Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Það var allt skemmtilegt við rófnaræktina
Mynd / Vigdís Sigurðardóttir
Fréttir 19. ágúst 2019

Það var allt skemmtilegt við rófnaræktina

Höfundur: Magnús Hlynur Hreiðarsson
„Ég var nú hálf hikandi fyrst og vildi helst ekki láta mynda mig en svo sé ég ekki eftir því, þetta var mjög gaman og kemur vel út á sýningunni í Húsinu, ég er alveg hissa hvað margir eru búnir að skoða myndirnar af gamla karlinum,“ segir Gummi á Sandi eins og hann er alltaf kallaður og skellihlær, aðspurður um viðtökurnar við ljósmyndasýningunni „Rófu­bóndinn“ í Húsinu á Eyrar­bakka. 
 
Vigdís Sigurðardóttir áhuga­ljósmyndari fylgdi Gumma eftir í eitt ár. Guðmundur Sæmundsson, eins og hann heitir fullu nafni, er fæddur á Eyrarbakka en uppalinn á Hrauni í Ölfusi en fluttist þaðan rúmlega tvítugur á Eyrarbakka. Eiginkona  hans er Þórey Straum og eiga þau samtals fimm börn.
 
Gummi á Sandi á Eyrarbakka. Áhugaljósmyndarinn Vigdís Sigurðardóttir fylgdi Guðmundi Sæmundssyni eftir á heilu ræktunarári frá sáningu að vori fram að uppskeru og söluferlinu að hausti og vetri. Myndirnar og glefsur úr viðtölum við Gumma, auk gripa sem tengjast rófurækt eru nú til sýnis í borðstofu Hússins á Eyrarbakka. 
 
 
Meðaluppskeran 60 tonn á ári
 
Gummi þótti mjög góður rófubóndi og náði miklum árangri í ræktun á rófum enda vakinn og sofinn yfir rófunum sínum. Hann þurfti að hætta í vor vegna veikinda. „Meðaluppskeran í öll þessi ár var um 60 tonn á ári en mesta uppskeran var árið 1996 en þá fékk ég 130 tonn upp úr görðunum. Ég notaði alltaf mjög gott fræ, eða Kálfafellsfræið, sem var fyrst framleitt á Kálfafelli í Öræfum og svo hefur Hannes Jóhannsson í Stóru-Sandvík í Árborg tekið við ræktun fræsins með miklum sóma. Það kallast í dag „Sandvíkurrófufræ“. Það var allt skemmtilegt við rófnaræktina, að fylgjast með vextinum og sjá hvað uppskeran yrði mikil að hausti og hvernig verð maður fengi,“ segir Gummi.
 
Strákarnir biluðu ekki
 
Það var mikil törn á hverju hausti hjá Gumma að ná rófunum upp úr görðunum en þá naut hann aðstoðar stálpaðra skólastráka á Eyrarbakka og fjölskyldu sinnar. „Það var frábært að hafa skólastrákana, sem héldu alltaf tryggð við mig. Við tókum allt upp með höndum, ég notaði aldrei vélar, þær gátu bilað en skóla­strákarnir biluðu aldrei,“ segir Guðmundur og skellir upp úr.
 
Menn gefast upp
 
Gummi segir að það sé erfitt að rækta rófur eins og það hefur sýnt  sig, því margir sem  hafa byrjað og ætlað að græða á tá og fingri hafa hætt fljótlega. „Það er svo margt sem getur komið upp á, kálflugan reynist t.d. mörgum mjög erfið og alls lags skorkvikindi, brandyglan er mjög erfið í sandinum, hún étur plönturnar, menn gefast einfaldlega upp.“
 
Sýningin í Húsinu á Eyrarbakka er opin frá kl. 11.00 til 18.00 alla daga til 1. september í haust.
Mugga bar þremur kvígum
Fréttir 26. júlí 2024

Mugga bar þremur kvígum

Kýrin Mugga 985 frá bænum Steindyrum í Svarfaðardal í Dalvíkurbyggð bar þríkelfi...

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku
Fréttir 25. júlí 2024

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku

Þann 24. júní náðist sögulegt samkomulag í Danmörku, á milli stjórnvalda og nokk...

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?
Fréttir 25. júlí 2024

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?

Því hefur verið varpað fram að þegar kemur að kolefnisbindingu ætti að leggja me...

Snikka til lög um flutningsjöfnuð
Fréttir 25. júlí 2024

Snikka til lög um flutningsjöfnuð

Áform eru uppi um breytingu á lögum um svæðisbundna flutningsjöfnun.

Stofnanir út á land
Fréttir 24. júlí 2024

Stofnanir út á land

Aðsetur nýrra stofnana umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins verður utan h...

Lundaveiðar leyfðar
Fréttir 24. júlí 2024

Lundaveiðar leyfðar

Umhverfis- og skipulagsráð Vestmannaeyja hefur samþykkt að heimila lundaveiði 27...

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum
Fréttir 23. júlí 2024

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum

Rannsóknamiðstöð landbúnaðarins, RML, rannsakar nú erfðaorsakir kálfadauða.

Upphreinsun skurða
Fréttir 23. júlí 2024

Upphreinsun skurða

Búnaðarfélag Austur-Landeyja hefur sent sveitarstjórn Rangárþings eystra erindi ...