Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Súkkulaði er unnið úr baunum kakóbaunatrjáa.
Súkkulaði er unnið úr baunum kakóbaunatrjáa.
Fréttir 30. október 2017

Súkkulaðiframleiðsla drifkraftur eyðingar regnskóga á Fílabeinsströnd Afríku

Höfundur: Vilmundur Hansen

Ræktun kakóbauna til súkkulaði­framleiðslu hefur leitt til gríðarlegrar eyðingar á regn­skógum á vestur­strönd Afríku og hefur Fílabeinsströndin orðið einna verst úti. Innfæddir kalla kakóbaunir skítugu baunirnar sem hvíta fólkinu finnst svo góðar.

Súkkulaði er unnið úr baunum tiltölulega lágvaxinnar trjátegundar sem á latínu kallast Theobroma cacao. Í dag er heimsframleiðsla á kakóbaunum tæplega fimm milljón tonn á ári.

Velta upp á rúma 10 þúsund milljarða króna

Áætluð heimsvelta með súkkulaði er 83 milljarðar Bandríkjadalir, um 10.385 milljarðar íslenskra króna. Krafan um sífellt ódýrari kakóbaunir hefur leitt til þess að 90% þeirra sex milljón smábænda sem rækta baunirnar lifa langt undir fátækramörkum Sameinuðu þjóðanna og sífellt er leitað eftir ódýrara vinnuafli.

Kakóbaunatré þurfa mikið rými til að vaxa og til að mæta sívaxandi eftirspurn eftir baunum, til að búa til súkkulaði þarf meira ræktunarland.

Allt að 70% af kakóbaunum á heimsmarkaði koma frá Síerra Leóne, Kamerún, Gana og Fílabeinsströndinni. Þar af koma um 40% frá Fílabeinsströndinni enda eru þær um 2/3 af útflutningstekjum landsins. Ástandið er svipað í Gana þar sem 60% útflutningstekna fæst með sölu kakóbauna.

Gríðarleg skógareyðing

Í dag eru 4% Fílabeinsstrandarinnar þakin regnskógi en fyrr á tímum þöktu regnskógar um 25% landsins. Talið er að um 80% regnskóga landsins hafi verið eytt frá 1960.

Er svo komið að innfæddir í landinu kalla kakóbaunir skítugu baunina sem hvíta fólkinu finnst svo góð.
Kakóbaunir og pálmaolía

Stór svæði í regnskógum Fílabeins­strandarinnar hafa verið rudd til að rækta kakóbaunir eins og gert hefur verið í Indónesíu til að rækta pálma til framleiðslu á pálmaolíu. Bæði kakóbaunir og pálmaolía eru hráefni til framleiðslu á súkkulaði. Það er því samhengi á milli skógareyðingar á þessu svæði þrátt fyrir að þau séu hvort í sinni heimsálfunni.

Stærstu kaupendur kakóbauna

Fjögur fyrirtæki eru stærstu kaupendur kakóbauna í heiminum. Fyrirtækin eru Hershey, Mars, Nestle og Cadbury sem framleiða meðal annars Hershey súkkulaði og kossa, Mars og Snickers, Kit Kat, Crunch, Smarties og Dairy Milk súkkulaði svo fátt eitt sé nefnt.

Svo má náttúrlega ekki gleyma því að það erum við neytendur sem knýjum súkkulaðimarkaðinn áfram.

Skylt efni: súkkulaði

Innflutningur á úkraínsku kjúklingakjöti
Fréttir 9. febrúar 2023

Innflutningur á úkraínsku kjúklingakjöti

Hátt í 80 tonn af frosnu kjúklingakjöti voru flutt hingað til lands frá Úkraínu ...

Langflestir íbúar á höfuðborgarsvæðinu
Fréttir 8. febrúar 2023

Langflestir íbúar á höfuðborgarsvæðinu

Samkvæmt tölum Byggðastofnunar fyrir árið 2022 var íbúafjöldi landsins 376.248. ...

Samband neysluverðs og framleiðsluverðs í matvælum
Fréttir 8. febrúar 2023

Samband neysluverðs og framleiðsluverðs í matvælum

Bændur og hinn almenni neytandi hafa lengið staðið bökum saman við að tryggja sa...

Rannsakar skyggnar konur
Fréttir 7. febrúar 2023

Rannsakar skyggnar konur

Dr. Dalrún Kaldakvísl Eygerðardóttir sagnfræðingur rannsakar sögu skyggnra kvenn...

Of algengt að hestunum sé gefinn óþverri
Fréttir 6. febrúar 2023

Of algengt að hestunum sé gefinn óþverri

Margeir Ingólfsson og Sigríður Jóhanna Guðmundsdóttir, bændur á bænum Brú í Blás...

Tíu ára starfsafmæli
Fréttir 3. febrúar 2023

Tíu ára starfsafmæli

Tíu ár eru síðan Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins (RML) var sett á laggirnar. Af ...

Innlend fóðurframleiðsla gæti nýtt jarðhita sem fer til spillis
Fréttir 3. febrúar 2023

Innlend fóðurframleiðsla gæti nýtt jarðhita sem fer til spillis

Fjárfestingafélag Þingeyinga hf. hefur unnið að skýrslu í samstarfi við verkfræð...

Markaðssetning utan hefðbundins sláturtíma
Fréttir 2. febrúar 2023

Markaðssetning utan hefðbundins sláturtíma

Nýlega var Sláturhúsi Vesturlands í Borgarnesi veittur styrkur úr markaðssjóði s...