Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Svavar Halldórsson tekur við stöðu framkvæmdastjóra LS
Mynd / smh
Fréttir 16. apríl 2015

Svavar Halldórsson tekur við stöðu framkvæmdastjóra LS

Höfundur: smh

Svavar Halldórsson hefur formlega tekið við stöðu framkvæmdastjóra Landssamtaka sauðfjárbænda (LS).

„Þetta var bara hugmynd sem kom upp, að hugsa aðeins út fyrir rammann og fá einhvern sem kæmi með ferska strauma til að taka við þessu starfi,“ segir Þórarinn Ingi Pétursson, formaður LS um ráðninguna.

„Við gerum okkur grein fyrir því að það verða margir undrandi á þessari ráðningu en það er líka bara fínt stundum að fara í endurmat á stöðunni þegar mannaskipti verða og horfa í aðrar áttir. Fyrst og fremst erum við þá að horfa til þeirra markaðstækifæra sem eru fyrir greinina, til að mynda á erlendum mörkuðum og við teljum Svavar góðan kost í þeirri stöðu. Við munum undirrita samning við hann á morgun [föstudag 17. apríl ]á stjórnarfundi í samtökunum og svo reikna ég með því að hann komi til starfa í Bændahöllinni fljótlega eftir helgi,“ segir Þórarinn.

Svavar hefur starfað á fjölmiðlum og að undanförnu hefur hann meðal annars rekið fyrirtækið Íslenskur matur og matarmenning sem framleiðir fjölmiðlaefni með áherslu á mat og matvælaframleiðslu.

Passíusálmar sr. Hallgríms
Fréttir 29. mars 2024

Passíusálmar sr. Hallgríms

Passíusálmarnir verða fluttir í Hallgrímskirkju á föstudaginn langa.

Halla tekur upp Íslenskt staðfest
Fréttir 28. mars 2024

Halla tekur upp Íslenskt staðfest

Halla Sif Svansdóttir Hölludóttir, garðyrkjubóndi og eigandi Sólskins grænmetis ...

Uppfærsla á stefnumörkun Bændasamtaka Íslands
Fréttir 27. mars 2024

Uppfærsla á stefnumörkun Bændasamtaka Íslands

Fjölmörg mál voru til afgreiðslu á nýliðnu Búnaðarþingi 2024, úr fimm nefndum, s...

Endurnýting heimil til 1. nóvember 2025
Fréttir 27. mars 2024

Endurnýting heimil til 1. nóvember 2025

Matvælaráðuneytið hefur tilkynnt um frestun á gildistöku banns við endurnýtingu ...

Horfið frá framleiðslutengdum stuðningi
Fréttir 27. mars 2024

Horfið frá framleiðslutengdum stuðningi

Fyrirkomulag landbúnaðarstuðningskerfis á Íslandi mun taka miklum breytingum ef ...

Hyggur á slátrun í haust ef leyfi fæst
Fréttir 26. mars 2024

Hyggur á slátrun í haust ef leyfi fæst

Fyrrverandi sláturhússtjóri á Vopnafirði ætlar ekki að láta deigan síga þrátt fy...

Niðurskurði lokið á fé úr Blöndudal
Fréttir 26. mars 2024

Niðurskurði lokið á fé úr Blöndudal

Niðurskurður á sauðfé frá bæjunum Eiðsstöðum og Guðlaugsstöðum í Blöndudal fór f...

Kornræktarfélag gengur í endurnýjun lífdaga
Fréttir 26. mars 2024

Kornræktarfélag gengur í endurnýjun lífdaga

Kornræktarfélag Suðurlands verður endurvakið sem viðskiptavettvangur ræktenda og...