Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Oddný Steina Valsdóttir, formaður Landssambands sauðfjárbænda.
Oddný Steina Valsdóttir, formaður Landssambands sauðfjárbænda.
Fréttir 20. júlí 2018

Þarf að hafa hraðar hendur

Höfundur: MÞÞ

„Ef bregðast á við fyrir haustið þarf að hafa hraðar hendur,“ segir Oddný Steina Valsdóttir, formaður Landssambands sauðfjárbænda. Starfshópur um endurskoðun búvörusamninga skilaði tillögum til ráðherra í byrjun júlí og fundur verður í dag með ráðherra.

„Þá kemur betur í ljós hvaða áherslur hann leggur inn í endurskoðunina.“ Hún á von á að starfið í endurskoðunarnefndinni verði gott, „almenn bjartsýni er alltaf gott veganesti“.

Áherslur LS eru skýrar, þær snúast í meginatriðum um að létta þrýstingi á framleiðslu og markaði, lykilatriðið sé að jafnvægi milli framboðs og eftirspurnar náist sem fyrst. Mikilvægt sé að farið sé í hagræðingaraðgerðir í afurðageiranum, bæði gagnvart stöðu sauðfjárræktar og eins vegna harðnandi samkeppni við innflutning á kjötmarkaði. Samhliða þurfi að horfa til þess að styrkja atvinnumöguleika í dreifbýli, sauðfjárbændur hafi í þeim efnum horft til verkefna á sviði kolefnisbindingar.

Gengur ekki til lengdar að framleiða undir kostnaðarverði

Oddný segir greinina þurfa sinn tíma til að ná vopnum sínum og hún sé fráleitt komin upp úr öldudalnum. „Ef við gyrðum í brók og látum verkin tala hef ég trú á að við náum viðspyrnu nokkuð fljótt en það þýðir ekki að sitja og bíða eftir kraftaverkum, það er einfaldlega líklegt til að enda illa,“ segir hún. Stjórnvöld þurfi að taka þátt og brýn nauðsyn sé á að taka skynsamlegar ákvarðanir innan afurðageirans. „Ég lít svo á að sú siðferðilega skylda og samfélagslega ábyrgð hvíli nú á afurðastöðvum, og stjórnendum þeirra, að skila þeirri framlegð sem mögulegt er til bænda. Það liggur fyrir að bændur framleiða undir kostnaðarverði og það gengur ekki til lengdar, það sér hver maður.  Þessi staða varðar fólk, í sumum tilfellum eru heimili og jafnvel samfélög undir.“

Hagnaðurinn 67,1 milljón króna á síðasta ári
Fréttir 20. mars 2023

Hagnaðurinn 67,1 milljón króna á síðasta ári

Aðalfundur ÍSTEX var haldinn í kjölfar búgreinaþings deildar sauðfjárbænda og að...

Sjaldan launar kálfurinn kjöteldið
Fréttir 17. mars 2023

Sjaldan launar kálfurinn kjöteldið

Á nýafstöðnu búgreinaþingi samþykkti deild nautgripabænda ályktun þar sem bent e...

Tryggja þarf að gripir með verndandi arfgerðir verði ekki skornir niður
Fréttir 17. mars 2023

Tryggja þarf að gripir með verndandi arfgerðir verði ekki skornir niður

Búgreinadeild sauðfjárbænda hjá Bændasamtökum Íslands samþykkti tillögu á nýliðn...

Fagþing sauðfjárræktarinnar
Fréttir 17. mars 2023

Fagþing sauðfjárræktarinnar

Fagþing sauðfjárræktarinnar 2023 verður haldið í Ásgarði á Hvanneyri fimmtudagin...

Sauðfjárbændur vilja fjölga ullarflokkum
Fréttir 16. mars 2023

Sauðfjárbændur vilja fjölga ullarflokkum

Á búgreinaþingi deildar sauðfjárbænda á dögunum var tillaga samþykkt þar sem því...

Niðurfelling gripagreiðslna á mjólkurkýr
Fréttir 16. mars 2023

Niðurfelling gripagreiðslna á mjólkurkýr

Nautgripabændur vilja greiðslur fyrir framleiðslutengda liði mjólkur. Í ályktun ...

Jarfi frá Helgavatni besta nautið
Fréttir 16. mars 2023

Jarfi frá Helgavatni besta nautið

Jarfi 16016 frá Helgavatni í Þverárhlíð í Borgarfirði hlaut nafnbótina besta nau...

Kalla eftir breytingum á varnarhólfum
Fréttir 15. mars 2023

Kalla eftir breytingum á varnarhólfum

Á þingi búgreinadeildar sauðfjárbænda hjá BÍ var samþykkt sú tillaga að stjórn d...