Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Frummælendurnir, Þóroddur Bjarnason, lektor við Háskólann á Akureyri, Kristján Þór Magnússon, bæjarstjóri í Norðurþingi, og Róbert Guðfinnsson, athafnamaður á Siglufirði.
Frummælendurnir, Þóroddur Bjarnason, lektor við Háskólann á Akureyri, Kristján Þór Magnússon, bæjarstjóri í Norðurþingi, og Róbert Guðfinnsson, athafnamaður á Siglufirði.
Mynd / MÞÞ
Fréttir 11. mars 2015

Sumar samgöngubætur skipta marga miklu máli

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdóttir
Samgöngubætur eru af ýmsum toga, sumar eru þess eðlis að þær skipta marga miklu máli, aðrar aftur á móti skipta verulegu máli fyrir fáa. 
 
Þetta kom fram í máli Þórodds Bjarnasonar, prófessors við Háskólann á Akureyri, á fundi um samgöngumál sem Félag viðskipta- og hagfræðinga efndi til í menningarhúsinu Hofi fyrir nokkru.  Þóroddur er einnig stjórnarformaður Byggðastofnunar. Auk hans héldu þeir Róbert Guðfinnsson, athafnamaður á Siglufirði, og Kristján Þór Magnússon, sveitarstjóri í Norðurþingi, framsögu­erindi.
 
Héðinsfjarðargöng og Harpa
 
Þóroddur tók dæmi af Héðinsfjarðargöngum  og Hörpu, en kostnaður við gerð ganganna nam rúmum 14 milljörðum króna.  Íbúar á Siglufirði eru 1.200 talsins og ef eingöngu væri horft til þeirra næmi kostnaður á hvern íbúa tæplega 12 milljónum króna. Fleiri njóta hins vegar góðs af göngunum og ef tekið er tillit til þeirra er kostnaður í heild 45 þúsund krónur á mann. Kostnaður við byggingu tónlistarhússins Hörpu nam tæplega 28 milljörðum króna. Ef einungis væri tekið tillit til íbúa í póstnúmeri 101 væri kostnaður á mann um 1,8 milljónir króna. Ef miðað væri við landsmenn alla er kostnaðurinn 87 þúsund krónur á mann. 
 
Fram kom á fundinum að  Héðins­fjarðargöng hafi hleypt nýju lífi í gamla síldarbæinn, Siglufjörð, og nú horfa íbúar austan Vaðlaheiðar til þess að verulega lifni yfir á þeirra heimaslóðum með tilkomu Vaðlaheiðarganga sem nú er unnið að. Bættar samgöngur austur um eru t.d. ein af forsendum þess að hægt verði að ráðast í uppbyggingu stóriðju á Bakka.
 
Róbert nefndi í sinni framsögu að einhæf byggð hafi litla möguleika, samgöngur einar og sér skipti þar engu, en þær gefi hins vegar tækifæri.  Héðinsfjarðargöng og greið leið um Eyjafjörð hafa m.a. haft jákvæð áhrif á Siglufjörð en þar hefur uppbygging á liðnum árum verið ævintýri líkust.

50 myndir:

Skylt efni: Samgöngumál

Mugga bar þremur kvígum
Fréttir 26. júlí 2024

Mugga bar þremur kvígum

Kýrin Mugga 985 frá bænum Steindyrum í Svarfaðardal í Dalvíkurbyggð bar þríkelfi...

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku
Fréttir 25. júlí 2024

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku

Þann 24. júní náðist sögulegt samkomulag í Danmörku, á milli stjórnvalda og nokk...

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?
Fréttir 25. júlí 2024

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?

Því hefur verið varpað fram að þegar kemur að kolefnisbindingu ætti að leggja me...

Snikka til lög um flutningsjöfnuð
Fréttir 25. júlí 2024

Snikka til lög um flutningsjöfnuð

Áform eru uppi um breytingu á lögum um svæðisbundna flutningsjöfnun.

Stofnanir út á land
Fréttir 24. júlí 2024

Stofnanir út á land

Aðsetur nýrra stofnana umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins verður utan h...

Lundaveiðar leyfðar
Fréttir 24. júlí 2024

Lundaveiðar leyfðar

Umhverfis- og skipulagsráð Vestmannaeyja hefur samþykkt að heimila lundaveiði 27...

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum
Fréttir 23. júlí 2024

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum

Rannsóknamiðstöð landbúnaðarins, RML, rannsakar nú erfðaorsakir kálfadauða.

Upphreinsun skurða
Fréttir 23. júlí 2024

Upphreinsun skurða

Búnaðarfélag Austur-Landeyja hefur sent sveitarstjórn Rangárþings eystra erindi ...