Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en mánaðar gamalt.
Um 30% samdráttur á hverja framleidda einingu
Fréttir 11. október 2024

Um 30% samdráttur á hverja framleidda einingu

Höfundur: Sigurður Már Harðarson

Bændasamtök Íslands hafa lagt umsögn sína um aðgerðaáætlun í loftslagsmálum inn í samráðsgátt stjórnvalda.

Telja þau að umræðan um loftslagsaðgerðir í landbúnaði þurfi að taka mið af þeirri sérstöðu að þar undir sé frumframleiðsla matvæla og timburs, meðal annars.

Samtökin leggja áherslu á að kvaðir, markmið og aðgerðir í loftslagsmálum byggi á og taki mið af fæðuöryggi, matvælaöryggi og sjálfbærum rekstri býla sem hafi beina tengingu við skyldur Íslands í alþjóðamálum og stefnumörkun stjórnvalda.

Áhrif á afkomu bænda

Bent er á að íslenskir bændur eigi í reynslubankanum bæði aðgerðir og útfærslur í stuðningskerfi landbúnaðar með jákvæðum hvötum sem hafi skilað góðum árangri við innleiðingu nýrra aðferða. Öflugt skýrsluhald og ráðgjafarþjónusta í landbúnaði hafi skilað mikilli þekkingu, framförum og bættri afkomu bænda.

Þessar aðgerðir hafi einnig skilað gríðarlegum árangri í loftslagsmálum og hafa Bændasamtökin reiknað út að frá 2005 til 2021hafi náðst tæplega 30 prósent samdráttur á hverja framleidda einingu í íslenskum landbúnaði. Með sterkum grunnstoðum og jákvæðum hvötum sé hægt að halda áfram á sömu braut árangurs.

Bændasamtökin gera ekki athugasemdir við einstakar aðgerðir í aðgerðaáætluninni. Þau leggja áherslu á að landbúnaðurinn takist óhræddur á við þær áskoranir sem felast í loftslagsmálum.

Mikilvægt sé að fjármögnun aðgerða taki mið af þeim áhrifum sem þær kunna að hafa á afkomu bænda.

Ræktunarland aðgengilegt áfram sem slíkt

Samtökin sjá mikil tækifæri í því að auka kolefnisbindingu í landbúnaði. Mikilvægt sé að á bak við slíkar aðgerðir séu sannprófaðar aðferðir. Bent er á skógrækt sem þekkta leið til þess. Dæmin sanni að mikil þörf sé fyrir aðkomu stjórnvalda að þeim málaflokki, ekki síst hvað varðar skipulagsmál, enda mikil tækifæri fólgin í skógrækt sem og landgræðslu á rýrum svæðum.

Leggja þau áherslu á að allar aðgerðir, svo sem ræktun skóga og endurheimt votlendis, séu unnar í sátt við matvælaframleiðslu og miðist að því að ræktunarland verði áfram aðgengilegt sem slíkt.

Sjónum beint að fiskauganu
Fréttir 12. nóvember 2024

Sjónum beint að fiskauganu

Ekki hefur enn fundist flötur á því hér á Íslandi að nýta fiskaugu sérstaklega ú...

Ný Hrútaskrá og hrútafundir
Fréttir 12. nóvember 2024

Ný Hrútaskrá og hrútafundir

Von er á prentaðri útgáfu Hrútaskrárinnar mánudaginn 18. nóvember, þar sem 54 sæ...

Litafjölbreytni og æði skrautleg litaheiti
Fréttir 12. nóvember 2024

Litafjölbreytni og æði skrautleg litaheiti

Í íslenska sauðfjárstofninum finnast ótal litaafbrigði sem Karólína Elísabetardó...

Hækkun á minkaskinnum
Fréttir 12. nóvember 2024

Hækkun á minkaskinnum

Björn Harðarson, formaður deildar loðdýrabænda hjá Bændasamtökum Íslands, segir ...

Land tryggt undir vindmyllusvæðin
Fréttir 11. nóvember 2024

Land tryggt undir vindmyllusvæðin

Skipulagsstofnun hefur fengið fyrirhugaðan vindorkugarð í Fljótsdalshreppi inn á...

Fjárstuðningur skilar árangri í kornrækt
Fréttir 11. nóvember 2024

Fjárstuðningur skilar árangri í kornrækt

Erfðarannsóknir í íslenskri kornrækt sækja í sig veðrið um þessar mundir, ekki s...

Nóg af sæði í hafrastöðinni
Fréttir 8. nóvember 2024

Nóg af sæði í hafrastöðinni

Nóg er til af frystu hafrasæði og geitabændur hvattir til að nýta sér það til að...

Eggjaskortur vegna dýravelferðar
Fréttir 8. nóvember 2024

Eggjaskortur vegna dýravelferðar

Litlar birgðir á eggjum í verslunum má rekja til umfangsmikilla breytinga sem bæ...