Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Eymundur með félögum sínum tveimur sem einnig hlutu viðurkenningu; Mohamid Abdikadir (annar frá vinstri) og Nicola del Vecchio (þriðji frá vinstri) – auk þeirra Bruno Cerretto, eiganda Cerretto-víngerðarinnar (lengst til vinstri), og Carlo Petrini.
Eymundur með félögum sínum tveimur sem einnig hlutu viðurkenningu; Mohamid Abdikadir (annar frá vinstri) og Nicola del Vecchio (þriðji frá vinstri) – auk þeirra Bruno Cerretto, eiganda Cerretto-víngerðarinnar (lengst til vinstri), og Carlo Petrini.
Mynd / Hanna Friðriksdóttir
Fólk 27. ágúst 2018

Til fyrirmyndar varðandi umhverfisvernd og varðveislu líffræðilegs fjölbreytileika

Höfundur: smh
Eymundur Magnússon, bóndi í Vallanesi á Fljótsdalshéraði, var heiðraður á dögunum þegar Háskóli matarvísindanna (University of Gastronomic Sciences) í Pollenzo á Ítalíu veitti honum viðurkenningu fyrir það framtak að hafa plantað skógi og skjólbeltum og þannig skapað skilyrði til lífrænnar ræktunar í sínu heima­landi.
 
Eymundur var einn þriggja sem fengu viðurkenningu við hátíðlega athöfn í Pollenzo og er sérstaklega horft til einstaklinga sem miða að sjálfbærni í störfum sínum og eru öðrum til fyrirmyndar varðandi umhverfisvernd og varðveislu líffræðilegs fjölbreytileika. Nicola del Vecchio er ungur bóndi í Molise á Ítalíu sem er sérstaklega heiðraður fyrir að endurvekja ræktun á sínu svæði og fyrir þátttöku í að efla staðbundna matvælaframleiðslu. Sómalinn Mohamid Abdikadir var heiðraður fyrir að leggja sitt af mörkum til verkefnis Slow Food sem heitir „10 þúsund garðar í Afríku“, en hann hefur sjálfur komið að því að koma á fót um 100 matjurtagörðum. Það verkefni hefur þann tilgang að gera almenningi kleift að rækta eigin mat og sporna gegn hungri. 
 
Slow Food-verkefni
 
Háskóli matarvísindanna er runninn undan rifjum Slow Food-hreyfingarinnar. Hann var stofnaður árið 2004 að frumkvæði Carlo Petrini, stofnanda og forseta Slow Food, en hann er nú stjórnarformaður skólans. Hann afhenti verðlaunin, sem heita „Premio Langhe Cerretto“, ásamt Bruno Cerretto, eiganda Cerretto-víngerðarinnar í Alba, en verðlaunin er samstarfsverkefni háskólans og víngerðarinnar.
Áður voru rithöfundar heiðraðir sem skrifuðu um matarmenningu en nú hefur sjónum verið beint að einstaklingum sem starfa í landbúnaði.
 
Aukið aðgengi almennings að matjurtaræktun
 
Að sögn Eyglóar Bjarkar Ólafsdóttur, sem rekur Móður Jörð í Vallanesi með manni sínum Eymundi, var veiting viðurkenninganna hluti dagskrár á viðburði sem heitir Ræktað og varðveitt, sem stóð yfir í tvo daga. „Það var efnt til hringborðsumræðu með yfirskriftinni Byltingin í matjurtagarðinum, þar sem rætt var um mikilvægi þess að auka aðgengi almennings að matjurtaræktun og auka þátttöku fólks í framleiðslu matvælanna sem það neytir. Alice Waters var sæmd doktorsnafnbót við háskólann en hún hefur unnið ötullega að stofnun matjurtagarða víðs vegar um Bandaríkin og talað fyrir hollu mataræði barna og unglinga þar í landi.  Hún á og rekur veitingastaðinn Chez Panisse í Berkeley og hefur gefið út fjölda bóka,“ segir Eygló.
 
„Á Vesturlöndum þjóna slík garðaverkefni einnig samfélagslegum tilgangi, sem er að auka skilning á því hvernig matur verður til, auka matvælaöryggi,  draga úr flutningi á matvælum og tengja fólk betur við upprunann.  Ekki síst sálræn jákvæð áhrif af því að vera úti í náttúrunni, í garðyrkju,“ bætir Eygló við.
 
Hún játar því að viðurkenningin hafi mikla þýðingu fyrir þau og mikið gildi. „Sem dæmi greindu ítalskir fjölmiðlar frá verðlaununum og helgina sem viðburðurinn var haldinn var birt grein um þau í La Stampa-blaðinu í Tórínó.  Það voru um 300 gestir við verðlaunaafhendinguna sem fram fór í Cerretto-víngerðinni og var öll hin glæsilegasta.  Við höfum fengið mjög sterk og jákvæð viðbrögð frá ferðamönnum sem og Íslendingum í kjölfarið og svona viðurkenning hjálpar vissulega til að undirstrika gildi þess starfs sem hér hefur verið unnið og er ánægjulegt í alla staði.“ 
 
Eygló og Eymundur við athöfnina í Cerretto-víngerðinni.
 
Ætlaði fyrst bara að framleiða mjólk
 
Eymundur hóf búskap í Vallanesi 1979 sem kúabóndi og í upphafi ætlaði hann bara að framleiða mjólk. Vallanes var þá nánast óræktað og við það að rækta jörðina fann Eymundur að akuryrkjan höfðaði mjög sterkt til hans. Grænmetisræktun bættist þannig fljótt við og svo kornræktin. Áhugi hans á því að koma eigin vörum á markað varð þannig til þess að hann stofnaði vörumerkið Móður Jörð og fyrstu vörurnar undir þeim merkjum komu í verslanir 1987. Skógræktin hefur verið hluti af ræktunaráhuga og byrjaði hann strax árið 1983 að rækta skjólbelti, en eiginleg skógrækt hófst 1989 í Vallanesi. 
 
Vallanes hefur verið lífrænt vottað land frá 1994 og vörurnar þaðan merktar sem slíkar. Nýverið var opnuð verslun og veitingastofa í Vallanesi í húsi sem byggt var úr ösp af staðnum og þar er boðið upp á mat úr afurðum staðarins í takt við árstíðirnar.  Undanfarin ár hefur Móðir Jörð aukið áherslu á fullvinnslu og má finna vörur þeirra í flestum matvöruverslunum.  
Skoða alla möguleika til að mæta mikilli eftirspurn eftir lóðum
Fréttir 20. janúar 2022

Skoða alla möguleika til að mæta mikilli eftirspurn eftir lóðum

„Við erum hvergi nærri hætt með okkar uppbyggingu, en stefnan er að íbúar í svei...

„Fyrir okkur öll“ er nýtt slagorð Rangárþings ytra
Fréttir 19. janúar 2022

„Fyrir okkur öll“ er nýtt slagorð Rangárþings ytra

Rangárþing ytra efndi nýlega til slagorðakeppnis um slagorð fyrir sveitarfélagið...

Mikilvægt skref í uppbyggingu Akureyrarflugvallar
Fréttir 19. janúar 2022

Mikilvægt skref í uppbyggingu Akureyrarflugvallar

Samningur um smíði á 1.100 fermetra viðbyggingu við Flug­stöðina á Akureyri var ...

Byggðasaga Skagafjarðar tók 26 ár í vinnslu og í verkið fóru um 50 starfsár
Fréttir 19. janúar 2022

Byggðasaga Skagafjarðar tók 26 ár í vinnslu og í verkið fóru um 50 starfsár

Hjalti Pálsson frá Hofi, ritstjóri og aðalhöfundur Byggðasögu Skagafjarðar, skil...

Vinna hefst við gerð reglna um raforkuöryggi
Fréttir 19. janúar 2022

Vinna hefst við gerð reglna um raforkuöryggi

Umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, hefur skipað starfshóp um raforkuöryggi....

Ný reglugerð um velferð alifugla
Fréttir 19. janúar 2022

Ný reglugerð um velferð alifugla

Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra hefur undirritað reglugerð um velferð alifu...

Skútustaðahreppur kaupir Kálfaströnd á 140 milljónir
Fréttir 18. janúar 2022

Skútustaðahreppur kaupir Kálfaströnd á 140 milljónir

Gengið var frá kaupsamningi undir lok síðasta árs um jörðina Kálfaströnd (Kálfas...

Segist hafa fengið hótun um málefni sveitarfélagsins
Fréttir 18. janúar 2022

Segist hafa fengið hótun um málefni sveitarfélagsins

Það hefur vakið athygli að Halldóra Hjörleifsdóttir, oddviti Hrunamannahrepps, h...