Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Oddný Steina Valsdóttir, formaður Landssambands sauðfjárbænda.
Oddný Steina Valsdóttir, formaður Landssambands sauðfjárbænda.
Fréttir 20. júlí 2018

Þarf að hafa hraðar hendur

Höfundur: MÞÞ

„Ef bregðast á við fyrir haustið þarf að hafa hraðar hendur,“ segir Oddný Steina Valsdóttir, formaður Landssambands sauðfjárbænda. Starfshópur um endurskoðun búvörusamninga skilaði tillögum til ráðherra í byrjun júlí og fundur verður í dag með ráðherra.

„Þá kemur betur í ljós hvaða áherslur hann leggur inn í endurskoðunina.“ Hún á von á að starfið í endurskoðunarnefndinni verði gott, „almenn bjartsýni er alltaf gott veganesti“.

Áherslur LS eru skýrar, þær snúast í meginatriðum um að létta þrýstingi á framleiðslu og markaði, lykilatriðið sé að jafnvægi milli framboðs og eftirspurnar náist sem fyrst. Mikilvægt sé að farið sé í hagræðingaraðgerðir í afurðageiranum, bæði gagnvart stöðu sauðfjárræktar og eins vegna harðnandi samkeppni við innflutning á kjötmarkaði. Samhliða þurfi að horfa til þess að styrkja atvinnumöguleika í dreifbýli, sauðfjárbændur hafi í þeim efnum horft til verkefna á sviði kolefnisbindingar.

Gengur ekki til lengdar að framleiða undir kostnaðarverði

Oddný segir greinina þurfa sinn tíma til að ná vopnum sínum og hún sé fráleitt komin upp úr öldudalnum. „Ef við gyrðum í brók og látum verkin tala hef ég trú á að við náum viðspyrnu nokkuð fljótt en það þýðir ekki að sitja og bíða eftir kraftaverkum, það er einfaldlega líklegt til að enda illa,“ segir hún. Stjórnvöld þurfi að taka þátt og brýn nauðsyn sé á að taka skynsamlegar ákvarðanir innan afurðageirans. „Ég lít svo á að sú siðferðilega skylda og samfélagslega ábyrgð hvíli nú á afurðastöðvum, og stjórnendum þeirra, að skila þeirri framlegð sem mögulegt er til bænda. Það liggur fyrir að bændur framleiða undir kostnaðarverði og það gengur ekki til lengdar, það sér hver maður.  Þessi staða varðar fólk, í sumum tilfellum eru heimili og jafnvel samfélög undir.“

Virk endurheimt 30% raskaðra vistkerfa árið 2030
Fréttir 29. janúar 2026

Virk endurheimt 30% raskaðra vistkerfa árið 2030

Auðug líffræðileg fjölbreytni náttúrunnar er forsenda heilbrigðra vistkerfa, sem...

Góð afkoma lykilatriði fyrir nýliðun
Fréttir 29. janúar 2026

Góð afkoma lykilatriði fyrir nýliðun

„Að fólk geti greitt sér laun fyrir vinnuna, byggt upp jarðir, ræktun og bygging...

Skýrt nei við aðildarviðræðum
Fréttir 29. janúar 2026

Skýrt nei við aðildarviðræðum

Ríflega 76 prósent bænda sem eru félagsmenn í Bændasamtökum Íslands eru ósammála...

Dreifikostnaður raforku hækkar
Fréttir 29. janúar 2026

Dreifikostnaður raforku hækkar

Gjaldskrárhækkanir dreifiveitna rafmagns hafa hækkað umfram vísitölu á undanförn...

Meðalafurðir mjólkurkúa aldrei meiri
Fréttir 29. janúar 2026

Meðalafurðir mjólkurkúa aldrei meiri

Samkvæmt niðurstöðum skýrsluhalds Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) fyrir...

Mesti fjöldi skráðra sæðinga
Fréttir 27. janúar 2026

Mesti fjöldi skráðra sæðinga

Metþátttaka var í sauðfjársæðingum nú í desember. Þann 9. janúar var búið að skr...

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður
Fréttir 27. janúar 2026

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður

Anna Guðrún Þórðardóttir kynnti í haust frumniðurstöður úr doktorsverkefninu Erf...

Þari í sauðakjöt, krydd og kex
Fréttir 27. janúar 2026

Þari í sauðakjöt, krydd og kex

Nýtt frækex, unnið úr íslenskum þara, er komið á innlendan markað.