Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Garðar og Aðalsteinn Hallgrímssynir, bændur í Garði í Eyjafjarðarsveit, með Benedikt Hjaltasyni, sem flytur inn og setur hollensku flatgryfjurnar upp.
Garðar og Aðalsteinn Hallgrímssynir, bændur í Garði í Eyjafjarðarsveit, með Benedikt Hjaltasyni, sem flytur inn og setur hollensku flatgryfjurnar upp.
Fréttir 1. júlí 2019

Stuttur byggingartími, minni plastnotkun og sparar tíma við heyskap

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdóttir
Á bænum Garði í Eyjafjarðarsveit var fyrri part þessarar viku tekin í noktun ný flatgryfja.
 
„Ávinningurinn er margvíslegur, en ekki hvað síst horfum við til umhverfissjónarmiða og drögum töluvert úr okkar plastnotkun með því að verka hey og geyma með þessum hætti,“ segja bræðurnir Aðalsteinn og Garðar Hallgrímssynir. 
 
Stuttur byggingartími og sterk steypa
 
Flatgryfjan er frá hollenska fyrir­tækinu Boschbeton, en um er að ræða forsteyptar einingar sem hver um sig vegur tæp 4 tonn. 
 
Stæð gryfjunnar við Garð er 60 sinnum 12 og vegghæðin er um 2 metrar. Benedikt Hjaltason, sem flytur flatgryfjunar inn og sér um uppsetningu þeirra, segir að það sem einkenni þær sé óvenju sterk og endingargóð steypa, þannig að viðbúið sé að flatgryfjurnar standi um langa hríð án viðhalds. Benedikt hefur verið við uppsetningu á flatgryfjunni við Garð síðustu daga, en hann segir að einn af kostum gryfjanna sé stuttur vinnutími við uppsetningu.
 
„Byggingartíminn er afskaplega stuttur, frá því menn panta einingarnar í Hollandi og þar til gryfjan er tilbúin til notkunar líða um þrjár vikur,“ segir Benedikt.
 
Flatgryfjan við Garð er hin fyrsta þessarar tegundar sem sett er upp hér á landi, en Benedikt segir bændur forvitna um gryfjurnar og fjölmargar fyrirspurnir hafi borist. Gryfjan við Garð, þ.e. forsteyptu einingarnar og öll vinna við uppsetningu þeirra,  kostar 6.250.000 þúsund krónur án virðisaukaskatts. 
 
Draga úr plastnotkun
 
Aðalsteinn og Garðar eru hæstánægðir með nýju flatgryfjuna, en þeir segja að það magn sem komist fyrir í henni samsvari um það bil eitt þúsund rúllum. Sparnaður við kaup á plasti sé því þónokkur, líkast til um 400 þúsund krónur. Ekki síður megi horfa til umhverfissjónarmiða, bændur hafi verið hvattir til að stilla plastnotkun sinni í hóf sem kostur er. Með því að verka og geyma hey í flatgryfjum sé komið til móts við þau sjónarmið. 
 
„Við teljum okkur vera að svara því kalli með því að koma þessari flatgryfju upp,“ segir Aðalsteinn. 
 
Tímasparnaður við heyskap og gjöf
 
Hann segir að Garðsbændur hafi áður verkað hey í flatgryfjur, en þær hafi verið annars konar. Hlakki menn til að sjá hver útkoman á nýju gryfjunni verður.  Aðalsteinn segir að flatgryfjunni fylgi mikill tímasparnaður við heyskapinn þar sem ekki þurfi lengur að rúlla. Einnig verði töluverður tímasparnaður við hverja gjöf þegar kýr eru í fjósi, ekki þurfi þá lengur að taka til rúllur og rífa utan af þeim. 
 
„Þetta verður mun minni vinna og auðveldari, gjöfin mun ganga fljótar fyrir sig en þegar notaðar eru rúllur,“ segir Aðalsteinn. Þá bætir hann því við að eflaust henti flatgryfjur stærri búum betur en þeim minni. Fjárfestingin sé lengur að borga sig upp á minni búunum. 

Skylt efni: flatgryfjur | heyskapur

Skógarfura í Varmahlíð föngulegust
Fréttir 4. október 2024

Skógarfura í Varmahlíð föngulegust

Skógræktarfélag Íslands hefur valið skógarfuru í Varmahlíð tré ársins 2024.

Þrír forstjórar skipaðir fyrir nýjar ríkisstofnanir
Fréttir 4. október 2024

Þrír forstjórar skipaðir fyrir nýjar ríkisstofnanir

Nýlega voru skipaði þrír forstjórar fyrir nýjar ríkisstofnanir sem urðu til með ...

Eftirlíking af hálfri kú
Fréttir 4. október 2024

Eftirlíking af hálfri kú

Nautastöð Bændasamtaka Íslands tók á dögunum í notkun eftirlíkingu af kú sem er ...

Gagnrýna nýjar reglur um hollustuhætti
Fréttir 3. október 2024

Gagnrýna nýjar reglur um hollustuhætti

Heilbrigðisnefndir kringum landið hafa gagnrýnt skort á kynningu á nýrri regluge...

Aðgerðaáætlun gefin út
Fréttir 3. október 2024

Aðgerðaáætlun gefin út

Matvælaráðherra, Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, hefur gefið út aðgerðaáætlun fyrir...

Grasrótin gaumgæfir atvinnulíf og nýsköpun
Fréttir 3. október 2024

Grasrótin gaumgæfir atvinnulíf og nýsköpun

Verkefnið Vatnaskil á Austurlandi miðar að því að efla nýsköpun og stuðla að fjö...

Áburðarverkefni í uppnámi
Fréttir 3. október 2024

Áburðarverkefni í uppnámi

Áburðarverkefni í Syðra-Holti í Svarfaðardal, sem gengur út á moltugerð úr nærsa...

Aukinn innflutningur á lægri tollum
Fréttir 2. október 2024

Aukinn innflutningur á lægri tollum

Ekki er hægt að fá uppgefna þá aðila sem standa að baki innflutningi á landbúnað...