit og fundu þeir hefðbundin merki um lungnabólgu hjá dauðu minkunum við krufningu. Kórónavírusinn fannst í lungum, hálsi, endaþarmi og nefi dýranna. Einnig voru tekin sýni úr umhverfinu og fannst RNA-vírus í rykögnum í lofti á búunum.
 
Minkarnir, sem eru í búrum, hafa ekki smitað hver annan með beinu sambandi og því telja sérfræðingar að smitið hafi færst á milli með dropum á mat eða undirlagi og eða með ryki af úrgangi í lofti. Þetta þýðir að starfsmenn eiga á hættu að smitast á búunum ef þeir nota ekki varnarbúnað.
Vinnuaðferðum skilað til nýrrar kynslóðar
Fréttir 15. desember 2025

Vinnuaðferðum skilað til nýrrar kynslóðar

Út eru komnar þrjár bækur um verk Gunnars Bjarnasonar húsasmíðameistara sem smíð...

Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu
Fréttir 11. desember 2025

Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu

Ný rannsókn Matís sýnir að kolefnisspor helstu íslenskra matvæla – mjólkur, kjöt...

Þörungakjarni með mörg hlutverk
Fréttir 11. desember 2025

Þörungakjarni með mörg hlutverk

Undirrituð hefur verið formleg viljayfirlýsing um stofnun Þörungakjarna á Akrane...

Húsaeiningar frá Noregi
Fréttir 9. desember 2025

Húsaeiningar frá Noregi

Nýlega komu um tvö þúsund fermetrar af svonefndum „Modulum“, sem eru forsmíðaðar...

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni

Alþingi hefur samþykkt framkvæmdaáætlun náttúruminjaskrár til ársins 2029. Um tí...

Gervigreind í Grímsnesi
Fréttir 9. desember 2025

Gervigreind í Grímsnesi

Grímsnes- og Grafningshreppur tekur nú þátt í þróunarverkefni í samstarfi við up...

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni

Þingsályktunartillaga um nýtt fyrirkomulag jarðakaupa frumkvöðla á landsbyggðinn...

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti
Fréttir 8. desember 2025

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti

Niðurstöðu COP30 sem fram fór í Brasilíu í nóvember hefur verið lýst sem lægsta ...