Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Svartfuglarnir reyndust ekki með fuglaflensuna
Mynd / Bbl
Fréttir 31. janúar 2022

Svartfuglarnir reyndust ekki með fuglaflensuna

Höfundur: smh

Matvælastofnun birti í dag umfjöllun um stöðu fuglaflensunnar í Evrópu, sem herjar þar á villta fugla og alifugla af svipuðum þunga og undangengna vetur, nema að núna er gerðin H5N1 ríkjandi. Sýni úr fjölda svartfugla sem drápust á Suðausturlandi í byrjun árs, reyndist ekki innihalda flensuveiruna en engin skýring er á fjöldadauðanum.

Er helst talið líklegt að svarfuglinn hafi drepist úr hungri, þó ekki sé hægt að fullyrða að það sé eina skýringin.

Fylgst er vel með þróun fuglaflensufaraldursins í Evrópu og er Matvælastofnun í sambandi við sérfræðinga í öðrum löndum. Greining á fuglaflensu á Nýfundnalandi gefur vísbendingar um að veiran geti hafa borist með farfuglum frá Evrópu, sem hafa viðkomu á Íslandi. Því þurfi fuglaeigendur að vera viðbúnir því að herða þurfi sóttvarnir á vormánuðum. Þannig má búast við því að þeir sem halda alifugla þurfi í vor að halda þeim í lokuðu gerði undir þaki, til að forðast mögulegt smit.

Ólíklegt að fólk smitist

Það er mat Matvælastofnunar að enn séu litlar líkur á að fólk geti smitast af þeim veirum sem finnast í Evrópu, en hvatt er til almennra sóttvarna við handfjötlun villtra fugla og fuglahræja.

Talin er full ástæða til að vakta tilvist fuglaflensu í villtum fuglum hér á landi í vetur, þó að farfuglatímabilið sé ekki hafið. Því er þeim tilmælum beint til almennings að tilkynna til Matvælastofnunar þegar villtur dauður fugl finnst, en það er hægt að gera í gegnum vefinn mast.is

Skylt efni: fuglaflensa

Góð afkoma lykilatriði fyrir nýliðun
Fréttir 29. janúar 2026

Góð afkoma lykilatriði fyrir nýliðun

„Að fólk geti greitt sér laun fyrir vinnuna, byggt upp jarðir, ræktun og bygging...

Skýrt nei við aðildarviðræðum
Fréttir 29. janúar 2026

Skýrt nei við aðildarviðræðum

Ríflega 76 prósent bænda sem eru félagsmenn í Bændasamtökum Íslands eru ósammála...

Dreifikostnaður raforku hækkar
Fréttir 29. janúar 2026

Dreifikostnaður raforku hækkar

Gjaldskrárhækkanir dreifiveitna rafmagns hafa hækkað umfram vísitölu á undanförn...

Meðalafurðir mjólkurkúa aldrei meiri
Fréttir 29. janúar 2026

Meðalafurðir mjólkurkúa aldrei meiri

Samkvæmt niðurstöðum skýrsluhalds Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) fyrir...

Mesti fjöldi skráðra sæðinga
Fréttir 27. janúar 2026

Mesti fjöldi skráðra sæðinga

Metþátttaka var í sauðfjársæðingum nú í desember. Þann 9. janúar var búið að skr...

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður
Fréttir 27. janúar 2026

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður

Anna Guðrún Þórðardóttir kynnti í haust frumniðurstöður úr doktorsverkefninu Erf...

Þari í sauðakjöt, krydd og kex
Fréttir 27. janúar 2026

Þari í sauðakjöt, krydd og kex

Nýtt frækex, unnið úr íslenskum þara, er komið á innlendan markað.

Ómarktæk vísindagrein um skaðleysi glýfosats
Fréttir 27. janúar 2026

Ómarktæk vísindagrein um skaðleysi glýfosats

Í niðurstöðum vísindagreinar í tímaritinu Regulatory Toxicology and Pharmacology...