Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Förgun alifugla vegna fuglaflensu í Evrópu og á Bretlandseyjum hefur aldrei verið meiri.
Förgun alifugla vegna fuglaflensu í Evrópu og á Bretlandseyjum hefur aldrei verið meiri.
Mynd / newseu.cgtn.com
Fréttir 6. október 2022

Tugmilljónum alifugla fargað

Höfundur: Vilmundur Hansen

Á síðastliðnu árið, frá 30. september 2021 til 30. september 2022, var um 48 milljón alifuglum fargað í Evrópu og á Bretlandseyjum vegna fuglaflensu. Fjöldi fargaðra alifugla á einu ári hefur aldrei verið meiri.

Samkvæmt heimildum EFSA, Matvælaöryggisstofnunar Evrópu, var um 48 milljón alifuglum fargað vegna 2.600 tilfella fuglaflensu á Bretlandseyjum og löndum Evrópu á síðasta ári. Greind tilfelli fuglaflensu í Evrópu voru 3.573 í 37 löndum allt frá Svalbarða suður til Portúgal og austur til Úkraínu en sú tala er engan veginn talin lýsa fjölda tilfella rétt.

Frá 30. september 2020 til 30. september 2021 komu upp 26 tilfelli af fuglaflensu á Bretlandseyjum en ári seinna, frá 30. september 2021 til 30. september 2022, voru þau 161. Auk þess sem staðfest voru 1.727 tilfelli af fuglaflensu í 59 tegundum villtra fugla á Bretlandseyjum á síðasta ári.

Á þarsíðasta ári komu flest tilfelli af fuglaflensu á Bretlandseyjum upp á vorin og haustin en á síðasta ári komu þau upp á öllum árstímum.

Yfirdýralæknir Bretlandseyja sagði í viðtali fyrir skömmu að búist væri við að tilfellum fuglaflensu í alifuglum ætti eftir að fjölga í nánustu framtíð.

Nýtt Bændablað kom út í dag

Skylt efni: fuglaflensa

Góð afkoma lykilatriði fyrir nýliðun
Fréttir 29. janúar 2026

Góð afkoma lykilatriði fyrir nýliðun

„Að fólk geti greitt sér laun fyrir vinnuna, byggt upp jarðir, ræktun og bygging...

Skýrt nei við aðildarviðræðum
Fréttir 29. janúar 2026

Skýrt nei við aðildarviðræðum

Ríflega 76 prósent bænda sem eru félagsmenn í Bændasamtökum Íslands eru ósammála...

Dreifikostnaður raforku hækkar
Fréttir 29. janúar 2026

Dreifikostnaður raforku hækkar

Gjaldskrárhækkanir dreifiveitna rafmagns hafa hækkað umfram vísitölu á undanförn...

Meðalafurðir mjólkurkúa aldrei meiri
Fréttir 29. janúar 2026

Meðalafurðir mjólkurkúa aldrei meiri

Samkvæmt niðurstöðum skýrsluhalds Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) fyrir...

Mesti fjöldi skráðra sæðinga
Fréttir 27. janúar 2026

Mesti fjöldi skráðra sæðinga

Metþátttaka var í sauðfjársæðingum nú í desember. Þann 9. janúar var búið að skr...

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður
Fréttir 27. janúar 2026

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður

Anna Guðrún Þórðardóttir kynnti í haust frumniðurstöður úr doktorsverkefninu Erf...

Þari í sauðakjöt, krydd og kex
Fréttir 27. janúar 2026

Þari í sauðakjöt, krydd og kex

Nýtt frækex, unnið úr íslenskum þara, er komið á innlendan markað.

Ómarktæk vísindagrein um skaðleysi glýfosats
Fréttir 27. janúar 2026

Ómarktæk vísindagrein um skaðleysi glýfosats

Í niðurstöðum vísindagreinar í tímaritinu Regulatory Toxicology and Pharmacology...