Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Veðrið lék við bæði hesta og menn í Laufskálaréttum en um 400 hross eru rekin þangað frá Kolbeinsdal.
Veðrið lék við bæði hesta og menn í Laufskálaréttum en um 400 hross eru rekin þangað frá Kolbeinsdal.
Mynd / Henk Peterse
Fréttir 5. október 2023

Um 500 manns á hesti

Höfundur: Þórdís Anna Gylfadóttir

Ein stærsta stóðrétt landsins fór fram síðastliðna helgi, laugardaginn 30. september.

Bergur Gunnarsson.
Mynd Freydís Bergsdóttir

Stóðrekstrarstjóri var Ólafur Sigurgeirsson á Kálfsstöðum og Bergur Gunnarsson á Narfastöðum hafði yfirumsjón með réttarstörfum.

Bændablaðið ræddi við Berg Gunnarsson sem sagði að allt hafi tekist með miklum ágætum. „Veðrið lék við okkur, það var algjörlega frábært, og rekstrarstörf gengu vel. Í góðu veðri eru allir rólegir og slakir, bæði hestar og menn. Reksturinn gekk vel en í heildina eru þetta um 400 hross, sem skiptist í um 300 fullorðin hross og 100 folöld, sem rekin eru frá Kolbeinsdal og niður í Laufskálarétt.“

Bergur segir að í ár hafi metfjöldi fólks tekið þátt í rekstrarstörfum og riðið með rekstrinum.

„Við smölunina töldum við tæplega 500 manns sem mættu á hesti, en það er með því mesta sem verið hefur. Þetta er blandaður hópur knapa, bæði eru þarna eigendur sem eru að sækja sín hross úr dalnum og fólk sem tengist þeim en það eru um 20 bæir sem nýta sér afréttina þó fleiri eigi rétt á upprekstri. Svo er einnig töluverður fjöldi sem mætir í gegnum hestatengda ferðaþjónustu, en þó nokkur fyrirtæki bjóða upp á ferðir tengdum Laufskálaréttum.“

Bergur segir að Laufskála­réttarhelgin sé ein stærsta helgin í Skagafirði ár hvert. „Það er gaman að sjá hvað hesturinn hefur mikið aðdráttarafl en á föstudagskvöld mættu um 800 manns á reiðhallarsýningu í Svaðastaðahöllinni, en sýningin er haldin í tengslum við Laufskálaréttir. Á laugardeginum töldum við svo að um 2.500 manns hefðu komið í réttirnar meðan að réttarstörf stóðu yfir, sem er með mesta móti. Allt gekk þetta vel og slysalaust fyrir sig,“ segir Bergur að lokum.

Virk endurheimt 30% raskaðra vistkerfa árið 2030
Fréttir 29. janúar 2026

Virk endurheimt 30% raskaðra vistkerfa árið 2030

Auðug líffræðileg fjölbreytni náttúrunnar er forsenda heilbrigðra vistkerfa, sem...

Góð afkoma lykilatriði fyrir nýliðun
Fréttir 29. janúar 2026

Góð afkoma lykilatriði fyrir nýliðun

„Að fólk geti greitt sér laun fyrir vinnuna, byggt upp jarðir, ræktun og bygging...

Skýrt nei við aðildarviðræðum
Fréttir 29. janúar 2026

Skýrt nei við aðildarviðræðum

Ríflega 76 prósent bænda sem eru félagsmenn í Bændasamtökum Íslands eru ósammála...

Dreifikostnaður raforku hækkar
Fréttir 29. janúar 2026

Dreifikostnaður raforku hækkar

Gjaldskrárhækkanir dreifiveitna rafmagns hafa hækkað umfram vísitölu á undanförn...

Meðalafurðir mjólkurkúa aldrei meiri
Fréttir 29. janúar 2026

Meðalafurðir mjólkurkúa aldrei meiri

Samkvæmt niðurstöðum skýrsluhalds Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) fyrir...

Mesti fjöldi skráðra sæðinga
Fréttir 27. janúar 2026

Mesti fjöldi skráðra sæðinga

Metþátttaka var í sauðfjársæðingum nú í desember. Þann 9. janúar var búið að skr...

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður
Fréttir 27. janúar 2026

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður

Anna Guðrún Þórðardóttir kynnti í haust frumniðurstöður úr doktorsverkefninu Erf...

Þari í sauðakjöt, krydd og kex
Fréttir 27. janúar 2026

Þari í sauðakjöt, krydd og kex

Nýtt frækex, unnið úr íslenskum þara, er komið á innlendan markað.