Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en mánaðar gamalt.
Styrkur til jarðhitavæðingar
Fréttir 15. október 2025

Styrkur til jarðhitavæðingar

Höfundur: Magnús Hlynur Hreiðarsson

Mýrdalshreppur fékk nýlega myndarlegan styrk úr Loftslagsog orkusjóði, eða 176,5 milljónir króna, en peningurinn fer í jarðhitavæðingu í Vík í Mýrdal, sem mun án nokkurs vafa skila samfélaginu í Vík gríðarlegum ábata til framtíðar.

„Ég upplifi mikla spennu hjá íbúum sveitarfélagsins fyrir þessu verkefni. Það fylgir því gríðarlegur kostnaður að kynda húsnæði með rafmagni og uppbygging síðustu ára hefur gert það að verkum að dreifikerfi raforku er að mestu fullnýtt. Frekari uppbygging er því háð aukinni orkuöflun og ef vel tekst til þá mun hitaveita styðja vel við áframhaldandi vöxt samfélagsins. Verkefnið er afurð samstarfs RARIK og sveitarfélagsins og gerir okkur kleift að ráðast í frekari rannsóknir og tilraunaboranir til að kortleggja hvar best sé að bora vinnsluholur og unnið verður með ÍSOR að frekari greiningu á fyrirliggjandi gögnum,“ segir Einar Freyr Elínarson sveitarstjóri þegar leitað var viðbragða hans við styrknum.

Tilraunaboranir á næsta ári

Einar Freyr segir að Mýrdalshreppur hafi verið í örum vexti og sveitarfélagið hafi auk þess unnið að umfangsmiklum innviðafjárfestingum og áformar enn frekari uppbyggingu. „Styrkur, sem þessi og gott samstarf við RARIK er lykilforsenda þess að hægt verði að ráðast í jarðhitaleit hratt og vel. Vonir standa til þess að hægt sé að hefja nauðsynlega gagnavinnu nú þegar og að tilraunaboranir geti farið fram árið 2026.

Það er auðvitað skrifað í skýin hvort jarðhitaleitin beri árangur en ég er fyrir mitt leyti bjartsýnn á að svo verði. Vitað er að heitt vatn er að finna í berggrunninum en einnig eru fordæmi fyrir nýtingu lághita ef því væri að skipta.

Þetta er spennandi verkefni sem mun vonandi tryggja okkur aukið orkuöryggi og mikinn efnahagslegan og samfélagslegan ávinning,“ segir Einar Freyr.

Rarik fólk í skýjunum

„Við hjá Rarik erum algjörlega í skýjunum yfir þessum styrk og verkefninu í heild sinni. Rarik á og rekur fjórar hitaveitur og býr yfir mikilli þekkingu, mannskap og reynslu af rekstri þeirra. Við teljum að hitaveituvæðing Víkur í Mýrdal sé þjóðhagslega hagkvæm framkvæmd, sem auki lífsgæði íbúa og samkeppnishæfni svæðisins. Nú þegar fara um tveir þriðju hlutar af raforkunotkun á Vík til húshitunar og gæti hitaveituvæðing því losað um verðmæta raforku, létt á rafdreifikerfinu og aukið orkuafhendingaröryggi,“ segir Kristín Soffía Jónsdóttir, framkvæmdastjóri Þróunar og framtíðar hjá Rarik.

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...

Gríðarlega mikilvægur vettvangur
Fréttir 4. desember 2025

Gríðarlega mikilvægur vettvangur

Framkvæmdastjóri Loftslagsráðs, Anna Sigurveig Ragnarsdóttir, segir COP enn gríð...

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi
Fréttir 4. desember 2025

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi

Allir loðdýrabændur á Suðurlandi, fimm að tölu, eru nú að hætta minkarækt þar se...

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda
Fréttir 4. desember 2025

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda

Frumvarp fjármálaráðherra um breytingu á ýmsum lögum um skatta, gjöld o.fl. felu...

Úthlutun í fyrsta sinn
Fréttir 28. nóvember 2025

Úthlutun í fyrsta sinn

Fyrsta úthlutun úr frumkvæðissjóðnum Fjársjóði fjalla og fjarða fór fram á dögun...