Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 10 mánaða.
Heimskautarefur. Fuglaflensa fannst fyrir skömmu í ref í Skagafirði.
Heimskautarefur. Fuglaflensa fannst fyrir skömmu í ref í Skagafirði.
Mynd / Pixabay
Fréttir 12. febrúar 2025

Sýktur refur í Skagafirði

Höfundur: Steinunn Ásmundsdóttir

Íbúi í Skagafirði varð var við veikan ref og reyndist dýrið með fuglaflensu.

Um mánaðamótin bárust Matvælastofnun niðurstöður rannsókna Tilraunastöðvar HÍ að Keldum á sýnum sem tekin voru úr refi sem aflífaður var í Skagafirði skömmu áður. Segir í tilkynningu Mast að íbúi hafi séð refinn og tekið eftir að hann væri augljóslega veikur; mjög slappur, hreyfði sig lítið og var valtur á fótunum. Tilkynnt var um refinn til Matvælastofnunar, reyndar refaskyttur fengnar til að aflífa hann og hræið sent til rannsókna á Keldum. Greindist hann með fuglainflúensu af gerðinni H5N5.

Tilkynningum um fugla fækkað

Í ljósi þessa vill Matvælastofnun biðja fólk að vera líka vakandi fyrir sjúkdómseinkennum eða óeðlilegri hegðun í refum og senda stofnuninni tilkynningu ef það verður vart við veika eða dauða refi. Bent er á að fleiri spendýr, svo sem rottur og mýs, geti smitast af fuglainflúensu, þótt veiran hafi ekki greinst hingað til í þessum dýrategundum hér á landi.

Tilkynningum sem berast Matvælastofnun um dauða og veika villta fugla hefur fækkað. Fuglainflúensa hefur ekki greinst í þeim sýnum úr fuglum sem rannsökuð hafa verið alveg nýlega.

Segja forsvarsmenn Mast ekki tímabært að álykta að sýking í villtum fuglum sé í rénun og biður fólk að vera áfram vakandi fyrir sjúkdómseinkennum í fuglum og að tilkynna stofnuninni um veika og dauða fugla sem það sér.

Enn smithætta í köttum og hundum

Jafnframt er tiltekið að smithætta sé enn til staðar í köttum og hundum og því æskilegt að eigendur þeirra reyni áfram að koma í veg fyrir að dýr þeirra fari í veika eða dauða villta fugla eða spendýr.

Á vefnum mast.is má finna mælaborð um fuglainflúensu.

Skylt efni: fuglaflensa | refur

Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu
Fréttir 11. desember 2025

Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu

Ný rannsókn Matís sýnir að kolefnisspor helstu íslenskra matvæla – mjólkur, kjöt...

Þörungakjarni með mörg hlutverk
Fréttir 11. desember 2025

Þörungakjarni með mörg hlutverk

Undirrituð hefur verið formleg viljayfirlýsing um stofnun Þörungakjarna á Akrane...

Húsaeiningar frá Noregi
Fréttir 9. desember 2025

Húsaeiningar frá Noregi

Nýlega komu um tvö þúsund fermetrar af svonefndum „Modulum“, sem eru forsmíðaðar...

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni

Alþingi hefur samþykkt framkvæmdaáætlun náttúruminjaskrár til ársins 2029. Um tí...

Gervigreind í Grímsnesi
Fréttir 9. desember 2025

Gervigreind í Grímsnesi

Grímsnes- og Grafningshreppur tekur nú þátt í þróunarverkefni í samstarfi við up...

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni

Þingsályktunartillaga um nýtt fyrirkomulag jarðakaupa frumkvöðla á landsbyggðinn...

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti
Fréttir 8. desember 2025

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti

Niðurstöðu COP30 sem fram fór í Brasilíu í nóvember hefur verið lýst sem lægsta ...

Fituúrgangur til framleiðslu á hreinsivörum
Fréttir 8. desember 2025

Fituúrgangur til framleiðslu á hreinsivörum

Nýsköpunarfyrirtækið Gefn sérhæfir sig í framleiðslu á umhverfisvænum bílahreins...