Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 10 ára.
Frummælendurnir, Þóroddur Bjarnason, lektor við Háskólann á Akureyri, Kristján Þór Magnússon, bæjarstjóri í Norðurþingi, og Róbert Guðfinnsson, athafnamaður á Siglufirði.
Frummælendurnir, Þóroddur Bjarnason, lektor við Háskólann á Akureyri, Kristján Þór Magnússon, bæjarstjóri í Norðurþingi, og Róbert Guðfinnsson, athafnamaður á Siglufirði.
Mynd / MÞÞ
Fréttir 11. mars 2015

Sumar samgöngubætur skipta marga miklu máli

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdóttir
Samgöngubætur eru af ýmsum toga, sumar eru þess eðlis að þær skipta marga miklu máli, aðrar aftur á móti skipta verulegu máli fyrir fáa. 
 
Þetta kom fram í máli Þórodds Bjarnasonar, prófessors við Háskólann á Akureyri, á fundi um samgöngumál sem Félag viðskipta- og hagfræðinga efndi til í menningarhúsinu Hofi fyrir nokkru.  Þóroddur er einnig stjórnarformaður Byggðastofnunar. Auk hans héldu þeir Róbert Guðfinnsson, athafnamaður á Siglufirði, og Kristján Þór Magnússon, sveitarstjóri í Norðurþingi, framsögu­erindi.
 
Héðinsfjarðargöng og Harpa
 
Þóroddur tók dæmi af Héðinsfjarðargöngum  og Hörpu, en kostnaður við gerð ganganna nam rúmum 14 milljörðum króna.  Íbúar á Siglufirði eru 1.200 talsins og ef eingöngu væri horft til þeirra næmi kostnaður á hvern íbúa tæplega 12 milljónum króna. Fleiri njóta hins vegar góðs af göngunum og ef tekið er tillit til þeirra er kostnaður í heild 45 þúsund krónur á mann. Kostnaður við byggingu tónlistarhússins Hörpu nam tæplega 28 milljörðum króna. Ef einungis væri tekið tillit til íbúa í póstnúmeri 101 væri kostnaður á mann um 1,8 milljónir króna. Ef miðað væri við landsmenn alla er kostnaðurinn 87 þúsund krónur á mann. 
 
Fram kom á fundinum að  Héðins­fjarðargöng hafi hleypt nýju lífi í gamla síldarbæinn, Siglufjörð, og nú horfa íbúar austan Vaðlaheiðar til þess að verulega lifni yfir á þeirra heimaslóðum með tilkomu Vaðlaheiðarganga sem nú er unnið að. Bættar samgöngur austur um eru t.d. ein af forsendum þess að hægt verði að ráðast í uppbyggingu stóriðju á Bakka.
 
Róbert nefndi í sinni framsögu að einhæf byggð hafi litla möguleika, samgöngur einar og sér skipti þar engu, en þær gefi hins vegar tækifæri.  Héðinsfjarðargöng og greið leið um Eyjafjörð hafa m.a. haft jákvæð áhrif á Siglufjörð en þar hefur uppbygging á liðnum árum verið ævintýri líkust.

50 myndir:

Skylt efni: Samgöngumál

Góð afkoma lykilatriði fyrir nýliðun
Fréttir 29. janúar 2026

Góð afkoma lykilatriði fyrir nýliðun

„Að fólk geti greitt sér laun fyrir vinnuna, byggt upp jarðir, ræktun og bygging...

Skýrt nei við aðildarviðræðum
Fréttir 29. janúar 2026

Skýrt nei við aðildarviðræðum

Ríflega 76 prósent bænda sem eru félagsmenn í Bændasamtökum Íslands eru ósammála...

Dreifikostnaður raforku hækkar
Fréttir 29. janúar 2026

Dreifikostnaður raforku hækkar

Gjaldskrárhækkanir dreifiveitna rafmagns hafa hækkað umfram vísitölu á undanförn...

Meðalafurðir mjólkurkúa aldrei meiri
Fréttir 29. janúar 2026

Meðalafurðir mjólkurkúa aldrei meiri

Samkvæmt niðurstöðum skýrsluhalds Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) fyrir...

Mesti fjöldi skráðra sæðinga
Fréttir 27. janúar 2026

Mesti fjöldi skráðra sæðinga

Metþátttaka var í sauðfjársæðingum nú í desember. Þann 9. janúar var búið að skr...

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður
Fréttir 27. janúar 2026

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður

Anna Guðrún Þórðardóttir kynnti í haust frumniðurstöður úr doktorsverkefninu Erf...

Þari í sauðakjöt, krydd og kex
Fréttir 27. janúar 2026

Þari í sauðakjöt, krydd og kex

Nýtt frækex, unnið úr íslenskum þara, er komið á innlendan markað.

Ómarktæk vísindagrein um skaðleysi glýfosats
Fréttir 27. janúar 2026

Ómarktæk vísindagrein um skaðleysi glýfosats

Í niðurstöðum vísindagreinar í tímaritinu Regulatory Toxicology and Pharmacology...