Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Sveinn Margeirsson ráðinn sveitarstjóri Skútustaðahrepps
Mynd / HKr.
Fréttir 10. júní 2020

Sveinn Margeirsson ráðinn sveitarstjóri Skútustaðahrepps

Höfundur: Ritstjórn

Sveinn Margeirsson, fyrrverandi forstjóri Matís, hefur verið ráðinn sveitarstjóri Skútustaðahrepps.

Í tilkynningu á vef Skútustaðahrepps kemur fram að 21 umsókn hafi borist um starfið. Tvær umsóknir hafi verið dregnar til baka. Sveinn tekur við af Þorsteini Gunnarssyni sem hefur verið ráðinn borgarritari.

„Sveinn Margeirsson er með doktorspróf í iðnaðarverkfræði og hefur lokið General Management Program frá Harvard Business School. Sveinn hefur starfað sem sjálfstæður ráðgjafi á sviði nýsköpunar og stefnumótunar fyrir sveitarfélög, stofnanir, fyrirtæki og félagasamtök síðan 2019.  Þar á undan gegndi hann starfi forstjóra, sviðsstjóra og deildarstjóra hjá Matís í 11 ár. Sveinn hefur yfirgripsmikla þekkingu og reynslu af nýsköpun, stefnumótun, stjórnun og rekstri. Hann hefur jafnframt mikla reynslu af stjórnsýslu sem forstjóri hjá opinberu hlutafélagi og ráðgjafi við sveitarfélög og stofnanir. Auk þessa hefur Sveinn komið að umhverfis- og skipulagsmálum t.d. við gerð aðalskipulags og hefur viðamikla reynslu af miðlun efnis í ræðu og riti á fjölda miðla. Sveinn hefur störf sem sveitarstjóri Skútustaðahrepps þann 1. ágúst n.k.,“ segir í tilkynningu á vefnum.

Umsækjendur voru:

  • Ásbjörn Ólafur Ásbjörnsson
  • Berglind Ragnarsdóttir
  • Bjarni Jónsson
  • Björgvin Harri Bjarnason
  • Einar Örn Thorlacius
  • Glúmur Baldvinsson
  • Grétar Ásgeirsson
  • Gunnar Örn Arnarson
  • Gunnlaugur A. Júlíusson
  • Jón Hrói Finnsson
  • Jónína Benediktsdóttir
  • Ólafur Kjartansson
  • Páll Línberg Sigurðsson
  • Rögnvaldur Guðmundsson
  • Sigurður Jónsson
  • Siguróli Magni Sigurðsson
  • Skúli H. M. Thoroddsen
  • Sólborg Lilja Steinþórsdóttir
  • Sveinn Margeirsson
Hagnaðurinn 67,1 milljón króna á síðasta ári
Fréttir 20. mars 2023

Hagnaðurinn 67,1 milljón króna á síðasta ári

Aðalfundur ÍSTEX var haldinn í kjölfar búgreinaþings deildar sauðfjárbænda og að...

Sjaldan launar kálfurinn kjöteldið
Fréttir 17. mars 2023

Sjaldan launar kálfurinn kjöteldið

Á nýafstöðnu búgreinaþingi samþykkti deild nautgripabænda ályktun þar sem bent e...

Tryggja þarf að gripir með verndandi arfgerðir verði ekki skornir niður
Fréttir 17. mars 2023

Tryggja þarf að gripir með verndandi arfgerðir verði ekki skornir niður

Búgreinadeild sauðfjárbænda hjá Bændasamtökum Íslands samþykkti tillögu á nýliðn...

Fagþing sauðfjárræktarinnar
Fréttir 17. mars 2023

Fagþing sauðfjárræktarinnar

Fagþing sauðfjárræktarinnar 2023 verður haldið í Ásgarði á Hvanneyri fimmtudagin...

Sauðfjárbændur vilja fjölga ullarflokkum
Fréttir 16. mars 2023

Sauðfjárbændur vilja fjölga ullarflokkum

Á búgreinaþingi deildar sauðfjárbænda á dögunum var tillaga samþykkt þar sem því...

Niðurfelling gripagreiðslna á mjólkurkýr
Fréttir 16. mars 2023

Niðurfelling gripagreiðslna á mjólkurkýr

Nautgripabændur vilja greiðslur fyrir framleiðslutengda liði mjólkur. Í ályktun ...

Jarfi frá Helgavatni besta nautið
Fréttir 16. mars 2023

Jarfi frá Helgavatni besta nautið

Jarfi 16016 frá Helgavatni í Þverárhlíð í Borgarfirði hlaut nafnbótina besta nau...

Kalla eftir breytingum á varnarhólfum
Fréttir 15. mars 2023

Kalla eftir breytingum á varnarhólfum

Á þingi búgreinadeildar sauðfjárbænda hjá BÍ var samþykkt sú tillaga að stjórn d...