Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Eydís Líndal Finnbogadóttir, Sigrún Ágústsdóttir og Gestur Pétursson.
Eydís Líndal Finnbogadóttir, Sigrún Ágústsdóttir og Gestur Pétursson.
Mynd / Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneyti.
Fréttir 4. október 2024

Þrír forstjórar skipaðir fyrir nýjar ríkisstofnanir

Höfundur: Sigurður Már Harðarson

Nýlega voru skipaði þrír forstjórar fyrir nýjar ríkisstofnanir sem urðu til með sameiningum á stofnunum undir umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneyti.

Forstjóri Náttúrufræðistofnunar er Eydís Líndal Finnbogadóttir, en stofnunin varð formlega til í maí á þessu ári með sameiningu Landmælinga Íslands, Náttúru- rannsóknastöðvarinnar við Mývatn og Náttúrufræðistofnunar Íslands. Eydís var áður forstjóri Landmælinga Íslands frá 2019 og settur forstjóri Landmælinga Íslands frá árslokum 2021.

Sigrún Ágústsdóttir var skipuð forstjóri nýrrar Náttúruverndarstofnunar, sem tekur við þeirri starfsemi náttúruverndar hjá Umhverfisstofnun og starfsemi Vatnajökulsþjóðgarðs.

Hún var sviðsstjóri hjá Umhverfisstofnun frá árinu 2008 og auk þess staðgengill forstjóra. Stofnunin fer með stjórnsýslu, eftirlit og önnur verkefni á sviði náttúruverndar og sjálfbærrar þróunar og á sviði friðlýstra svæða, þar með talið Vatnajökulsþjóðgarðs og Snæfellsjökulsþjóðgarðs, vernd villtra fugla og spendýra og veiðistjórnunar.

Gestur Pétursson verður forstjóri nýrrar Umhverfis- og orkustofnunar. Hann var forstjóri PCC BakkiSilicon, frá árinu 2022, framkvæmdastjóri Veitna og forstjóri Elkem Ísland.

Virk endurheimt 30% raskaðra vistkerfa árið 2030
Fréttir 29. janúar 2026

Virk endurheimt 30% raskaðra vistkerfa árið 2030

Auðug líffræðileg fjölbreytni náttúrunnar er forsenda heilbrigðra vistkerfa, sem...

Góð afkoma lykilatriði fyrir nýliðun
Fréttir 29. janúar 2026

Góð afkoma lykilatriði fyrir nýliðun

„Að fólk geti greitt sér laun fyrir vinnuna, byggt upp jarðir, ræktun og bygging...

Skýrt nei við aðildarviðræðum
Fréttir 29. janúar 2026

Skýrt nei við aðildarviðræðum

Ríflega 76 prósent bænda sem eru félagsmenn í Bændasamtökum Íslands eru ósammála...

Dreifikostnaður raforku hækkar
Fréttir 29. janúar 2026

Dreifikostnaður raforku hækkar

Gjaldskrárhækkanir dreifiveitna rafmagns hafa hækkað umfram vísitölu á undanförn...

Meðalafurðir mjólkurkúa aldrei meiri
Fréttir 29. janúar 2026

Meðalafurðir mjólkurkúa aldrei meiri

Samkvæmt niðurstöðum skýrsluhalds Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) fyrir...

Mesti fjöldi skráðra sæðinga
Fréttir 27. janúar 2026

Mesti fjöldi skráðra sæðinga

Metþátttaka var í sauðfjársæðingum nú í desember. Þann 9. janúar var búið að skr...

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður
Fréttir 27. janúar 2026

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður

Anna Guðrún Þórðardóttir kynnti í haust frumniðurstöður úr doktorsverkefninu Erf...

Þari í sauðakjöt, krydd og kex
Fréttir 27. janúar 2026

Þari í sauðakjöt, krydd og kex

Nýtt frækex, unnið úr íslenskum þara, er komið á innlendan markað.