Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Tillaga til þingsályktunar um flokkun, vernd og skráningu ræktunarlands
Fréttir 21. janúar 2015

Tillaga til þingsályktunar um flokkun, vernd og skráningu ræktunarlands

Höfundur: Vilmundur Hansen

Búið er að leggja fyrir Alþingi tillögu til þingsályktunar um flokkun, vernd og skráningu ræktunarlands. Tillagan miðar að því að upplýsingar um ræktunarland séu aðgengilegar öllum og að mótuð verði stefna um varðveislu ræktunarlands þannig að komist verði hjá því að því verði varið óskynsamlega eða því spillt.

Í tillögunni segir að gróður- og jarðvegseyðing hafi verið og séu einhver stærstu umhverfisvandamál Íslands, enda hvergi orðið meiri í Evrópu en hér á landi og má telja hnignun landgæða sem orðið hefur hérlendis frá landnámi meðal veikleika nútímasamfélags Íslendinga, þar sem hún hafi dregið úr möguleikum til hagkvæmrar matvælaframleiðslu og kolefnisbindingar til að hamla gegn gróðurhúsaáhrifum.

„Það voru einungis fyrstu kynslóðir Íslendinga sem fengu að njóta óskertra eða lítt spilltra landgæða, hlutskipti síðari kynslóða hefur orðið að fást við hinar langvarandi afleiðingar sem gróður- og jarðvegseyðing skilur eftir sig," segir í tillögunni sem þrír þingmenn Vinstri grænna, Lilja Rafney Magnúsdóttir, Steingrímur J. Sigfússon og Svandís Svavarsdóttir lögðu fram.

Gott ræktunarland er takmörkuð auðlind hvarvetna og á það ekki síst við á Íslandi. Talið er að einungis um 600.000 hektarar lands geti talist hentugt ræktunarland hérlendis og af því hafa um 120.000 hektarar, eða því sem næst fimmtungur, þegar verið teknir til ræktunar.
 

Skylt efni: Alþingi | Landgræðsla

Sumarkomunni fagnað
Fréttir 25. apríl 2024

Sumarkomunni fagnað

Að venju verður opið hús í Garðyrkjuskólanum á Reykjum á sumardaginn fyrsta, fim...

Burðarhjálp: Leiðbeiningarmyndbönd
Fréttir 24. apríl 2024

Burðarhjálp: Leiðbeiningarmyndbönd

Síðan 2019 geta bændur og aðstoðarfólk notað fjölda leiðbeiningarmyndbanda, sem ...

Afurðamestu sauðfjárbúin
Fréttir 24. apríl 2024

Afurðamestu sauðfjárbúin

Í niðurstöðum skýrsluhalds í sauðfjárrækt fyrir síðasta ár, sem eru birtar hér í...

SS segir of flókið að upprunamerkja
Fréttir 24. apríl 2024

SS segir of flókið að upprunamerkja

Sláturfélag Suðurlands (SS) sér ekki hag í að upprunamerkja svínakjöt frá Korngr...

Hraðhlaðið við Galdrasafnið
Fréttir 23. apríl 2024

Hraðhlaðið við Galdrasafnið

Orkubú Vestfjarða hefur sett upp nýja 400 kW hraðhleðslustöð við Galdrasafnið á ...

Hámarksmagn minnkað í matvælum
Fréttir 23. apríl 2024

Hámarksmagn minnkað í matvælum

Innan skamms taka gildi breytingar á reglugerð þar sem leyfilegt hámarksmagn nít...

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland
Fréttir 22. apríl 2024

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland

Bæði þjónustu- og vöruviðskipti við Indland munu að öllum líkindum aukast á næst...

Jarðræktarmiðstöðin rís
Fréttir 22. apríl 2024

Jarðræktarmiðstöðin rís

Jarðræktarmiðstöð Landbúnaðarháskóla Íslands mun verða tilbúin árið 2027 gangi á...