Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Styrkir vegna kaltjóna
Mynd / Eiríkur Loftsson
Fréttir 21. ágúst 2024

Styrkir vegna kaltjóna

Höfundur: Ástvaldur Lárusson

Bjargráðasjóði hefur borist 81 umsókn frá bændum vegna kaltjóns á túnum. Fresturinn rennur út á miðnætti 31. ágúst og er mat á umsóknum ekki hafið.

Samkvæmt upplýsingum frá matvælaráðuneytinu hafa einhverjir umsækjendur fengið tölvupósta frá Náttúruhamfaratryggingu Íslands (NTÍ) sem sér um rekstur Bjargráðasjóðs, þar sem óskað er eftir frekari gögnum, eins og myndum. Bent er á að hafi einhverjir litið á það sem höfnun sé það rangt en það kunni að leiða til synjunar á síðari stigum ef engin viðbrögð koma við beiðnunum.

Verklagsreglur um afgreiðslu umsókna um fjárstyrk vegna tjóns af völdum kals árið 2024 voru samþykktar 10. júní síðastliðinn og sendar Bændasamtökum Íslands, Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins, öllum búnaðarsamböndum á landinu, ásamt fleiri aðilum. Í reglunum stendur meðal annars: „Skilyrði fyrir styrkveitingu er að greinargóðar ljósmyndir og/eða drónamyndir af skemmdum fylgi með umsókninni. Það skal koma skýrt fram af hvaða spildu hver mynd og/eða drónamynd er tekin.“ Bjargráðasjóður getur jafnframt falið sérfróðum aðilum að meta skemmdir í vettvangsferð ef ástæða þykir til.

Ekki verður hægt að stofna nýjar umsóknir eftir 31. ágúst, en umsækjendur geta bætt við gögnum fram yfir umsóknarfrestinn ef ástæða er til.

Skylt efni: kaltjón

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...

Gríðarlega mikilvægur vettvangur
Fréttir 4. desember 2025

Gríðarlega mikilvægur vettvangur

Framkvæmdastjóri Loftslagsráðs, Anna Sigurveig Ragnarsdóttir, segir COP enn gríð...

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi
Fréttir 4. desember 2025

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi

Allir loðdýrabændur á Suðurlandi, fimm að tölu, eru nú að hætta minkarækt þar se...

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda
Fréttir 4. desember 2025

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda

Frumvarp fjármálaráðherra um breytingu á ýmsum lögum um skatta, gjöld o.fl. felu...

Úthlutun í fyrsta sinn
Fréttir 28. nóvember 2025

Úthlutun í fyrsta sinn

Fyrsta úthlutun úr frumkvæðissjóðnum Fjársjóði fjalla og fjarða fór fram á dögun...