Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Förgun alifugla vegna fuglaflensu í Evrópu og á Bretlandseyjum hefur aldrei verið meiri.
Förgun alifugla vegna fuglaflensu í Evrópu og á Bretlandseyjum hefur aldrei verið meiri.
Mynd / newseu.cgtn.com
Fréttir 6. október 2022

Tugmilljónum alifugla fargað

Höfundur: Vilmundur Hansen

Á síðastliðnu árið, frá 30. september 2021 til 30. september 2022, var um 48 milljón alifuglum fargað í Evrópu og á Bretlandseyjum vegna fuglaflensu. Fjöldi fargaðra alifugla á einu ári hefur aldrei verið meiri.

Samkvæmt heimildum EFSA, Matvælaöryggisstofnunar Evrópu, var um 48 milljón alifuglum fargað vegna 2.600 tilfella fuglaflensu á Bretlandseyjum og löndum Evrópu á síðasta ári. Greind tilfelli fuglaflensu í Evrópu voru 3.573 í 37 löndum allt frá Svalbarða suður til Portúgal og austur til Úkraínu en sú tala er engan veginn talin lýsa fjölda tilfella rétt.

Frá 30. september 2020 til 30. september 2021 komu upp 26 tilfelli af fuglaflensu á Bretlandseyjum en ári seinna, frá 30. september 2021 til 30. september 2022, voru þau 161. Auk þess sem staðfest voru 1.727 tilfelli af fuglaflensu í 59 tegundum villtra fugla á Bretlandseyjum á síðasta ári.

Á þarsíðasta ári komu flest tilfelli af fuglaflensu á Bretlandseyjum upp á vorin og haustin en á síðasta ári komu þau upp á öllum árstímum.

Yfirdýralæknir Bretlandseyja sagði í viðtali fyrir skömmu að búist væri við að tilfellum fuglaflensu í alifuglum ætti eftir að fjölga í nánustu framtíð.

Nýtt Bændablað kom út í dag

Skylt efni: fuglaflensa

Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu
Fréttir 11. desember 2025

Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu

Ný rannsókn Matís sýnir að kolefnisspor helstu íslenskra matvæla – mjólkur, kjöt...

Þörungakjarni með mörg hlutverk
Fréttir 11. desember 2025

Þörungakjarni með mörg hlutverk

Undirrituð hefur verið formleg viljayfirlýsing um stofnun Þörungakjarna á Akrane...

Húsaeiningar frá Noregi
Fréttir 9. desember 2025

Húsaeiningar frá Noregi

Nýlega komu um tvö þúsund fermetrar af svonefndum „Modulum“, sem eru forsmíðaðar...

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni

Alþingi hefur samþykkt framkvæmdaáætlun náttúruminjaskrár til ársins 2029. Um tí...

Gervigreind í Grímsnesi
Fréttir 9. desember 2025

Gervigreind í Grímsnesi

Grímsnes- og Grafningshreppur tekur nú þátt í þróunarverkefni í samstarfi við up...

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni

Þingsályktunartillaga um nýtt fyrirkomulag jarðakaupa frumkvöðla á landsbyggðinn...

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti
Fréttir 8. desember 2025

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti

Niðurstöðu COP30 sem fram fór í Brasilíu í nóvember hefur verið lýst sem lægsta ...

Fituúrgangur til framleiðslu á hreinsivörum
Fréttir 8. desember 2025

Fituúrgangur til framleiðslu á hreinsivörum

Nýsköpunarfyrirtækið Gefn sérhæfir sig í framleiðslu á umhverfisvænum bílahreins...