Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Styrkir vegna kaltjóna
Mynd / Eiríkur Loftsson
Fréttir 21. ágúst 2024

Styrkir vegna kaltjóna

Höfundur: Ástvaldur Lárusson

Bjargráðasjóði hefur borist 81 umsókn frá bændum vegna kaltjóns á túnum. Fresturinn rennur út á miðnætti 31. ágúst og er mat á umsóknum ekki hafið.

Samkvæmt upplýsingum frá matvælaráðuneytinu hafa einhverjir umsækjendur fengið tölvupósta frá Náttúruhamfaratryggingu Íslands (NTÍ) sem sér um rekstur Bjargráðasjóðs, þar sem óskað er eftir frekari gögnum, eins og myndum. Bent er á að hafi einhverjir litið á það sem höfnun sé það rangt en það kunni að leiða til synjunar á síðari stigum ef engin viðbrögð koma við beiðnunum.

Verklagsreglur um afgreiðslu umsókna um fjárstyrk vegna tjóns af völdum kals árið 2024 voru samþykktar 10. júní síðastliðinn og sendar Bændasamtökum Íslands, Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins, öllum búnaðarsamböndum á landinu, ásamt fleiri aðilum. Í reglunum stendur meðal annars: „Skilyrði fyrir styrkveitingu er að greinargóðar ljósmyndir og/eða drónamyndir af skemmdum fylgi með umsókninni. Það skal koma skýrt fram af hvaða spildu hver mynd og/eða drónamynd er tekin.“ Bjargráðasjóður getur jafnframt falið sérfróðum aðilum að meta skemmdir í vettvangsferð ef ástæða þykir til.

Ekki verður hægt að stofna nýjar umsóknir eftir 31. ágúst, en umsækjendur geta bætt við gögnum fram yfir umsóknarfrestinn ef ástæða er til.

Skylt efni: kaltjón

Virk endurheimt 30% raskaðra vistkerfa árið 2030
Fréttir 29. janúar 2026

Virk endurheimt 30% raskaðra vistkerfa árið 2030

Auðug líffræðileg fjölbreytni náttúrunnar er forsenda heilbrigðra vistkerfa, sem...

Góð afkoma lykilatriði fyrir nýliðun
Fréttir 29. janúar 2026

Góð afkoma lykilatriði fyrir nýliðun

„Að fólk geti greitt sér laun fyrir vinnuna, byggt upp jarðir, ræktun og bygging...

Skýrt nei við aðildarviðræðum
Fréttir 29. janúar 2026

Skýrt nei við aðildarviðræðum

Ríflega 76 prósent bænda sem eru félagsmenn í Bændasamtökum Íslands eru ósammála...

Dreifikostnaður raforku hækkar
Fréttir 29. janúar 2026

Dreifikostnaður raforku hækkar

Gjaldskrárhækkanir dreifiveitna rafmagns hafa hækkað umfram vísitölu á undanförn...

Meðalafurðir mjólkurkúa aldrei meiri
Fréttir 29. janúar 2026

Meðalafurðir mjólkurkúa aldrei meiri

Samkvæmt niðurstöðum skýrsluhalds Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) fyrir...

Mesti fjöldi skráðra sæðinga
Fréttir 27. janúar 2026

Mesti fjöldi skráðra sæðinga

Metþátttaka var í sauðfjársæðingum nú í desember. Þann 9. janúar var búið að skr...

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður
Fréttir 27. janúar 2026

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður

Anna Guðrún Þórðardóttir kynnti í haust frumniðurstöður úr doktorsverkefninu Erf...

Þari í sauðakjöt, krydd og kex
Fréttir 27. janúar 2026

Þari í sauðakjöt, krydd og kex

Nýtt frækex, unnið úr íslenskum þara, er komið á innlendan markað.