Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Ursula Nonnemacher, ráðherra neytendaverndar í Þýskalandi, við varnargirðingu sem sett hefur verið upp nærri bænum Guben á landamærum Póllands og Þýskalands.
Ursula Nonnemacher, ráðherra neytendaverndar í Þýskalandi, við varnargirðingu sem sett hefur verið upp nærri bænum Guben á landamærum Póllands og Þýskalands.
Mynd / Neytendaverndarráðuneytið í Brandenburg í Þýskalandi
Fréttir 15. janúar 2020

Tíu ný tilfelli veirusmitaðra villisvína hafa komið upp í vesturhluta Póllands

Höfundur: Hörður Kristjánsson
Þann 23. desember síðastliðinn bárust þær fréttir frá Póllandi að fundist hafi 10 ný smittilfelli afrísku svínapestarinnar (African Swine Fever - ASF) í vesturhluta landsins. Smit hafa komið upp hjá 237 svínaræktendum í Póllandi. Í tilraun til að hefta för smitaðra villisvína hafa stjórnvöld í Þýskalandi verið að reisa girðingar á  landamærunum við Pólland. 
 
Hinn 23. desember tilkynnti pólska heilbrigðiseftirlitið að smitaðir svínaskrokkar hafi fundist á öðrum tug staða og væri heildartalan vegna smittilvika í vesturhluta Póllands komin í 71. Að minnsta kosti 87 villisvín hafa drepist af völdum afrísku svínapestarinnar í vesturhluta Póllands.
 
Nýjustu smitin fundust á svæði sem þegar var vitað að væri smitað, þannig að heildarfjöldi sýktra svæða hefur ekki breyst. Smitsvæðið er 65 km að breidd að vesturlandamærunum að Þýskalandi og 55 km til norðurs og suðurs. Svæðið nær inn í  héruðin Lubusz, Mikla-Pólland  (Wielkopolska) og Neðri-Slesíu.
 
Smit hefur komið upp hjá 237 svínaræktendum í Pólllandi
 
Afríska svínapestin hefur verið til staðar í 5 héruðum í Austur-Póllandi síðan 2014. Hefur smit breiðst út meðal villisvína og borist í svín hjá 237 bændum og bakgarðaræktendum, sem svo eru nefndir samkvæmt frétt á vefsíðu Pig Progress.  
 
Þjóðverjar reisa varnargirðingar
 
Um miðjan desember voru settar upp nýjar varnargirðingar við þýsk-pólsku landamærin nálægt landamæraborginni Guben, í þýska ríkinu Brandenburg. Þetta er í 35 km fjarlægð frá pólska þorpinu Trzebule, í landamærahéraðinu Lubusz þar sem ASF smit hefur áður fundist. 
 
Horft á allt svæðið milli Frankfurt og Tékklands
 
Neytendaverndarráðuneytið í Brandenburg sagði að mest áhersla væri nú lögð á að koma í veg fyrir að vírusinn hoppi yfir landamærin og til svæðanna við Spree-Neisse og Oder-Spree sem og til borgarinnar Frankfurt við Oder. Það nær yfir öll landamærin milli Frankfurt við Oder og þaðan í suður til landamæranna við Tékkland, fjarlægð, sem er um 160 km í beinni fluglínu. 
 
Pólsk-þýsku landamærin fylgja hins vegar ánum Oder og Neisse í stórum sveig, þannig að heildarlengd landamæra sem þarf að skoða er talsvert lengri.
 
Ráðuneytið sagði að tímabundnar girðingar séu 90 cm á hæð og verði áfram hafðar á sínum stað meðan áhættuástand ríkir hinum megin við landamærin. Áætlað er að uppsetning girðinganna kosti um 160.000 evrur. Sveitarfélög munu sjá um framkvæmdina.
 
Ursula Nonnemacher, ráðherra neytendaverndar í Brandenburg-ríki, sagðist vona að girðingarnar myndu veita vernd að vissu marki.
 
Ekkert tilfelli af afrískri svínapest hefur fundist í Þýskalandi hingað til. Ef það gerist munu afleiðingar verða slæmar hvað varðar útflutning á svínakjöti til landa utan ESB. Verðlækkunin á svínakjöti frá sýktum svæðum sem því fylgir mun einnig hafa áhrif í löndum eins og Danmörku og Hollandi, sem bæði flytja út grísi til áframeldis í Þýskalandi. Reyndar eiga danskir bændur mikið undir því þeir hafa verið með öflugt áframeldi á grísum í Póllandi. 
 
Meirihluti allra smitaðra villi­svína hefur fundist í Lubusz-héraði, eða 59 dýr. Hefur smituðum dýrum þar fjölgað um 5. Smit á þessu svæði hafa verið í 15 km radíus umhverfis bæinn Konotop.
 
Fjöldi smitaðra dýra sem fundist hafa í Stóra-Póllandi (Wielkopolska) tvöfaldaðist 23. desember, eða úr 5 í 10. Öll dauð dýr á því svæði fundust innan 10 km frá hvort öðru – og voru einnig innan 25 km frá Konotop í Lubusz-héraði sem er mikilvægasta svína­ræktar­hérað Póllands.
 
Í Neðra-Silesíu hafa enn sem komið er aðeins fundist tveir skrokkar af svínum sem drepist hafa af völdum ASF. Þeir fundust 22. og 27. nóvember sl. Báðir fundust þeir innan við 2 km frá landamærum Lubusz-héraðs og um 20 km frá Konotop.
 

Skylt efni: svínapest | Pólland | villisvín

Vex fiskur um hrygg í rannsóknum, tilraunum og erlendu samstarfi
Fréttir 26. september 2023

Vex fiskur um hrygg í rannsóknum, tilraunum og erlendu samstarfi

Nemendur Landbúnaðarháskóla Íslands vinna fjölbreyttar rannsóknir og tilraunaver...

2.500 tonna kornþurrkstöð borgi sig frekar
Fréttir 26. september 2023

2.500 tonna kornþurrkstöð borgi sig frekar

25 af 33 eyfirskum bændum sem spurðir voru, sögðu að þeir myndu myndu nýta sér k...

Lífræni dagurinn haldinn hátíðlegur í Kaffi Flóru
Fréttir 25. september 2023

Lífræni dagurinn haldinn hátíðlegur í Kaffi Flóru

Lífræni dagurinn var haldinn hátíðlegur víðs vegar um landið laugardaginn 16. se...

Ágúst verður forstöðumaður
Fréttir 25. september 2023

Ágúst verður forstöðumaður

Ágúst Sigurðsson hefur verið skipaður forstöðumaður Lands og skógar, nýrrar stof...

Skeljungur kaupir Búvís
Fréttir 25. september 2023

Skeljungur kaupir Búvís

Samningar hafa tekist um kaup Skeljungs á öllu hlutafé í Búvís. Bæði fyrirtækin ...

Ævintýralegt ferðalag fjallkóngsins
Fréttir 22. september 2023

Ævintýralegt ferðalag fjallkóngsins

Heimildamyndin Konungur fjallanna var frumsýnd 12. september í Bíóhúsinu á Selfo...

Sauðfjárafurðir af sjálfbæru beitilandi
Fréttir 22. september 2023

Sauðfjárafurðir af sjálfbæru beitilandi

Nú í haust verða íslenskar sauðfjárafurðir af vel grónu og sjálfbæru beitilandi ...

Fé fækkað um 3.500 á undanförnum árum
Fréttir 21. september 2023

Fé fækkað um 3.500 á undanförnum árum

Laugardaginn 2. september var réttað í Ljárskógarétt í Dölum, rétt norðan Búðard...