Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Svartfuglarnir reyndust ekki með fuglaflensuna
Mynd / Bbl
Fréttir 31. janúar 2022

Svartfuglarnir reyndust ekki með fuglaflensuna

Höfundur: smh

Matvælastofnun birti í dag umfjöllun um stöðu fuglaflensunnar í Evrópu, sem herjar þar á villta fugla og alifugla af svipuðum þunga og undangengna vetur, nema að núna er gerðin H5N1 ríkjandi. Sýni úr fjölda svartfugla sem drápust á Suðausturlandi í byrjun árs, reyndist ekki innihalda flensuveiruna en engin skýring er á fjöldadauðanum.

Er helst talið líklegt að svarfuglinn hafi drepist úr hungri, þó ekki sé hægt að fullyrða að það sé eina skýringin.

Fylgst er vel með þróun fuglaflensufaraldursins í Evrópu og er Matvælastofnun í sambandi við sérfræðinga í öðrum löndum. Greining á fuglaflensu á Nýfundnalandi gefur vísbendingar um að veiran geti hafa borist með farfuglum frá Evrópu, sem hafa viðkomu á Íslandi. Því þurfi fuglaeigendur að vera viðbúnir því að herða þurfi sóttvarnir á vormánuðum. Þannig má búast við því að þeir sem halda alifugla þurfi í vor að halda þeim í lokuðu gerði undir þaki, til að forðast mögulegt smit.

Ólíklegt að fólk smitist

Það er mat Matvælastofnunar að enn séu litlar líkur á að fólk geti smitast af þeim veirum sem finnast í Evrópu, en hvatt er til almennra sóttvarna við handfjötlun villtra fugla og fuglahræja.

Talin er full ástæða til að vakta tilvist fuglaflensu í villtum fuglum hér á landi í vetur, þó að farfuglatímabilið sé ekki hafið. Því er þeim tilmælum beint til almennings að tilkynna til Matvælastofnunar þegar villtur dauður fugl finnst, en það er hægt að gera í gegnum vefinn mast.is

Skylt efni: fuglaflensa

Bæta má orkunýtingu í landbúnaði talsvert
Fréttir 8. desember 2023

Bæta má orkunýtingu í landbúnaði talsvert

Unnt er að spara allt að 1.500 GWst árlega á Íslandi og þar af um 43 GWst í land...

Opnunarhóf í Miðskógi
Fréttir 8. desember 2023

Opnunarhóf í Miðskógi

Byggingu nýs kjúklingahúss í Dölunum er lokið og verður tekið í notkun 1. desemb...

Skilgreina opinbera grunnþjónustu
Fréttir 8. desember 2023

Skilgreina opinbera grunnþjónustu

Unnin hafa verið drög að skilgreiningu á opinberri grunnþjónustu, ásamt greinarg...

Innleiða þarf vistkerfisnálgun
Fréttir 7. desember 2023

Innleiða þarf vistkerfisnálgun

Tímabært þykir að innleiða vistkerfisnálgun á Íslandi með skipulögðum hætti. Fræ...

Verðmætasköpun eykst og mikil sala
Fréttir 7. desember 2023

Verðmætasköpun eykst og mikil sala

Æðarræktarfélag Íslands (ÆÍ) hélt aðalfund að Keldnaholti 18. nóvember. Alls mæt...

Tilraun til að bjarga færeyska hrossakyninu
Fréttir 6. desember 2023

Tilraun til að bjarga færeyska hrossakyninu

Færeyska hestakynið er í útrýmingarhættu en í dag eru til 89 færeysk hross og af...

Nýr stjórnarformaður
Fréttir 6. desember 2023

Nýr stjórnarformaður

Daði Guðjónsson er nýr stjórnarformaður markaðsstofunnar Icelandic Lamb, sem fer...

Margir fengu vel í soðið
Fréttir 6. desember 2023

Margir fengu vel í soðið

Útlit er fyrir að rjúpnaveiði hafi í ár verið allt að 20% meiri en í fyrra. Meða...