Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Sveinn Margeirsson ráðinn sveitarstjóri Skútustaðahrepps
Mynd / HKr.
Fréttir 10. júní 2020

Sveinn Margeirsson ráðinn sveitarstjóri Skútustaðahrepps

Höfundur: Ritstjórn

Sveinn Margeirsson, fyrrverandi forstjóri Matís, hefur verið ráðinn sveitarstjóri Skútustaðahrepps.

Í tilkynningu á vef Skútustaðahrepps kemur fram að 21 umsókn hafi borist um starfið. Tvær umsóknir hafi verið dregnar til baka. Sveinn tekur við af Þorsteini Gunnarssyni sem hefur verið ráðinn borgarritari.

„Sveinn Margeirsson er með doktorspróf í iðnaðarverkfræði og hefur lokið General Management Program frá Harvard Business School. Sveinn hefur starfað sem sjálfstæður ráðgjafi á sviði nýsköpunar og stefnumótunar fyrir sveitarfélög, stofnanir, fyrirtæki og félagasamtök síðan 2019.  Þar á undan gegndi hann starfi forstjóra, sviðsstjóra og deildarstjóra hjá Matís í 11 ár. Sveinn hefur yfirgripsmikla þekkingu og reynslu af nýsköpun, stefnumótun, stjórnun og rekstri. Hann hefur jafnframt mikla reynslu af stjórnsýslu sem forstjóri hjá opinberu hlutafélagi og ráðgjafi við sveitarfélög og stofnanir. Auk þessa hefur Sveinn komið að umhverfis- og skipulagsmálum t.d. við gerð aðalskipulags og hefur viðamikla reynslu af miðlun efnis í ræðu og riti á fjölda miðla. Sveinn hefur störf sem sveitarstjóri Skútustaðahrepps þann 1. ágúst n.k.,“ segir í tilkynningu á vefnum.

Umsækjendur voru:

  • Ásbjörn Ólafur Ásbjörnsson
  • Berglind Ragnarsdóttir
  • Bjarni Jónsson
  • Björgvin Harri Bjarnason
  • Einar Örn Thorlacius
  • Glúmur Baldvinsson
  • Grétar Ásgeirsson
  • Gunnar Örn Arnarson
  • Gunnlaugur A. Júlíusson
  • Jón Hrói Finnsson
  • Jónína Benediktsdóttir
  • Ólafur Kjartansson
  • Páll Línberg Sigurðsson
  • Rögnvaldur Guðmundsson
  • Sigurður Jónsson
  • Siguróli Magni Sigurðsson
  • Skúli H. M. Thoroddsen
  • Sólborg Lilja Steinþórsdóttir
  • Sveinn Margeirsson
Mugga bar þremur kvígum
Fréttir 26. júlí 2024

Mugga bar þremur kvígum

Kýrin Mugga 985 frá bænum Steindyrum í Svarfaðardal í Dalvíkurbyggð bar þríkelfi...

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku
Fréttir 25. júlí 2024

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku

Þann 24. júní náðist sögulegt samkomulag í Danmörku, á milli stjórnvalda og nokk...

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?
Fréttir 25. júlí 2024

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?

Því hefur verið varpað fram að þegar kemur að kolefnisbindingu ætti að leggja me...

Snikka til lög um flutningsjöfnuð
Fréttir 25. júlí 2024

Snikka til lög um flutningsjöfnuð

Áform eru uppi um breytingu á lögum um svæðisbundna flutningsjöfnun.

Stofnanir út á land
Fréttir 24. júlí 2024

Stofnanir út á land

Aðsetur nýrra stofnana umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins verður utan h...

Lundaveiðar leyfðar
Fréttir 24. júlí 2024

Lundaveiðar leyfðar

Umhverfis- og skipulagsráð Vestmannaeyja hefur samþykkt að heimila lundaveiði 27...

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum
Fréttir 23. júlí 2024

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum

Rannsóknamiðstöð landbúnaðarins, RML, rannsakar nú erfðaorsakir kálfadauða.

Upphreinsun skurða
Fréttir 23. júlí 2024

Upphreinsun skurða

Búnaðarfélag Austur-Landeyja hefur sent sveitarstjórn Rangárþings eystra erindi ...