Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 10 mánaða.
Afkoma kjötvinnslunnar Esju gæðafæði hefur aldrei verið betri.
Afkoma kjötvinnslunnar Esju gæðafæði hefur aldrei verið betri.
Mynd / David Foodphototasty
Fréttir 11. febrúar 2025

Tvöfaldur hagnaður kjötvinnslu í eigu KS

Höfundur: Guðrún Hulda Pálsdóttir

Kjötvinnslan Esja gæðafæði nær tvöfaldaði hagnað sinn milli áranna 2022 og 2023.

Hagnaður fyrirtækisins var 290 milljónir króna í fyrra, samanborið við tæpar 146 milljónir króna árið 2022 og hefur afkoma þess aldrei verið betri. Tekjur ársins 2023 námu 5,5 milljörðum króna og jukust um 1,2 milljarða milli ára.

Samkvæmt ársreikningnum var kostnaðarverð seldra vara um 3,9 milljarðar króna en var tæplega 3,2 milljarðar árið áður. Eigið fé félagsins hefur einnig aukist töluvert, nam í árslok um 765 milljónir króna en var tæp 473 milljónir í árslok 2022.

Aukin umsvif

Í skýrslu ársreikningsins segir að umsvif fyrirtækisins hafi aukist samanborið við fyrra ár en starfsmannafjöldi var sambærilegur milli ára þó samsetning starfsmanna sé fjölbreyttari. Í lok árs störfuðu 66 starfsmenn þar í 74 stöðugildum. Fólksfjölgun á höfuðborgarsvæðinu hafi haft jákvæð áhrif á reksturinn en jarðhræringar á Reykjanesi og áhrif þeirra á ferðaþjónustu hafi sett strik í reikninginn í lok árs.

Esja gæðafæði á rætur sínar að rekja til kjötvinnslu Sigurðar sem tók til starfa árið 1989 samkvæmt vef fyrirtækisins en hefur verið rekið undir núverandi heiti frá ársbyrjun 2011. Fyrirtækið er hluti af samstæðu Kaupfélags Skagfirðinga og er staðsett í Bitruhálsi í Reykjavík. Starfsemi félagsins felst í rekstri alhliða kjötvinnslu og framleiðslu á tilbúnum réttum samkvæmt ársreikningi. Framkvæmdastjóri þess er Hinrik Ingi Guðbjargarson.

Mikil eftirspurn

Í ársreikningnum er sagt að rekstrarhorfur ársins 2024 séu góðar og eftirspurn eftir vörum félagsins sé mikil. „Fyrirtækið er bæði á smásölumarkaði og stóreldhúsmarkaði og þessar tvær stoðir félagsins stuðla að dreifðri áhættu og renna styrkjum stoðum undir reksturinn.“

Árið 2023 ályktaði aðalfundur Kaupfélags Skagfirðinga að félagið og dótturfélög ættu ekki að flytja inn landbúnaðarvörur. Esja gæðafæði hafði þá um árabil tekið þátt í tilboðsmarkaði á tollkvótum á landbúnaðarafurðum en hætti því. Fyrirtækið vinnur þó enn vörur úr innlendu og erlendu kjöti og hefur innflutningsfyrirtækið Háihólmi verið nefnt sem mögulegur milliliður fyrirtækisins í innflutningi á kjöti. Árið 2024 færðist rekstur Sláturhússins á Hellu undir kennitölu Esju gæðafæðis.

Vinnuaðferðum skilað til nýrrar kynslóðar
Fréttir 15. desember 2025

Vinnuaðferðum skilað til nýrrar kynslóðar

Út eru komnar þrjár bækur um verk Gunnars Bjarnasonar húsasmíðameistara sem smíð...

Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu
Fréttir 11. desember 2025

Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu

Ný rannsókn Matís sýnir að kolefnisspor helstu íslenskra matvæla – mjólkur, kjöt...

Þörungakjarni með mörg hlutverk
Fréttir 11. desember 2025

Þörungakjarni með mörg hlutverk

Undirrituð hefur verið formleg viljayfirlýsing um stofnun Þörungakjarna á Akrane...

Húsaeiningar frá Noregi
Fréttir 9. desember 2025

Húsaeiningar frá Noregi

Nýlega komu um tvö þúsund fermetrar af svonefndum „Modulum“, sem eru forsmíðaðar...

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni

Alþingi hefur samþykkt framkvæmdaáætlun náttúruminjaskrár til ársins 2029. Um tí...

Gervigreind í Grímsnesi
Fréttir 9. desember 2025

Gervigreind í Grímsnesi

Grímsnes- og Grafningshreppur tekur nú þátt í þróunarverkefni í samstarfi við up...

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni

Þingsályktunartillaga um nýtt fyrirkomulag jarðakaupa frumkvöðla á landsbyggðinn...

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti
Fréttir 8. desember 2025

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti

Niðurstöðu COP30 sem fram fór í Brasilíu í nóvember hefur verið lýst sem lægsta ...